30.8.2007 | 23:22
Besti bloggarinn?
Í kvöld hringdi í mig Kalli Tomm, trommuleikari Gildrunnar og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar (www.ktomm.blog.is). Hann tjáði mér að á bloggsíðu sinni hafi ég verið kosinn besti bloggarinn. Af um 600 greiddum atkvæðum fékk mitt blogg næstum fjórðung.
Fyrir það fyrsta vil ég í auðmýkt þakka fyrir mig. Í öðru lagi vil ég deila þessum titli með Gurrí Har. Atkvæði skiptust það jafnt á milli okkar. Munaði bara nokkrum tilfallandi atkvæðum á lokasprettinum. Þannig var staðan nánast frá upphafi. Nokkur atkvæði til eða frá vógu salt lengst af og allt til enda.
Gurrí er frábær penni. Blogg hennar eru alltaf skemmtileg aflestrar. Alltaf. Hún heldur sama stíl, sama húmor og léttleika, út í gegn. Mín blogg eru mistækari. Stundum bulla ég heilu ósköpin. Jafnvel svo að gengur fram af mér, gamla manninum sem vill vera virðulegur eldri maður. Stundum er ég reiður gamall karl í baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og börnum. Stundum er ég bara músíkdellukarl með öfgakenndar skoðanir. Mjög öfgakenndar skoðanir. Hef óbeit á iðnaðarkenndu léttpoppi.
Í þriðja lagi hafna ég því að vera besti bloggarinn. Það eru margir mun betri bloggarar en ég. Hinsvegar get ég samþykkt að sumt af bullinu sem veltur upp úr mér hefur skemmtanagildi. Sem léttvægt bull. En það skorar ekki hátt á mælistiku gæða.
Í fjórða lagi er skoðanakönnun www.ktomm.blog.is bara léttur leikur. Til gamans gerður og engin ástæða til að taka þetta hátíðlega. En samt skemmtilegur leikur fyrst að ég er sigurvegari í þessum létta leik.
Í fimmta lagi eru skekkjumörk. Kalli Tomm er bloggvinur minn. Við eigum marga sameiginlega vini. Þeir lesa bloggið hans og bloggið mitt. En fara kannski ekki stóran blogglestrarhring út fyrir okkar blogg. Við Kalli eigum sameiginlegan áhuga á rokkmúsík. Höfum lifað og hrærst í rokkbransanum í áratugi. Blogg okkar eiga þess vegna samhljóm. Þar fyrir utan vakti ég athygli á skoðanakönnun hans í bloggfærslu hjá mér. Styrkti þar með stöðu mína umfram þá sem ekki gerðu slíkt. Miðað við að vikuleg innlit á blogg mitt eru jafnan 8000 - 10.000 þá skerpti ég á stöðunni með því að blogga um skoðanakönnun hans á meðan atkvæðagreiðsla stóð yfir.
Eftir stendur að þetta er samkvæmisleikur. Ég er að sjálfsögðu ekki verulega ósáttur við niðurstöðuna. En vísa á skekkjumörkin. Jafnframt vísa ég á að flest önnur blogg sem til greina komu eru skemmtilesning: Jóna Á. Gísladóttir, Ásthildur Cesil, Jón Steinar, Katrín Snæhólm, Jenný, vélstýran, Anna Ólafs og, sorrý, ég er áreiðanlega að gleyma einhverjum.
Flokkur: Bloggar | Breytt 31.8.2007 kl. 11:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
Nýjustu athugasemdir
- Sparnaðarráð: Guðmundur (#9), takk fyrir það. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Til frekari fróðleiks má geta þess að grafít hefur ekkert nærin... bofs 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Guðmundur, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Stefán, Gyrðir kann að orða hlutina. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Ritblý er þrátt fyrir heitið reyndar ekki gert úr frumefninu bl... bofs 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Það er nú einhver framsóknarfnykur af þessu sparnaðarráði, sama... Stefán 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Sigurður I B, frábært viðhorf hjá kellu! jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Jóhann, fiskur er orðinn svakalega dýr. Ekki síst blessuð ble... jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Þetta minnir mig á..... Kona var spurð um allar þessar bensínhæ... sigurdurig 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Ég er alveg hættur að borða bleikju, aðallega vegna verðsins. ... johanneliasson 2.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 203
- Sl. sólarhring: 416
- Sl. viku: 1229
- Frá upphafi: 4133894
Annað
- Innlit í dag: 170
- Innlit sl. viku: 1033
- Gestir í dag: 167
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta Jens. Þú ert ekki bara skemmtilegur bloggari heldur ertu líka svo bráðskemmtilegur og fræðandi í kommentum. Athugasemdirnar hjá þér eru oft eins og aukablogg. Takk fyrir mig. Þú ert vel að titlinum kominn
Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 23:30
Hjartanlega til hamingju með titilinn
Herdís Sigurjónsdóttir, 30.8.2007 kl. 23:32
Takk, takk. Ég er montinn og hrokafullur að eðlisfari. Það var ekki á bætandi. Nú rignir upp í nefið á mér næstu daga.
