Frábært framtak

  Það var gott uppátæki hjá Samtóni að veita viðurkenningargripinn Bjarkarlaufið á degi íslenskrar tónlistar.  Samtónn eru samtök allra rétthafa tónlistar á Íslandi.  Sömuleiðis var vel við hæfi að heiðra Árna Matthíasson með Bjarkarlaufinu.  Árni hefur verið manna ötulastur og áhugasamastur við að kynna og styðja við bakið á íslenskri tónlist.   

  Í meira en tvo áratugi hefur Árni skrifað um íslenska tónlist í Morgunblaðið.  Líklega hefur hann álíka lengi farið fyrir dómnefnd Músíktilrauna Tónabæjar.  Það starf fer saman við áhuga hans á grasrótinni í músíksenunni.  Jafnframt hefur Árni fylgst náið með útrás íslenskra tónlistarmanna á heimsmarkaði og leyft lesendum Morgunblaðsins að fylgjast með.  Til viðbótar skráði Árni og gaf út í bókarformi sögu Sykurmolanna. 

  Það er ánægjulegt að Samtónn skuli á þennan hátt sýna í verki að starf Árna sé metið að verðleikum. 


mbl.is Árni Matthíasson hlaut Bjarkarlaufið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni er snillingur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, hann er frændi minn!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 03:37

3 identicon

Þú ert nú líka snillingur, Magnús minn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, alls ekki, bara Meistari!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.