Sér heiminn í gegnum tönn

  Margir kunna nöfn flestra sinna tanna.  Þar á meðal kannast ýmsir við augntönnina.  Á dögunum öðlaðist nafnið nýja og óvænta merkingu.  Forsagan er sú að öldruð kanadísk kona fékk sjálfsofnæmi.  Við það dapraðist sjón hennar dag frá degi.  Að lokum varð hún alblind.  Þetta var fyrir áratug. 

  Á dögunum gekkst konan undir tvær aðgerðir þar sem augnlæknir freistaði þess að endurheimta eitthvað af sjón hennar.  Það tókst með því að virkja tönn og linsu í augnbotni.  Aðgerðin var gífurlega flókin og erfið.  Nú sér hún útlínur,  hreyfingar og allskonar liti.  Sérlega ánægð er hún yfir að sjá svarta hundinn sinn dilla rófunni.      

Gail 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

,, Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn ,, segir í Mosebók. Nú er það auga fyrir tönn, tönn fyrir auga. 

Stefán (IP-tala skráð) 15.8.2025 kl. 11:31

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  heimurinn er orðinn ansi snúinn!

Jens Guð, 15.8.2025 kl. 12:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Horfðu á björtu hliðarnar" söng Sverrir Stormsker hérna um árið.  Bjarta hliðin í þessu máli er að sjálfsögðu sú að konan fékk nokkra bót meina sinna.  Ég get ekki annað en samglaðst konunni með þennan árangur......

Jóhann Elíasson, 15.8.2025 kl. 12:25

4 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  það er frábært að þetta sé hægt!

Jens Guð, 15.8.2025 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.