Kind dauðans

  kind dauðans 4

  Mér hefur borist njósn af því að í Fjarðarbyggð sé tekin til starfa blúshljómsveit sem talin er vera ein sú allra besta á landinu.  Í henni er söngkonan Jóhanna Seljan,  trommuleikarinn Pétur Hallgrímsson (oft kenndur við hljómsveitina þjóðsagnakenndu Amon Ra og plötubúðina Tónspil) og gítarleikararnir Guðmundur Höskuldsson (var í þungarokkssveitinni Þreki og blúshljómsveitinni EC) og Jón Hilmar Kárason.  Bassaleikari er Sigurður Ólafsson.

  Jón Hilmar er talinn í hóp með bestu gítarleikurum heims. 
 
  Jóhanna er dúndurfín söngkona.  Í tónspilaranum mínum hér á síðunni er hægt að heyra hana syngja "Ætlarðu að hringja á morgun?"
 
  Einn liðsmanna þessarar nýju hljómsveitar er alræmdur fyrir að vera sjúklega hræddur við kindur.  Það mun vera afleiðing þess að lambhrútur stangaði hann sem barn.  Hljómsveitin er skýrð í höfuðið á þessari kindafælni og kallast Kind of Death.  Mikilvægt er að orðið kind sé borið fram á íslensku en ekki ensku (kænd).   Hljómsveitir sem kenna sig við kindur eru nefnilega alltaf góðar,  samanber pönksveitina frábæru Rollu. 
.
  Myndin hér að ofan sýnir kind dauðans.  Hún stangaðist á við sjálfa sig og fékk glóðarauga.  Hún þurfti að ganga með sólgleraugu næstu daga.  Rifjaðist þá upp fyrir mér þegar einn af sonum Björns á Löngumýri kýldi mig í auga á unglingsárum í Varmahlíð og ég fékk svona kindarlegt glóðarauga.  Það var hressandi.
  Myndin hér fyrir neðan er af Jóhönnu Seljan.
jóhanna seljanj

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Vefslóðin sem þú gafst upp virkar ekki.

Jens Guð, 4.10.2008 kl. 00:54

3 identicon

Afsakaðu Jens að ég skuli nota síðuna þína til æfinga, en hún  er bara svo góð.

Gaman af svona, jaðar böndum og fott beat hjá drummer.

jóhann sæmundsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Jens Guð

  Jóhann,  gaman að þessum orðaleikjum með fé.  Notaðu síðuna mína eins og þú getur undir æfingar. 

Jens Guð, 4.10.2008 kl. 01:32

5 identicon

Sæll Jens.Bassaleikarinn í Kind of Death heitir Sigurður Ólafsson.Veit ekki til þess eða heyrt að Jón Hilmar sé í þessari hljómsveit en ef svo er þá eru þeir þrír sem spila í bandinu,Þröstur Rafnsson heitir sá þriðji.Hann er mörgum að góðu kunnur,spilaði með mörgum hljómsveitum hér  í Neskaupstað fyrir allmörgum árum.Sagan segir að hann hafi kennt Jóni Hilmari allt það sem hann kann í dag.Sel ekki söguna dýrari en ég keypti hana!!! En góður er hann Þröstur.

Hertogionn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 05:18

6 identicon

Gaman að þessu! Tími kominn til að heyra almennilega blúshljómsveit. Það var dálítil gróska þegar Blúsbarinn var og hét sællar minningar! Er ekki kind með sólgleraugu töffarinn í hópnum!

Jakob Bragi Hannesson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:12

7 identicon

Þetta er eitthvað sem Einar Bragi gæti vitað um,hann er jú að spila með Jóni Hilmari stundum

Res (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:46

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst þetta flott útsetning á laginu. Eini gallinn er fade-out sem mér leiðist. Þetta má alveg gefa út.

Haukur Nikulásson, 4.10.2008 kl. 09:58

9 Smámynd: Ómar Ingi

Kindarlegt

Ómar Ingi, 4.10.2008 kl. 11:28

10 identicon

Líst vel á þessa söngkonu. Takk fyrir kynninguna. Nú er bara að halda áfram að fylgjast með og sperra kyndareyrun í hvert skipti sem maður heyrir þessa rödd á öldum ljósvakans

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:28

11 identicon

Lgið með Jóhönnu er náttúrulega einginn blús og frekar leiðinleg vella. Hæfileikar hennar í blúsinum koma ekki bient fram þarna!

Jakob Bragi Hannesson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:57

12 identicon

Átti auðvitað að standa enginn blús

Jakob Bragi Hannesson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:58

13 Smámynd: Jens Guð

  Jakob,  vissulega er lagið í tónspilaranum ekki blús.  Þetta er ballaða með einkennum Phils Spectors - þó hann hafi hvergi komið nærri. 

  Hertoginn á Bjarti,  takk fyrir þessar upplýsingar.  Ég heyrði bara af þessari blúshljómsveit á hlaupum og þekki lítið til músíksenunnar á Austurlandi.  Ég ætla að skella nafni bassaleikarans inn í færsluna.  Mér heyrist á þér að Þröstur sé líka gítarleikari.

  Res,  veit Einar Bragi eitthvað um músík?

  Haukur,  mikið er ég þér sammála með "fade outið".  Í lang flestum tilfellum er það "ódýr" lausn á lokakafla lags.

  Ómar,  já.  Hehehe!

  Anna,  Jóhanna er frábær söngkona.  Þetta er ung kona úr Mývatnssveit sem nú er nýflutt á Reyðarfjörð (þar sem faðir hennar býr,  Þóroddur Seljan,  skólastjóri).  Mér virðist hún bara vera alltof hlédræg.  Þess vegna setti ég lagið með henni í tónspilarann.  Það ætti að vera komið út á safnplötu.

Jens Guð, 4.10.2008 kl. 23:58

14 identicon

Sæll Jens.Það er rétt hjá þér,Þröstur er gítarleikari og hefur spilað með flestum hljómsveitum héðan sem eru nú nokkuð margar í gegn um tíðina.Og mikið starfað með Blúskælúbbnum hér á staðnum en gerðost liðhlaupi fyrir mörgum árum og flutti af landi brott en sneri aftu á fornar slóðir.Gera þeir það ekki allir alltaf á endanum?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 04:18

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sko veit í raun lítið um þetta band......En Jón Hilmar er einn besti gítarleikari landsins........og besti vinur minn...og nei Jens ég veit ekkert um músik.....en samt meira en þú he he

Einar Bragi Bragason., 6.10.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband