4.10.2008 | 22:49
Plötuumsögn
Titill: Land
Flytjandi: Hljómsveitin Týr
Útgefandi: Napalm Records
Einkunn: ****1/2 (af 5)
Ferill færeysku víkingarokkaranna Týs hófst glæsilega. Ekki síst hérlendis og í Færeyjum. Túlkun Týsaranna á "Orminum langa" stimplaði hljómsveitina svo rækilega á kortið að hérlendis þyrlaði hún upp því sem kallað var færeyska bylgjan 2002. Opnaði upp á gátt dyr fyrir holskeflu færeyskra tónlistarmanna í hæsta gæðaflokki. Nægir þar að nefna Eivör, pönksveitina 200, Högna Lisberg, harðkjarnasveitina Makrel, djasssveitina Yggdrasil, Teit, Hanus, Högna Restrup, Lenu Andersen, Rasmus Rasmusen og fjölda annarra.
Í upphafi voru Týsarar undir áhrifum frá Metallica og Dream Theatre. Nú hefur hljómsveitin fundið sinn eigin stíl. Hann er mögnuð og vel heppnuð blanda af færeyskri/norrænni þjóðlagamúsík og þungu rokki. Færeyskt folk-metal með gotneskum keim. Hágæða víkingarokk.
"Land" er fjórða plata Týs. Gefin út af þýska metal-fyrirtækinu Napalm Records sem er stórt innan metal geirans. Týr er áberandi á alþjóðlegum þungarokkshátíðum og lög með Tý dúkka upp á safnplötum með hljómsveitum eins og Sepultura og Soulfly.
"Land" er frekar seintekin plata. Þar eru engir léttir og auðmeltir poppsmellir heldur tilþrifameiri lög sem þarfnast nokkurrar yfirlegu áður en glæsileiki þeirra nær tökum á hlustandum. Þau tök eru þannig að platan er sett á endurspilun aftur og aftur. Hún verður skemmtilegri við hverja hlustun og ekkert örlar á því að maður fái leiða á neinu lagi.
Þetta er heilsteypt plata sem nýtur sín best þegar hlustað er á hana í heild (fremur en pikka út stök lög). Vel útfærður samsöngur er áberandi einkenni plötunnar. Samsöngur af því tagi sem við munum eftir frá "Orminum langa". Heillandi færeysk stemmning svífur yfir vötnum og undir kraumar þungt rokkið. Eitt lagið er íslenskt, "Brennivín".
Allir liðsmenn Týs eru á heimsmælikvarða sem hljóðfæraleikarar. Fyrir þá sem hafa áhuga á fingralipurð er gítarleikur Hera eyrnakonfekt.
"Land" er besta plata Týs til þessa. Þessi plata mun gegna mikilvægu hlutverki í sögu Týs. Mitt ráð til Týsara er að hafa eitthvað á næstu plötu aðeins poppaðra án þess að víkja langt frá þeim frábæra stíl sem hljómsveitin er búin að marka sér. Þá er næsta víst að staða Týs á alþjóðamarkaði mun styrkjast til muna.
Plötur Týs fást í verslunum Pier hérlendis og eflaust í almennum plötubúðum.
Fyrri plötur Týs:
How Far to Aasgard 2002 (inniheldur "Orminn langa") ****
Eric the Red 2003 (inniheldur "Ólavur Riddararós" og "Wild Rover") ***1/2
Ragnarök 2006 (inniheldur "Torsteins kvæði") ****
Á bresku tónlistarsíðunni www.allmusic.com fá allar plötur Týs 4 stjörnur af 5 nema "Eric the Red" fær 4 og hálfa.
Á morgun (sunnudag) er Týr með hljómleika í TÞM (Tónlistarþróunarmiðstöðinni) vestur á Granda klukkan hálf 7. Trassar, Gone Postal, Hostile og Palmprint in Blood koma þar einnig fram. Ekkert aldurstakmark.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 5.10.2008 kl. 02:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Týr er flott hljómsveit og Ormurinn langi er æðislegt lag. Ragnarök, Regin smiður og Ólavur Riddararós mjög flott.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.10.2008 kl. 01:45
Ég hlakka til að heyra í nýju plötunni þeirra. Ég vil benda fólki á sem að hefur áhuga á að kynna sér músík stefnuna sem að Týsararnir hafa tekið að sér að athuga plötur Bathory. Aðalmaðurinn þar skapaði bæði svartmálminn (fyrri helmingur ferilsins) og víkingamálminn (seinni hluti ferilsins, áður en að aðalmaðurinn fékk hjartaáfall). Sá sem að var Bathory í lokin kallaði sig Ace og mér finnst benda sterklega til grunns um að Týsararnir séu undir áhrifum frá þeim (honum)- t.d. nafnið Land á plötunni. Síðustu diskar Bathothory hétu Nordland 1 og 2. Þar ersungið um Egil og fleiri góða menn
Daníel (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 07:00
Hérna er greinilega gripur sem ég þarf einhvern vegin að komast yfir. Hef ekki heyrt í færyskri rokksveit síðan síðan ég fylgdist með Cream Crakers og fleiri sveitum á eyjunum 1968. Cream Crakers kom frá Hvanen en sú sem mér fannst eiginlega betri, man ekki nafnið, var frá Vestmanna. Fínar sveitr þar á ferð
Dunni, 5.10.2008 kl. 09:10
Sá þá á Græna Hattinum og þetta eru fantagóðir spilarar, enda ekki vanþörf á því þetta er ekki einföld tónlist. Er að hlusta á nýju plötuna og hún vinnur á hægt og bítandi.
Bubbi J. (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:51
Skemmtilegur pistill. Sá þá á Nasa og þar voru þeir svakaflottir (eins og áður). Mér finnst annars Eric the Red besta afurð þeirra. Land þykir mér aðeins of tyrfin við fyrstu hlustun þó hún sé ágæt.
Ari (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 02:29
Týr voru góðir á Nasa,þarf að komast yfir Land því ég á alla hinar diskana,annars var þetta fínt á Nasa nema þetta death metal jukk,hefði alveg mátt sleppa því en önnur bönd voru fín.
Magnús Paul Korntop, 6.10.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.