20.2.2008 | 20:02
Fréttablaðið með rosa "skúbb" á morgun
Fréttablaðið hefur verið á blússandi siglingu að undanförnu. Efnistök sífellt hnitmiðaðri, betur skrifuð, áhugaverðari og skemmtilegri. Rannsóknarblaðamennskan hjá Fréttablaðinu er til fyrirmyndar. Þar eru svör fundin og birt við spurningunum sem heitast brenna á landsmönnum hverju sinni.
Undanfarnar vikur hefur ein spurning verið á allra vörum í heitum pottum sundlauga, saumaklúbbum og hverfispöbbum. Hún er: "Hvað borðar Jens Guð í morgunmat?" Á morgun upplýsir Fréttablaðið - fyrst íslenskra fjölmiðla - allt um málið.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.6%
With The Beatles 3.9%
A Hard Days Night 3.7%
Beatles For Sale 3.9%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.7%
Revolver 14.9%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.2%
Magical Mystery Tour 2.5%
Hvíta albúmið 9.6%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.4%
Yellow Submarine 2.1%
436 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 45
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 1135
- Frá upphafi: 4122050
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 919
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Svar: Jensinn fær sér aldrei morgunmat, því hann vaknar ekki fyrr en eftir hádegi og þá fær hann sér eina bjórkippu til að halda skorpulifrinni í skefjum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:12
Sá Kastljósið og þú varst næstum ekkert kjánalegur. Helgi var hálf kjánalegur þegar þú útlistaðir notagildi sóttherinsivökvans.....;-)
Vilborg Traustadóttir, 20.2.2008 kl. 20:13
.....sem er kannski morgunmatur????
Vilborg Traustadóttir, 20.2.2008 kl. 20:14
Flottur í Kastljósinu Jens. Mæli með ajax til hreingerninga það bæði lyktar betur og er ódýrara en þetta sem þú notar. Kveðja Erna.
Erna, 20.2.2008 kl. 20:21
Þú rúlar eftir þetta Kastljós. Þetta með skorpulifrina var frekar sannfærandi, sérstaklega þegar fór að líða á og talið barst að bjórnum
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:30
Bjór er sumsé ekki áfengi, ojæja, hann er böl samt.
Kúturinn annars bara sætur & fínn í sjónvarpinu.
Nú verður maður að sníkja fríblaðið fyrramáls.
Steingrímur Helgason, 20.2.2008 kl. 20:34
Þú varst barasta flottur elsku Jens,til lukku með þetta.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.2.2008 kl. 20:47
Silfurskotturnar allar komnar með skorpulifur út af sótthreinsileginum notadrjúga.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:48
Missti af þér var í sundi með fjölskyldunni, en ætla að hlusta á eftir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:28
Búin að taka upp og klippa. Þetta eru 26,7 MB, svolítið stórt í flutningum - en það má reyna. Ziping minnkaði mjög lítið, breytir engu. Nú vantar mig netfangið þitt. Ef þú vilt ekki setja það hér sendirðu mér bara póst. Mitt er í skránni.
Svo seturðu þetta auðvitað á bloggið þitt - nema hvað!
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:44
Lára, netfangið hans Jens er j.gud@simnet.is
Það er ekkert leyndó. Ekki lengur alla vega.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:55
þú varst flottur í Kastljósinu í kvöld
kv. Anna Þorkels
Anna Þorkels (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:57
Takk, Steini... ekki leyndó lengur... Ég sendi honum þetta þá bara... ef tölvurnar leyfa svona stórt viðhengi. Hef aldrei sent svona stórt áður en einhvern tíma er allt fyrst. Læt vita hér ef það tekst ekki.
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:58
Þú varst góður í Kastljósinu í kvöld. Sá sem er með skorpulifur drekkur bara minna, ekki satt?
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.2.2008 kl. 22:07
Um að gera að senda kallinum þetta, Lára. Þú sást nú hvað hann er með öflugar græjur, innan um allar silfurskotturnar og sótthreinsilöginn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:08
hélt þú værir yngri af myndini að dæma, en virðist voða gamall maður eftir kastljósþáttin. en bloggaðu samt áfram, þú ert frábær
Haukur Kristinsson, 20.2.2008 kl. 22:17
Sendingin fór í gegn hjá mér, Steini... svo er bara að frétta hjá Jens hvort hún fari í gegn hjá honum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:19
Hey flottur í Kastljósinu!
Ragga (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:25
Á enn eftir að sjá Kastljós ... en þú lítur út fyrir að vera hafragrautsmaður og fá þér gúlsopa af lýsi!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2008 kl. 22:29
Jensinn fer nú jafnlétt með að taka á móti þessu 27 marka pródúkti þínu eins og lömbunum í Hjaltadalnum, því hann er með nettar hendur, eins og skagfirsku rollurnar minnast enn, fröken Lára. Hann kemur væntanlega af tónleikunum bráðum og segir okkur fréttir af Nojurunum Bubba í boxi og Geir Haarde í boxer.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:40
Þetta er stærra í sendingu, það eru viðhengi alltaf. Þótt viðhengið hafi verið 27 á disknum er það 37,5 þegar það er sent. Ég hef ekki fengið í hausinn tilkynningu um að pósturinn hafi ekki komist til skila svo við vonum bara það besta.
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:43
Kallinn verður kannski að hætta að blogga út af þessu atriði, fröken Lára.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:46
Ætli kallinn hætti nú ekki seint að blogga... En hvaða atriði ertu að tala um annars?
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:54
Ef þessi sending þín stíflar burðarliðinn hjá Jensanum, meinti ég, fröken Lára. Ef innpúttið stíflast verður ekki um neitt átpútt að ræða hjá kallinum, jafnvel fram á mitt sumar.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:08
Skemmtilegt kastljós.
Mikið vildi ég að þú tækir inn ginsengið í morgunmat sem ég gaf þér.
Besta kveðja
Sigurður Þórðarson, 20.2.2008 kl. 23:13
Engin hætta á stíflu - annað hvort fær hann þetta eða ekki. Gæti tekið tíma að hlaðast inn, fer eftir hraða tengingarinnar hjá honum. Og eftir Kastljósið í kvöld getur hann ekki hætt að blogga - þótt hann gjarnan vildi sem hann vill nú örugglega ekki!
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:13
Ég ætla bara að taka það fram að ef að Jensinn bloggar ekki frameftir nóttu, þá er það Láru Hönnu að kenna & hennar velmeinandi magnpóstsendíngum.
Lára Hanna, hann hefði líkast til alveg sætt sig við 100 kb. .jpeg mynd af þér brosandi í besta formi, ef ég þekki rétt til.
Steingrímur Helgason, 20.2.2008 kl. 23:24
Ég sé að Jens er byrjaður aftur að blogga, þannig að átpúttið er greinilega ennþá í lagi hjá honum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:24
Ertu að senda honum þetta á hljóðformi eða er þetta myndræn upptaka af viðtalinu, ágæta Lára Hanna?
Væri gaman að vita það og þá sömuleiðis hvort Jens getur þá spilað þetta ef það nær þá í gegn. Það er nú ekki endilega víst.
En gætir þá bara væntanlega bara brennt þetta á kringlu handa honum, ef Helgi gerir það þá ekki bara fyrir hann!?
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 23:29
Horfði á þig í Kastljósinu. Góður þar eins og á blogginu
Steinn Hafliðason, 20.2.2008 kl. 23:30
Bíðið bara rólegir, strákar mínir... Jens er að græja þetta trúi ég.
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:41
hvar er kallinn? ekki hægt að hann svari ekki. ég vill svar frá kallinum NÚNA!!!!!!!, sakna hans
Haukur Kristinsson, 20.2.2008 kl. 23:58
Við Steingrímur erum allavega rólegir hygg ég, fullvissa þig um það kæra L.H. Hann var svo bara að grínast þarna áðan, er reyndar fjölfróður refur um tölvur grunar mig og fær meira að segja borgað fyrir að vera það!
Sjálfur veit ég svo sitt lítið af hverju, en geri annnars ekki mikið úr því!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 23:59
Steingrímur... iss, 100 kb .jpeg er bara passamynd! Hann getur séð slíka hér á blogginu. Allt annað mál ef um væri að ræða 100 MB plakat...
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 00:02
Það eru Silfurskottur þar sem ég vinn og ég fæ mig aldrei til að sálga þeim
Flottur annars í Kastljósinu...ég hafði góða skemmtun af
Rúna Guðfinnsdóttir, 21.2.2008 kl. 00:14
Steini, ég ætla ekki að skemma "skúbbið" fyrir Fréttablaðinu. En bjórinn drekk ég ekki fyrr en eftir kvöldmat.
Ippa, ljómandi kemstu skemmtilega að orði með því að segja að ég hafi NÆSTUM ekki verið kjánalegur. Hehehe! Vel orðað!
Erna, ég mæli líka með Ajax. Hitt dæmið var fljótfærnis afsökun fyrir því að vera óvart með flöskuna í augsýn. Ég hálf hrökk við þegar Helgi dró hana fram í sviðsljósið og reyndi að gera gott úr því.
Erlingur, það er góð hugmynd að virkja Magnús í silfur(Egils)skottuvinafélag. Einhversstaðar kom fram að Magnús sé skráður félagi í 120 vinafélögum músa, geimvera, hvala og svo framvegis.
Anna, ég er nokkuð sáttur við það hvernig ég snéri mig út úr þessari óvæntu vinkilbeygju Helga frá umræðu um bloggið.
Steingrímur, bjór er blessunarlega yfirleitt með smá alkóhóli en ég kannast ekki við bölið.
Linda, takk fyrir það. Ef þú vilt fræðast meira um Daða og þátt hans í endurreistum Dátum þá er netfangið classic@classic.is.
Steini, silfurskotturnar sækja í raka. Þess vegna gusa ég stundum yfir þeirra hýbýli smá viský-slurki.
Ásthildur, þetta var svo sem ekkert merkilegt. En samt er ég sáttur við útkomuna. Eftir útsendingu þáttarins fékk ég um 20 jákvæð sms og hátt í 10 jákvæðar upphringingar. Ég verð ekkert var við neikvæðni. Fólk er eitthvað svo jákvætt í kvöld.
Lára, takk fyrir sendinguna. Núna þarf ég að læra á það hvernig ég set þetta á netið. Ég veit ekkert um tölvur.
Anna Þorkells, takk fyrir það. Gaman að þú skulir hafa fylgst með gamla vinnufélaganum verða stétt auglýsingateiknara ekki verulega til skammar.
Gunnar Skúli, sem læknir veistu allt um skorpulifrardæmið. Það er búið að spara mér mikinn pening.
Haukur, ég er kominn vel á sextugsaldur og stefni hratt og örugglega á að verða löglegt gamalmenni. Öfugt við það sem ég hélt á yngri árum þá virðist bulláráttan ekki ætla að rjátlast af mér. Ég hélt alltaf að þegar virðuleiki gamals manns færðist yfir þá yrði ég einhvern veginn yfirvegaðri í hugsun og hegðun. En það er eins og ætli að verða bið á því.
Ragga, takk fyrir það.
Jóhanna, ég verð að valda þér vonbrigðum með að hafgraut hef ég ekki borðað í áratugi og lýsi hef ég ekki drukkið frá því að ég var í barnaskóla.
Hlerinn, ég veit ekki hver gaf leyfið. Kannski var þetta innslag Kastljóss í leyfisleysi.
Steini, það er rétt hjá þér að ég fór á hljómleikana með Bubba og Geir Haarde og mun greina frá því.
Siggi, gott að þú minnir mig á að taka inn Rautt Eðal Ginseng. Ég er búinn að eiga sama 100 hylkja pakkann í 9 ár. Hann er næstum hálfnaður. Þegar ég hef rænu á að fá mér Rautt Eðal Ginseng þá finn ég fljótt mun á því hvað maður á auðveldara með að vakna á morgnana ásamt því að vera sprækari yfir daginn.
Steingrímur og Maggi, sendingin frá Láru skilaði sér og ég þakka kærlega fyrir hana.
Steinn, takk fyrir góð orð.
Jens Guð, 21.2.2008 kl. 00:14
Haukur, nú er ég nýlega kominn af hljómleikum Bubba og fleiri í Austurbæ og búinn að fara yfir innlegg ykkar hér.
Maggi, því miður er það staðreynd að ég kann ekkert á tölvur. Er bara alveg úti að aka þegar dæmið snýr að þeim. Kann lítið meira á tölvur en senda tölvupóst.
Rúna, takk fyrir ummæli þín. Silfurskottur eru bara flottar, ljúfar og þægilegar í umgengni - þó að þær eigi erfitt með að gegna nafni.
