Kennaramorð

  Sex ára frænka mín hóf nám í grunnskólanum.  Hún hefur sterkt og afskaplega ríkt hugmyndaflug.  Í hennar huga stækka hlutirnir og verða sveipaðir ótrúlegasta ævintýraljóma.  

  Í aðdraganda skólagöngunnar viðurkenndi pabbi hennar að hann hafi stundum verið óþekkur í skólanum.  Hann hafi lent í útistöðum við kennarann.  Stelpan rak upp stór augu.  Svo kom skólasystir hennar í heimsókn.  Þær spjölluðu um skólann.  Pabbanum var illa brugðið er hann heyrði dótturina einlæga og alvörugefna segja:  "Pabbi var rosalega óþekkur í skóla.  Hann steindrap kennarann!" 

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á að þegar vinkonur voru að metast um hvor pabbi þeirra væri sterkari sagði önnur: Hefur þú heyrt um Dauðavatnið? Já, svarið hin. Já það var pabbi minn sem drap það!

Sigurður I B Guðmundsson, 6.3.2024 kl. 11:08

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  frábær saga!

Jens Guð, 6.3.2024 kl. 11:57

3 identicon

,, We don t need no edication,

we don t need no thought control,

no dark sarcasm in the classroom.

Teachers leave them kids alone.

Hey ! Teachers ! Leave them kids alone. 

Stefán (IP-tala skráð) 6.3.2024 kl. 12:50

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Pink Floyd góðir!

Jens Guð, 6.3.2024 kl. 13:12

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stelpan hefur verið ansi góð.  Það er oft betra fyrir menn að  hafa "taumhald á tungunni"................. wink

Jóhann Elíasson, 6.3.2024 kl. 14:41

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  svo sannarlega!

Jens Guð, 6.3.2024 kl. 14:45

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Átti að sjálfsögðu að vera DAUÐAHAFIÐ.

Sigurður I B Guðmundsson, 6.3.2024 kl. 22:27

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Frábær saga, Sigurður!

Wilhelm Emilsson, 6.3.2024 kl. 23:24

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og líka sú sem Jens sagði, að sjálfsögðu!

Wilhelm Emilsson, 6.3.2024 kl. 23:25

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 7),  ég las þetta reyndar sem Dauðahafið laughing

Jens Guð, 7.3.2024 kl. 06:12

11 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm (# 9),  takk fyrir það.

Jens Guð, 7.3.2024 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.