Mistök

  Dægurlagamúsík á að vera lifandi.  Þannig er hún ekta.  Þannig fær hún að anda.  Hún er betri þegar örlítil mistök fá að fljóta með í stað þess að allt sé sótthreinsað og allir hnökrar fjarlægðir.  Hér eru nokkur dæmi - og gaman væri að fá fleiri dæmi frá ykkur:

  Minning um mann með Logum:  Þarna er sungið um mann sem drakk Brennivín úr stæk.  Orðið stendur með einhverju sem lyktar illa (stæk fýla).  Eða að einhver sé öfgafullur (stækur andstæðingur).  Lagið er eftir Gylfa Ægis.  Hann orti um mann sem drakk Brennivín úr sæ og söng það inn á kassettutæki.  Hann var í glasi og dálítið þvoglumæltur.  Söngvara Loga misheyrðist.

  Draumaprinsinn með Ragnhildi Gísla:  Lagið er í kvikmyndinni Í hita og þunga dagsins.  Á einum stað syngur hún um draumaprinsinn Benedikt.  Á öðrum stað er draumaprinsinn Benjamín.  Lengst af var skýringin sú að Ragga hafi ruglast á nafninu.  Einhver hefur haldið því fram að um meðvitaðan rugling væri að ræða. 

  Blue Suede Shoes með Carl Perkins:  Bilið (hikið) á milli fyrstu línu (Well, it´s one for the money) og annarrar (Two for the show) átti ekki að vera þarna.  Þetta voru mistök.  Carl var búinn með upptökutíma sinn og allan pening og gat ekki lagað mistökin.

  Life on mars með David Bowie:  Ef hækkað er í græjunum þegar píanóið fjarar út í lok lags má heyra símhringingu.  Einhver gleymdi að loka dyrunum á hljóðversklefanum. 

  Satisfaction með Rolling Stones:  Í lok hvers vers - rétt áður en gítar-riffið skellur á - má heyra pínulítinn smell þegar Keith Richards stígur á "effekta" fótstigið.  Enginn tók eftir þessu í tæka tíð.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Las einhvern tíma að John Fogerty hefði hlustað á lög sem hann var að semja úr kassettutæki sem var í bíl hans. Ef hann var ánægður með upptökuna út tækinu gaf hann lagið út annars þurfti hann eitthvað að laga það. 

Sigurður I B Guðmundsson, 19.9.2025 kl. 10:24

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir fróðleiksmolann.

Jens Guð, 19.9.2025 kl. 10:45

3 identicon

Einhverjir eru að tala um það að Snorri Óskarsson sé líklegur fulltrúi Israel í Eurovision söngvakeppninni næsta ár. Ég á erfitt með að trúa því, tel að hann myndi gjörsamlega klúðra atriðinu farðaður og glimmerklæddur, færi jafnvel að lesa upp einhverja þvælu úr Gamla textamentinu í stað þess að syngja.

Stefán (IP-tala skráð) 19.9.2025 kl. 10:47

4 identicon

Það að hlusta á upptöku í bílgræjunum gefur mjög góða mynd af því hvernig upptakan hljómar á plötunni. Þetta er þekkt.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.9.2025 kl. 10:51

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta eru tíðindi!

Jens Guð, 19.9.2025 kl. 11:03

6 Smámynd: Jens Guð

Jósef,  þetta er góð aðferð til sannreyna hvernig músíkin hljómi í bílútvarpi.

Jens Guð, 19.9.2025 kl. 11:08

7 identicon

Já Jens, það eru alltaf einhver tíðindi af Snorra gamla brennuvargi og brottreknum kennara, svo mikið ólíkindatól sem hann er. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.9.2025 kl. 12:41

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í laginu "Since I've Been Loving You" á þriðju Led Zeppelin plötunnni er áberandi ískur í trommunum. Þarna hefði einn olíudropi reddað málunum.

Wilhelm Emilsson, 19.9.2025 kl. 18:20

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En ískrið er líka svolítið skemmtilegt og ég myndi sakna þess ef það væri fjarlægt.

Wilhelm Emilsson, 19.9.2025 kl. 18:25

10 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 19.9.2025 kl. 18:26

11 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bob Dylan hefur þá afstöðu að tónlist á plötum þurfi að vera læv (lifandi, ekki dauðhreinsuð). Hans beztu plötur voru gerðar þannig, Highway 6 Revisited og fleiri. Desire frá 1976 hefur að geyma "Oh Sister". Þegar lagið deyr út má heyra fliss eða samtal í fjarska. Maður þarf að stilla græjurnar hátt til að heyra það.

Annars tók hann þá plötu upp tvisvar og líka "Blood On The Tracks" árið undan. (Tekin upp 1974, gefin út 1975).

Desire var fyrst tekin upp í júní og júlí 1975. Þá var hann með stóra hljómsveit, Eric Clapton og fleiri stórstjörnur. Allir töluðu um kaos í stúdíóinu. Ekkert kom út af viti. Ekkert af þessu hefur verið gefið út nema á búttlegum.

Svo tók Dylan upp aftur frá grunni Desire á þremur dögum í lok júlí 1975, og hafði rekið langflesta tónlistarmennina. Það svínvirkaði, örfáar tökur og þá var Dylan ánægður.

Nema fyrsta lagið, "Hurricane". Hann þurfti alltaf að breyta textanum. Það kom í ljós að boxarinn var sekur, og smáatriði röng í textanum, hann breytti textanum og þurfti að taka upp lagið fram í október 1975. Þá nennti hann þessu ekki lengur og sagði upptökustjóranum að splæsa saman tökum, sem hann gerði. Þannig kom lagið út í janúar 1976.

"Blood On The Tracks" var fyrst tekin upp í september 1974. Þegar bróðir hans heyrði hana í jólafríinu 1974 spurði hann:"Ætlarðu að gera enn eina kántríplötuna?" 

Dylan fór í hvelli í stúdíó og á tveimur dögum voru aðallögin tekin upp með meiri rokkblæ. Þá var allt komið rétt.

Sem dæmi um mismæli í Dylantextum má minnast á "Baby I'm In The Mood For You" frá 1962. Þá ber hann time fram einu sinni sem "Tim", á að vera "tæm". Hann lét það standa, enda innblásinn söngur og hressilegur að öðru leyti.

Ég er alveg sammála. Smágallar eru bara skemmtilegri. Jafnvel stórir. Tónlistin á 9. áratugnum eldist einmitt illa því þá var fólk farið að eyða mörgum mánuðum í upptökur, allt dauðhreinsað, flatt.

Síðustu plötur Dylans hafa allar verið unnar á frekar stuttum tíma, og fengið góða dóma.

Ingólfur Sigurðsson, 20.9.2025 kl. 00:02

12 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  bestu þakkir fyrir góðan fróðleik.

Jens Guð, 20.9.2025 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.