Ástasvik eða?

  Hann er á sjötugs aldri.  Á enga vini og er ekki í samskiptum við neina ættingja.  Skapgerðarbrestir eiga hlut að máli.  Hann pirrast af litlu tilefni,  snöggreiðist og verður stóryrtur.  

  Hann er heilsulítill offitusjúklingur;  étur daglega lófafylli af pillum.  Hann er nánast rúmfastur vegna orkuleysis,  mæði,  blóðþrýstings,  brjóstsviða,  magakveisu og allskonar.

  Hann er mjög einmana.  Fyrir nokkrum árum skráði hann sig á stefnumótavefinn Tinder.  Um leið og hann skráði sig heilsaði upp á hann þrítug fegurðardís í Úkraínu.  Hún sagðist vera forfallin Íslandsaðdáandi.  Hún fagnaði því að ná sambandi við Íslending.  Þau spjölluðu vel og lengi.  Og ítrekað.  Fljótlega samdi daman um að þau myndu skrá sig af Tinder og þróa þeirra samband.

  Stúlkan er í stopulli vinnu og hugsar um veika móðir sína.  Hún er í fjárhagsvandræðum.  Að því kom að hún bað um smá peningalán.  Svo færði hún sig upp á skaftið.  Aldrei er neitt endurgreitt.  Hún fór að ávarpa kallinn sem "kæra eiginmann sinn".  Hann er uppveðraður af því.  Sýnir hverjum sem er ljósmynd af fallegu eiginkonu sinni. 

  Verra er að hann gengur nærri sér til að senda "eiginkonunni" sem mestan pening í hverjum mánuði.  Hann sveltir dögum saman og nær ekki alltaf að leysa út lyfin sín með tilheyrandi afleiðingum.

  Konunni til afsökunar má telja að hún veit ekki af heilsuleysi mannsins.  Á móti kemur að samband þeirra gefur tilveru hans lit.  Það slær á einmanaleikann og gleður. 

gamlingimódel 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki alveg viss um að "manngreyið" hafi leitað sér hjálpar á réttum stað ???????

Jóhann Elíasson, 3.7.2025 kl. 11:29

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  góður!

Jens Guð, 3.7.2025 kl. 12:13

3 identicon

Heyrði í hádegisfréttum það sem ég hef sjálfur upplifað á götum borgarinnar að undanförnu. Bílstjórar bólgnir af frekju og illsku ( já,  rauðþrútnir eins og maðurinn á myndinni ) flautandi á allt og alla og steytandi hnefa. Á Alþingi eru þingmenn stjórnarandsöðunnar bólgnir af frekju og illsku ( já, rauðþrútnir eins og aumingja maðurinn á mundinni ) að gera út af við landann með vita gagnslausu og heimskulegu málþófi. Það er líklegasta ástæðan fyrir þeirri ókyrrð og ofsaakstri í umferðinni. 

,, Vitskert veröld, skipuð vitskertum verum sem heyja stríð sín á milli. Ég segi skoðun mína ,,   Einar Vilberg.

,, Góðar sundlaugar-sterkt velferðarkerfi-kjósum Sósíalista ,, Einar Már Guðmundsson - Þar er líka vitskert veröld Einar Már

Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2025 kl. 13:06

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er allt á hvolfi allsstaðar!

Jens Guð, 3.7.2025 kl. 13:26

5 identicon

Leiðrétting ,, skipuð vitstola verum ,, er rétt í kveðskap Einars Vilberg í flottu lagi frá 1970

Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2025 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband