Týndi bílnum

  Anna Marta Guðmundsdóttir frænka mín á Hesteyri í Mjóafirði var komin yfir miðjan aldur er hún tók bílpróf.  Þökk sé Jóni Karlssyni frænda okkar.  Hann gaf henni bílpróf og bíl.  Fram að þeim tíma hafði hún haldið sig að mestu í Mjóafirði - ef frá er talið að einstaka sinnum fór hún með áætlunarbát til Neskaupsstaðar.  

  Komin á bíl brunaði Anna upp í Egilsstaði.  Þar blasti við reisulegur stórmarkaður.  Þangað hélt hún og gerði einhver spennandi innkaup.  Er hún kom aftur út á bílaplanið fann hún ekki bílinn sinn.  Enda margir bílar þarna hver öðrum líkari.  Eftir mikla leit og rölt gafst hún upp.  Hún fékk starfsmann búðarinnar til að hringja á lögguna.  Löggan kom og fann bílinn undir eins.  Hann var þarna á planinu.    

anna marta  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

,, Lífið getur kennt manni ýmislegt sagði marfló upp úr þurru í fjöruborðinu ,,

Mér datt í hug þessi setning úr kvæði eftir Birgi Svan Símonarson þegar ég rifjaði upp í huganum saga sem ég heyrði um Önnu Mörtu. Hún hafði keyrt á traktor yfir mann í fjöruborðinu í Mjóafirði og svo bakkað yfir hann. Marfló þessi gæti hafa verið þar.

Stefán (IP-tala skráð) 29.8.2025 kl. 11:32

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég man eftir þessu.  Maðurinn mölbrotnaði og var lengi rúmfastur á spítala.

Jens Guð, 29.8.2025 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband