Anna á Hesteyri - nýkomin með bílpróf - V

  Anna frænka mín á Hesteyri í Mjóafirði var um sextugt þegar einn frændi okkar tók sig til og gaf henni bílpróf og bíl.  Ég hef áður sagt frá því hvernig Önnu gekk í bílprófinu og set hlekk á eldri færslur um hana hér fyrir neðan.  Anna er með góða eðlisgreind en er að sumu leyti barnaleg.  Áreiðanlega vegna þess að hún ólst upp í einangrun sem einkabarn,  gekk ekki í skóla og móðir hennar var ekki heil heilsu andlega.

  Nýkomin með bílinn í Mjóafjörð ákvað Anna að bregða sér upp á Hérað.  Vegurinn frá Hesteyri og upp úr Mjóafirði var einbreiður og lélegur malarruðningur.  Það var kannski þess vegna sem Anna vandi sig strax á að gíra bílinn aldrei hærra en í annan gír. 

  Þegar Anna nálgaðist Egilsstaði var hún skyndilega komin á þennan fína tvíbreiða malbikaða veg.  Anna tók þá upp á því að keyra eftir miðjum vegi.  Þetta skapaði bílum erfiðleika við að mæta henni eða taka fram úr.  Þó að þetta væri fyrir daga bílsíma þá gerði einhver lögreglunni viðvart um uppátækið.

  Lögreglan á Héraði ók á móti Önnu,  stöðvaði hana og spurði hvers vegna ó ósköpunum hún keyri á miðjum vegi.  Anna svaraði eitthvað á þessa leið:

  - Vegna þess hvað vegurinn er breiður og góður og plássið nóg þá datt mér í hug að það gæti verið gaman að leyfa bílstjórum annarra bíla að ráða því hvorumegin þeir vildu mæta mér eða taka fram úr.      

  Lögreglumennirnir bentu Önnu á að það væru þegar í gildi sérstakar umferðarreglur um þetta.  Þá rankaði Anna við sér og sagði:  "Þarna er komin skýringin á því hvers vegna allir flautuðu svona mikið á mig."

  Hún bætti því við að hún hafi ekki munað eftir þessum umferðarreglum þegar henni datt skemmtilegi umferðarleikurinn í hug.  Hún baðst afsökunar á því og samningar gengu greiðlega um að hún myndi aldrei bregða á þennan leik aftur. 

   Eldri sögur af Önnu:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/409355


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha æðislegar sögur af Önnu frænku þinni...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehehe.. algjör gella þessi Anna frænka þín

Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: halkatla

Önnu sem forseta  og Jens þú getur verið borgarstjóri

halkatla, 24.1.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Prófa allan veginn, þessi elska . Hvað skildi Önnu finnast um Borgarstjóraskipin og valdaránið í Reykjavík? Hún hefur örugglega skoðanir á því

Jens, sást þú mig? Ég var ekki viss en sýndist það

Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2008 kl. 03:11

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Anna i Mjoafirdi er mognud kona.

Jens Sigurjónsson, 24.1.2008 kl. 03:42

6 Smámynd: Jens Guð

  Ása,  Ingibjörg og Jens,  hún er bara snillingur þessi kona.

  Anna Karen,  nú er hún nafna þín á Hesteyri um eða yfir áttrætt.  Þó að hún yrði frábær forseti þá er ég ekki viss um að þetta sé rétti tíminn á sama tíma og maður gengur undir manns hönd við að koma henni á elliheimili.  Skrokkurinn er mikið til búinn,  hún hefur fitnað heldur mikið og er orðin léleg til gangs.

  En ég get orðið borgarstjóri fyrir því.  Reyndar virðist mér sem það sé offramboð á mönnum í það embætti.  Ég fer þá bara í einhverjar nefndir á vegum borgarinnar þangað til um hægist með ásókn í borgarstjórastólinn.

  Eva,  það er alveg klárt að Anna hefur miklar skoðanir á örum meirihluta-/minnihlutaskiptum í borgarstjórn.   En ekki get ég spáð því hvaða skoðanir það eru nákvæmlega.  Skoðanir hennar á ýmsu eru ferskar og á skjön við skoðanir annarra.

  Hvenær ætti ég að hafa séð þig?  Ég er reyndar hálf sjónlaus vegna nærsýnis og fjarsýnis.  Það er þétt þoka hvert sem ég horfi.  Þannig að ég sé aldrei nokkra manneskju til að kannast við.  Bara útlínur á fólki.  Þú mátt endilega heilsa mér ef þú rekst á mig.

Jens Guð, 24.1.2008 kl. 05:18

7 identicon

Þarna kom saga og það skemmtileg,manni finnst bara vænt um hana Önnu á Hesteyri örugglega einlæg og góð kona.   Jens Takk fyrir skemmtilegar stuttsögur þínar.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:46

8 identicon

Anna á Hesteyri er Íslendingur af gamla skólanum, eins og ég ólst upp hjá, en ekki grenjuskjóða og vælukjói af nýja skólanum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:00

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:46

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skemmtileg saga..  

Gaman væri að fá að heyra um skoðanir hennar á borgarstjórn reykjavíkur við tækifæri.

Óskar Þorkelsson, 24.1.2008 kl. 16:09

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Anna er 'naive' sama sem hrekklaus. Veistu til þess að hún hafi málað myndir eða skapað eitthvað? Þá væri hún í góðum málum.

Jens: þetta hefur þá ekki verið þú, en ef ég sé þig eða þann mann aftur ætla ég að kynna mig. Ég var á útleið eftir afmælistónleika Janis Joplin á Organ, sá ekki vel þó edrú væri. 

Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:08

12 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  það þarf að minnsta kosti engin lögga að brúka þvaglegg á Önnu til að sannreyna hvort hún sé ölvuð.  Áfengi hefur aldrei farið inn fyrir hennar varir og hún er mjög andvíg áfengi.  Svo mjög að hún hefur skilti úti á túni hjá sér með þeim texta að öll meðferð áfengis sé stranglega bönnuð á Hesteyri.  Það spaugilega er að hún þekkir ekki áfengislykt né ölvunareinkenni.  Þess vegna hafa blindfullir rónar dvalið hjá henni vikum og mánuðum saman án þess að Önnu svo mikið sem gruni að þeir séu fullir.

  Númi,  þær koma fleiri sögurnar af Önnu.  Ég vil bara ekki koma með þær of þétt til að fólk fái ekki leiða á þeim.

  Stein,  satt segirðu.

  Linda,  takk fyrir innlitið.

  Óskar,  á tímabili hringdi rás 2 vikulega í Önnu og fékk hjá henni viðhorf til þess sem hæst bar hverju sinni.  Sama gerði Fréttablaðið um tíma.  Í báðum tilfellum kom margt broslegt fram,  svo ekki sé meira sagt.

  Eva,  Anna hefur alla tíð teiknað mikið.  Sendibréf frá henni og umslög eru jafnan þakin teikningum.  Einnig hefur hún búið til myndverk úr skeljum,  kuðungum og þess háttar.  Ég man ekki hvort að Vigdís forseti heimsótti Önnu í opinberri heimsókn til Austfjarða á sínum tíma.  En ég man eftir að dagblöðin birtu ljósmyndir af þeim stöllum þar sem Anna færði henni einn af þessum skeljaplöttum sínum.

  Ég fór ekki á Janis Joplin hljómleikana.  Ætlaði en man ekki hvers vegna ekkert varð úr því. 

Jens Guð, 24.1.2008 kl. 18:04

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Það verður að passa uppá verkin hennar Önnu, aldrei að vita. Naive-istar eru í miklu uppáhaldi hjá sumum listfræðingum.

Ok, þá veit ég það og hef ekki hugmynd.

Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2008 kl. 19:36

14 Smámynd: Jens Guð

  Gamli listafræðikennarinn minn í Myndlista- og handíðaskóla Íslands,  Björn Th.  Björnsson,  hélt því fram að nævismi sé eina myndlistarformið sem ekki er hægt að "feika". 

Jens Guð, 24.1.2008 kl. 20:21

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta var áhugavert hjá meistara Birni Th. Við eigum honum mikið að þakka. Það er vert að athuga með Önnu.

Það sést svo greinilega að verk naivei-sta eru umfram allt hjartfólgin og kær. Einhver þráhyggja og ást. Veit að þeir velja sér oft sama viðfangsefnið í allskonar útfærslum, teikningu og litum.  Listamenn opinbera sig hver á sinn hátt. Median nær út fyrir gröf og dauða.

Maður ætti kannski að reyna að 'feika' naive-ista og koma svo og mala gull

Eva Benjamínsdóttir, 25.1.2008 kl. 01:23

16 identicon

Það er illa gert að ætla að senda hann Jens í borgarstjórn, hníflausan manninn.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.