Jens Guð, 21.2.2008 kl. 00:20
Komdu sæll Jens. Ég er ein af þeim sem hef eiginlega aldrei lesið þig, veit bara ekki afhverju. Mig langar bara að segja að mér fannst þú mjög fínn í Kastljósinu í kvöld. Flottur kall, ekki spurning.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 00:23
verst ég les sjaldnast blöðin. annars finnst mér eitt merkilegt. þegar maður fær hugmynd er eins og hún fari í loftið og hver sem er getur gripið hana og gert að sinni. ég hef haft hugmynd að auglýsingu fyrir fréttablaðið, með slogan, í nokkur ár en enn hefur enginn gripið hana. samt finnst mér eins og hún liggi í augum uppi.
Brjánn Guðjónsson, 21.2.2008 kl. 00:33
Ásdís, þú ert að missa af mörgu með því að lesa ekki bloggið mitt reglulega. Nei, ég segi nú bara svona í gríni. Ég verð alltaf af og til var við þig á blogginu mínu. En takk fyrir jákvæða umsögn.
Brjánn, ég vann til fjöldra ára á auglýsingastofum. Það er kúnst við gott slagorð að það hljómi eins og eitthvað sem skilur eftir sig spurninguna: "Af hverju var ég ekki búinn að fatta þetta?"
Jens Guð, 21.2.2008 kl. 00:40
Var að horfa á þetta aftur og verð að segja að þú ert gull.
Halla Rut , 21.2.2008 kl. 01:33
Frábær, alveg frábær. Bíð eftir næsta námskeiði hér á Akureyri (missti af síðasta, var á þarsíðasta - ef þú manst eftir arabísku skrautskriftinni).
Hugrún Jónsdóttir, 21.2.2008 kl. 01:42
hafragrautur með dass af salti og blóðmör etin með, ég ætla að giska á það.
Ari (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 02:40
Halla Rut, mikið er gaman að þessari umsögn þinni.
Hugrún, bestu þakkir fyrir að kynna mér arabísku skrautskriftina. Ég hef einmitt verið að skoða hana mér til skemmtunar og fróðleiks. Ásamt því að reyna að setja mig inn í arabísk viðhorf. Ég er að reyna að vera anti-rasisti og ég man alveg eftir áhuga þínum á bahámisma (ég er sennilega að stafsetja þetta vitlaust). Ef þú hefur áhuga á framhaldsnámskeiði þá vísa ég því til Kvenfélgsins Baldursbráar.
Jens Guð, 21.2.2008 kl. 02:42
Þetta viðtal var náttúrulega eins og besti leikþáttur. Þáttastjórnandinn vissi reyndar ekkert af því að hann væri í hlutverki þáttastjórnandans í leikþættinum. Hélt að hann væri þáttastjórnandi í sjónvarpsþætti.
Aðalhlutverkið var í höndum Jens Guðmundssonar sem að þessu sinni lék sjálfan sig, bara nokkuð vel, en brá sér þó í nokkur smærri hlutverk og gerði það vel. T.d. gerði hann skordýrafræðingnum góð skil. Einnig lék hann hreingerningamanninn með miklum bravúr. Verk þetta sem ekki er langt á án efa eftir að lifa lengi með landsmönnum og kæmi mér ekki á óvart að það yrði leikið á öllum helstu árshátíðum og þorrablótum framtíðar. Það eina sem gæti staðið í vegi fyrir því er sú staðreynd að aðalhlutverkið Jens Guð er afar vandmeðfarið og krefst óhemju leikhæfileika; hæfileika sem ekki liggja á hverju strái.
Kveðja, Guðmundur
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:23
Já ég er Bahá'í trúar. Gaman að sjá að þú ert að kynna þér arabísku skrautskriftina, hún er undurfalleg.
Ég væri meira en til í framhaldsnámskeið hjá þér, hefði annars farið bara aftur á byrjendanámskeið til að viðhalda tækninni.
Hugrún Jónsdóttir, 21.2.2008 kl. 12:33
Skemmtilegt viðtal við þig Jens. Þú gefur þessu öllu lit, takk!
Haukur Nikulásson, 21.2.2008 kl. 13:29
þú varst skemmtilegur Jens í Kastljósinu...kom ekki á óvart
Bubbi J. (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 17:18
Haha, laukrétt hjá hauki, áður var það Harpa sem gaf lífinu lit, en nú er það Jens sem gerir það og ekki bara gráan!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.