Jens Guð, 30.8.2007 kl. 23:36
Til lukku með titilinn, þú ert nú mestmegnis skemmtilegur
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 23:44
Til hamingju samt sem áður :)
Ragga (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:49
Kæri Jens.
Ég verð að sjálfsögðu að koma með athugasemd á þína síðu.
Mikið tel ég þig vel að þessari heiðurs nafnbót kominn. Besti bloggari Íslands. Þú nefnir hér í færslu þinni nöfn góðra bloggvina okkar sem ég er hjartanlega sammála um að eru öll frábærir bloggvinir, skemmtilegir pennar og mannbætandi fólk. Sérðu bara hvað ríkir góður andi á milli okkar allra. Ég segi bara eins og Herdís samstarfskona mín í bæjarstjórn. Eigum við ekki að stefna að bloggvinamóti næsta sumar?
Í keppni sem þessari er samt bara einn sigurvegari og það varst þú að þessu sinni og ég vil biðja þig um að njóta þess, ég held að við öll séum sátt við úrslitin.
Til hamingju minn kæri. Ég kíki til þín næstu helgi með verðlauna gripinn sem er bara glæsilegur. Einu kröfurnar eru að þú hættir allri feimni og hlédrægni og það verður sett mynd á þína heimasíðu þegar þú tekur á móti listaverkinu sérsmíðaða handa þér.
Bestu kveðjur og innilega til hamingju Jens Guð, þú ert vel að þessu kominn.
Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 30.8.2007 kl. 23:51
Heyrðu gamli skröggur!
Okkar kynni ná nú um 15 ár aftur í tímann, en ég held að þetta sé það EINA leiðinlega sem út úr þér hefur komið! ERt svo ánægður með þig, að það hálfa væri nóg, gengur ekkert að reyna að leyna ví og það þótt þú farir í marga hringi til þess hahahaha!
Annars vil ég nú minna rækilega á það, að Gurrí gellan er engu minni, bara alls ekki minni, rokkari en þið verðandi "Bæjóinn" í Mosó!
Megadeth og Metallica m.a. í tónleikasafninu hennar á sl. árum!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 23:55
Endilega settu Þorraþræl með Alsælu í tónlistarspilarann hjá þér, gott mál og fyrirfram takk !
Ég hef þá skoðun að ekkert sé "best" í þessum heimi og finnst það kjánalegt þegar fólk slær fram hugtakinu "best" með hvað sem er, ekkert er til sem er "best" að mínu mati.
Hinsvegar finnst mér hugtakið "eitt af því betra" meira sannngjarnt um hvað sem er.
Þannig að bloggsíðan hjá þér minn kæri Jens, er að mínu mati ein af betri bloggsíðum sem ég hef lesið ásamt nokkurum öðrum, allar ólíkar en nokkuð góðar.
Það væri fáraánlegt að velja eina ákveðna síðu úr af kannski 10 góðum og ólíkum síðum, sem endilega bestu síðuna, það er ósanngjarnt.
Ég hef aldrei skilið þessa dómgleði hjá fólki með hugtakið "best".
Ég les síðuna þín hvern dag og finn alltaf eitthvert lesefni við hæfi. Samt óska ég þér til hamingju með þennan titil.
Kveðja, Steinn.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 00:02
Þú gekkst í Gildruna, Jens. Nú, þegar þú ert orðinn frægur, fara að birtast myndir og "fréttir" af þér í slúðurdálkum blaðanna og tímaritanna, "stónd og nærbuxnalaus undir stýri" hér og þar ásamt Britney spírunni og Parísardömunni.
Steini Briem (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 00:02
það er engin feimni eða hlédrægni í gangi. Þvert á móti er ég svo montinn að ég er farinn að sötra nokkra Villa (kalda bjóra).
Maggi, þú segir mér góð tíðindi að Gurrí hlusti á Megadeath og Metallicu. Sjálfur á ég nokkrar plötur með báðum hljómsveitunum. Nennti að vísu ekki á hljómleika Metallicu í Egilshöll. Ég er haldinn þeirri fötlun að missa áhuga á hljómsveitum þegar þær fara í yfirstærð. Sæki þeim mun betur hljómleika minni spámanna. Það er þó kannski ekki hægt að kalla Megadeath minni spámenn. Samt fór ég hljómleika þeirra á Nasa. það var skemmtilegt dæmi. Verra var að þeir töluðu lítið sem ekkert á milli laga.
Fyrir mörgum árum tók ég símaviðtal fyrir barna- og unglingablaðið Æskuna við Lars Ulrich, trommara Metallica. Mér til undrunar vissi hann margt um Ísland. Þrátt fyrir að ég eigi margar plötur með Metallicu þá höfðar Megadeath meira til mín. Sennilega vegna þess að sú hljómsveit er ekki í sömu yfirstærð og Metallica.
Jens Guð, 31.8.2007 kl. 00:12
Verð að kommenta hér líka: Til hamingju - aftur
Mér finnst alltaf skemmtilegt að lesa bloggið þitt. Eitt veit maður alltaf, það er hvar maður hefur þig - þú ert hreinn og beinn - og virðist skrifa spontant það sem þér dettur í hug hverju sinni. Það gerir það af verkum að færslurnar verða stundum dálítið on the edge en alltaf lifandi. En nú má ég ekki vera að því að mæra þig meira af því ég er að fara að horfa á gott létt popp í sjónvarpinu (óbeitina þína
) Og BTW úr því ég nefni létta poppið: Við verðum nú einhvern tímann að taka gott rifrildi um svoleiðis tónlist Jens Guð 
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 00:12
Er þetta nú ekki dálítið keimlíkt því að vera kosinn mesti sauðurinn í réttinni ?
En ég er nú á því að þessi niðurstaða sé ekkert allt of ósanngjörn svona af því sem að ég les af moggeríisbloggeríi. Ég viðurkenni náttúrlega fúslega veikleika minn í því að óskundast reglulega á athugasemdakerfi þínu, það hlýtur náttúrlega að segja sitt.
Þú hefur skemmtilega frásögu, góðann húmor, ákveðnar skoðanir, & ert ósmeykur við að halda þeim fram. Það er alltaf gaman að vísitera bloggið þitt.
Að gera upp á milli ykkar sauðanna tveggja þarna í þetta vænum gimbrahóp er dáldið eins & að ákveða hvaða listgrein er merkilegust & þykjast geta rökstutt það.
En að taka mark á fólki sem að býr viljandi í Mosfellsbæ ?
Er það hægt, eða er það hratt & eru hringtorg?
S.
Steingrímur Helgason, 31.8.2007 kl. 00:19
Anna, ég er meira en til í að rífast um músík. Það eru mínar ær og kýr að rífast um músík. Ég læt ekkert tækifæri ónotað að rífast um músík. Hlakka bara til að rífast við þig um það.
Mig skortir allt sem flokkast undir að vera "diplómatískur". Er bara ruddalegur en sé þó eftir mörgu sem ég hef sett á prent í áranna rás. Hef öðlast örlítinn félagslagan þroska á gamals aldri. Vel að merkja umfram það sem áður var. En hef samt ekki tekið miklum framförum í þeirri deild.
Steingrímur, þínar athugasemdir eru alltaf velkomnar hér. Þær hressa ætíð upp á umræðuna. Þú ert bara snillingur og frábært að fá ádrepur frá þér. Ég kann vel að meta þær.
Jens Guð, 31.8.2007 kl. 00:36
Jens!!!!!!!!
Ég sé um besta bloggarann, þú sérð um undirbúning á bloggvina mótinu og skipar jafnframt skemmtinefnd.
Ég skal vera þér innan handar.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 31.8.2007 kl. 00:44
Heill og sæll. Jens og aðrir skrifarar !
Jens! Innilegustu hamingjuóskir, með þennan merka áfanga; á lífsgöngu þinni. Njótir þú; sem og slekti þitt allt, ríkulega upphefðar þessarrar. Karl Mosfellingur, á jafnframt heiður skilinn; fyrir forsorgun sína, og artir góðar til þess rycktis, sem spjallsamfélagið er.
Skorum nú, hér með; á þann horska pilt; Karl Mosfelling Tómasson, að hann tendri nú með sér þær kenndir; að fá Hádegismóa samfélagið til þess, að kasta út engelska orðskrípinu ''blogg'', og taki upp alíslenzkt orðtak, fyrir íþrótt þá, sem orðgnóttin og andagift ýmis; blæs svo mörgum hér í brjóst, að nokkru.
Með ítrekuðum kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 01:19
Til lukku með titilinn!!
Heiða B. Heiðars, 31.8.2007 kl. 01:48
Takk fyrir hamingjuóskir. Hvaða íslenskt orð er hentugt yfir blogg?
Jens Guð, 31.8.2007 kl. 01:57
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 07:30
Vill einhver benda mér á betri bloggara ?
Innilega til hamingju Jens minn. Þetta var góður sigur hjá þér og vasklega mælt fyrir móttöku viðurkenningar, þeir hefði ekki getað gert betur á Óskarnum, Eddunni, Golden Globe og hvað þetta nú allt saman heitir.
Víste ertu vel að þessum titli kominn. Ég er rosalega montin yfir að komast á blað hjá honum Kalla. Sannkallaður heiður.
Og auðvitað var þetta bara skemmtilegur leikur, en öllu gamni fylgir nokkur alvara víst er um það. Og Karl á heiður skilinn fyrir að koma með skemmtilegt efni fyrir okkur öll, og auðga þannig bloggið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 09:10
blogg = krot er það ekki ágætt nafn...
Til hamingju, ég tók ekki þátt svo engar illdeilur yrðu ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 13:55
Vel að þessu kominn held ég, þetta er allavegana það blogg sem ég skoða oftar en önnur af einhverjum ástæðum.
Hef sama ofsa-ofnæmi og þú fyrir sykurhúðuðu léttpoppi
Georg P Sveinbjörnsson, 31.8.2007 kl. 15:26
umm, ég var nú að vona að þú myndir vinna þarsem mér finnst þitt blogg ekta skemmtiblogg og eiginlega langbest, það er alltaf hægt að lesa það. en hin bloggin eru líka fín, sérstaklega Jenný og Gurrí. Ég kaus samt ekki - en til hamingju
halkatla, 31.8.2007 kl. 17:00
Þar sem að Ég vann ekki -og var eigi heldur á kjörskrá , þá er ég mjög sáttur við að þér hafið unnið þessa kosningu-
Innilegar hamingju óskir til yðar.
Halldór Sigurðsson, 31.8.2007 kl. 18:34
Óska þér til hamingju, er ekki veðrið betra, maturinn gómsætari og bjórinn áfengari eftir sigurinn? Hehe, vel að þessu kominn kallinn minn. Allesatt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 19:39
Ég þakka hlý orð. Nú átta ég mig á því af hverju fegurðardrottningar fara alltaf að gráta þegar þær eru krýndar. Reyndar er ég brosandi fremur en grátandi. En veit samt hvernig þeim líður. Ég er að reyna að láta þetta ekki stíga mér til höfuðs. Það gengur illa.
Jens Guð, 31.8.2007 kl. 20:04
Ætlar þú ekki að fara að bjarga öllum littlu börnunum nú þegar þú ert orðin krýndur
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 22:52
Jú, DoctorE. Ég ætla að bjarga öllum littlu börnunum. Síðast í dag bætti ég við mig "fósturbarni" í Úganda. Tók að mér að kosta nám ungrar stelpu þar svo lengi sem hún vill vera í skóla. Hún er fimmta barnið sem ég aðstoða á þennan hátt. Og hvet aðra til þess sama. Reyndar hef ég alltaf klúðrað því að skrifa þessum börnum. Skamm, skamm. En þau skrifa mér og láta mig fylgjast með framvindu mála.
Jens Guð, 31.8.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.