Af hverju tók Samkeppniseftirlitið hálfan kassa?

  Guðmundur Marteinsson,  framkvæmdarstjóri Bónus,  sagði ítrekað í útvarpsfréttum í gær og í Fréttablaðinu í dag að Samkeppniseftirlitið hafi afritað tölvugögn og einnig tekið með sér hálfan kassa af pappír.  Þetta er dularfullt.  Af hverju tók Samkeppniseftirlitið ekki heilan kassa?  Fannst enginn heill kassi í Bónus?  Hvorn helminginn af kassanum tók Samkeppniseftirlitið?  Hægri helminginn eða þann vinstri?  Eða efri hlutann,  þennan með lokinu?  Eða botninn?  Það verður að fást botn í þetta.  Tók Samkeppniseftirlitið líka hálfan kassa hjá Krónunni?  Til samanburðar eða til að púsla saman í heilan kassa?

 

 


mbl.is Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Bónus og Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næst taka þeir með sér hálfan kassa af bjór og málið er dautt.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þeir fundu ekki meira... bónus og krónan hafa haft 2 vikur til þess að fela sönnunargögnin.. hlægileg aðgerð.

Óskar Þorkelsson, 16.11.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Nuisance

Orðhengilsháttur og ekkert sniðugt!

Nuisance, 16.11.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Var eitthvað meira en þessi hálfi kassi á staðnum?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.11.2007 kl. 17:55

5 identicon

Vissulega dularfullt.

 Annars Óskar, ríkið þarf að setja svona leikþátt upp, þá fær almenningur á tilfinninguna að það sé að gera e-ð í málunum ;)  (þessi 5 % sem sjá í gegnum þetta er fórnarkostnaður)

ari (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.