Plötuumsögn

land 

Titill:  Land

Flytjandi:  Hljómsveitin Týr

Útgefandi:  Napalm Records

Einkunn: ****1/2 (af 5)

  Ferill fćreysku víkingarokkaranna Týs hófst glćsilega.  Ekki síst hérlendis og í Fćreyjum.  Túlkun Týsaranna á "Orminum langa" stimplađi hljómsveitina svo rćkilega á kortiđ ađ hérlendis ţyrlađi hún upp ţví sem kallađ var  fćreyska bylgjan  2002.  Opnađi upp á gátt dyr fyrir holskeflu fćreyskra tónlistarmanna í hćsta gćđaflokki.  Nćgir ţar ađ nefna Eivör,  pönksveitina 200Högna Lisberg,  harđkjarnasveitina Makrel,  djasssveitina Yggdrasil,  Teit,  Hanus,  Högna Restrup,  Lenu Andersen,  Rasmus Rasmusen og fjölda annarra. 

  Í upphafi voru Týsarar undir áhrifum frá Metallica og Dream Theatre.  Nú hefur hljómsveitin fundiđ sinn eigin stíl.  Hann er mögnuđ og vel heppnuđ blanda af fćreyskri/norrćnni ţjóđlagamúsík og ţungu rokki.  Fćreyskt folk-metal međ gotneskum keim.  Hágćđa víkingarokk.

  "Land" er fjórđa plata Týs.  Gefin út af ţýska metal-fyrirtćkinu Napalm Records sem er stórt innan metal geirans.  Týr er áberandi á alţjóđlegum ţungarokkshátíđum og lög međ Tý dúkka upp á safnplötum međ hljómsveitum eins og Sepultura og Soulfly. 

  "Land" er frekar seintekin plata.  Ţar eru engir léttir og auđmeltir poppsmellir heldur tilţrifameiri lög sem ţarfnast nokkurrar yfirlegu áđur en glćsileiki ţeirra nćr tökum á hlustandum.  Ţau tök eru ţannig ađ platan er sett á endurspilun aftur og aftur.  Hún verđur skemmtilegri viđ hverja hlustun og ekkert örlar á ţví ađ mađur fái leiđa á neinu lagi.

  Ţetta er heilsteypt plata sem nýtur sín best ţegar hlustađ er á hana í heild (fremur en pikka út stök lög).  Vel útfćrđur samsöngur er áberandi einkenni plötunnar.  Samsöngur af ţví tagi sem viđ munum eftir frá "Orminum langa".  Heillandi fćreysk stemmning svífur yfir vötnum og undir kraumar ţungt rokkiđ.  Eitt lagiđ er íslenskt,  "Brennivín". 

  Allir liđsmenn Týs eru á heimsmćlikvarđa sem hljóđfćraleikarar.  Fyrir ţá sem hafa áhuga á fingralipurđ er gítarleikur Hera eyrnakonfekt. 

  "Land" er besta plata Týs til ţessa.  Ţessi plata mun gegna mikilvćgu hlutverki í sögu Týs.  Mitt ráđ til Týsara er ađ hafa eitthvađ á nćstu plötu ađeins poppađra án ţess ađ víkja langt frá ţeim frábćra stíl sem hljómsveitin er búin ađ marka sér.  Ţá er nćsta víst ađ stađa Týs á alţjóđamarkađi mun styrkjast til muna.

  Plötur Týs fást í verslunum Pier hérlendis og eflaust í almennum plötubúđum. 

Fyrri plötur Týs:

asgaard2

How Far to Aasgard 2002 (inniheldur "Orminn langa") ****

ericred032

Eric the Red 2003 (inniheldur "Ólavur Riddararós" og "Wild Rover") ***1/2

ragnarok2

Ragnarök 2006 (inniheldur "Torsteins kvćđi") ****

  Á bresku tónlistarsíđunni www.allmusic.com fá allar plötur Týs 4 stjörnur af 5 nema "Eric the Red" fćr 4 og hálfa.

  Á morgun (sunnudag) er Týr međ hljómleika í TŢM (Tónlistarţróunarmiđstöđinni) vestur á Granda klukkan hálf 7.  Trassar,  Gone Postal,  Hostile og Palmprint in Blood koma ţar einnig fram.  Ekkert aldurstakmark.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Týr er flott hljómsveit og Ormurinn langi er ćđislegt lag.  Ragnarök, Regin smiđur og Ólavur Riddararós mjög flott.   

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 5.10.2008 kl. 01:45

2 identicon

Ég hlakka til ađ heyra í nýju plötunni ţeirra. Ég vil benda fólki á sem ađ hefur áhuga á ađ kynna sér músík stefnuna sem ađ Týsararnir hafa tekiđ ađ sér ađ athuga plötur Bathory. Ađalmađurinn ţar skapađi bćđi svartmálminn (fyrri helmingur ferilsins) og víkingamálminn  (seinni hluti ferilsins, áđur en ađ  ađalmađurinn  fékk  hjartaáfall). Sá sem ađ var Bathory í lokin kallađi sig Ace og mér finnst benda sterklega til grunns um ađ Týsararnir séu undir áhrifum frá ţeim (honum)- t.d. nafniđ Land á plötunni. Síđustu diskar Bathothory hétu Nordland 1 og 2. Ţar ersungiđ um Egil og fleiri góđa menn

Daníel (IP-tala skráđ) 5.10.2008 kl. 07:00

3 Smámynd: Dunni

Hérna er greinilega gripur sem ég ţarf einhvern vegin ađ komast yfir. Hef ekki heyrt í fćryskri rokksveit síđan síđan ég fylgdist međ Cream Crakers og fleiri sveitum á eyjunum 1968. Cream Crakers kom frá Hvanen en sú sem mér fannst eiginlega betri, man ekki nafniđ, var frá Vestmanna. Fínar sveitr ţar á ferđ

Dunni, 5.10.2008 kl. 09:10

4 identicon

Sá ţá á Grćna Hattinum og ţetta eru fantagóđir spilarar, enda ekki vanţörf á ţví ţetta er ekki einföld tónlist. Er ađ hlusta á nýju plötuna og hún vinnur á hćgt og bítandi.

Bubbi J. (IP-tala skráđ) 5.10.2008 kl. 15:51

5 identicon

Skemmtilegur pistill. Sá ţá á Nasa og ţar voru ţeir svakaflottir (eins og áđur).   Mér finnst annars Eric the Red besta afurđ ţeirra. Land ţykir mér ađeins of tyrfin viđ fyrstu hlustun ţó hún sé ágćt.

Ari (IP-tala skráđ) 6.10.2008 kl. 02:29

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Týr voru góđir á Nasa,ţarf ađ komast yfir Land ţví ég á alla hinar diskana,annars var ţetta fínt á Nasa nema ţetta death metal jukk,hefđi alveg mátt sleppa ţví en önnur bönd voru fín.

Magnús Paul Korntop, 6.10.2008 kl. 10:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband