Rökfastur krakki

  Ég renndi með bílinn í bifreiðaskoðun.  Tími kominn á það árlega og nauðsynlega eftirlit.  Á biðstofunni var ungt par með lítinn gutta.  Ég giska á að hann sé þriggja ára eða rúmlega það.  Mamman tilkynnti honum:  "Eftir skoðunina kíkjum við í heimsókn til Gunnu ömmu og Nonna afa.  Manstu hvar þau eiga heima?

  Jú,  pilturinn romsaði heimilisfanginu út úr sér.  Mamman hélt áfram:  "Manstu hvar Halli afi á heima?"

  Stráksi sagðist ekki þurfa að muna það.  Mamman mótmælti.  Sagði það geta komið sér vel að kunna heimilisfangið. 

  Stráksi útskýrði:  "Við heimsækjum Halla afa aldrei.  Hann heimsækir okkur.  Það er hann sem þarf að vita hvar við eigum heima!"

  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það ætti að verðlauna þennan  gutta..........

Jóhann Elíasson, 10.7.2025 kl. 10:22

2 identicon

Það er orðin mjög stór spurning hvar núverandi stjórnarandstaða á heima ??? Þ.e. hvort að allir þingmenn þeirra eigi yfirleitt heima á Alþingi ???  Sumir úr þessum hópi hefðu hreinlega átt heima á Hlemmi með anarkistum og pönkurum síns tíma. Að hertaka Alþingi með innihaldslausu málþófi sem pirrar yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar svo að fólk missir síðustu trú sína á heiðarleika íslenskra stjórnmála er skammarlegt !!!

Stefán (IP-tala skráð) 10.7.2025 kl. 10:24

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  ég tek undir það!

Jens Guð, 10.7.2025 kl. 10:39

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég er alveg ringlaður í þessu rugli öllu!

Jens Guð, 10.7.2025 kl. 10:41

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á strákinn sem settist fyrir framan píanóið og byrjaði að æfa sig en var ný kominn inn og mjög skítugur á höndunum. Mamma hans kom og skammaði hann fyrir að spila á píanóið með svona skítuga putta. Þetta er allt í lagi sagðí stráksi ég spila bara á svörtu nóturnar!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.7.2025 kl. 11:27

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  alltaf hefur þú frá einhverju skemmtilegu að segja.  Takk fyrir það!

Jens Guð, 10.7.2025 kl. 15:44

7 identicon

Alþingi er í heljargreypum, Alþingi er með böggum Hildar ... 

Stefán (IP-tala skráð) 10.7.2025 kl. 18:40

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 10.7.2025 kl. 18:45

9 identicon

Auðvald getur ekki alltaf haft betur gegn þjóðinni, gegn lýðræðiskjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Vilji þjóðarinnar hefur nú snúið niður uppreisnarfólk og varðhunda auðvalds sem vill ekki ganga með almenningi við uppbyggingu í landinu, heldur verja auðæfum sínum eingöngu í sig og sína, einoka sjávarúveginn og gera út fulltrúa sína á Alþingi sem nú hafa mátt lúta í lægra haldi fyrir þeim sem fólkið kaus og treysti til að gera nákvæmlega það sem nú hefur verið framkvæmt - Lengi lifi lýðræðið !

Stefán (IP-tala skráð) 11.7.2025 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.