Einfaldur skilnaður - ekkert vesen

hálft hús

  Hver kannast ekki við hjónaskilnað sem endar með því að lögfræðingar og skiptastjóri fá bróðurpartinn af peningunum?  Það er að segja þeim peningum sem eftir eru þegar skiptastjórinn hefur selt allar eignir á spottprís.   Hann valdi ólíka leið 42ja ára bóndinn í Kambódíu sem skildi við sína frú til næstum tveggja áratuga.  Hann gekk hreint til verks:  Sagaði hús þeirra í tvennt og gætti fullrar sanngirni.  Skipti hnífjafnt.  Sinn part flutti hann á vörubílspalli heim til foreldra sinna og klambraði honum utan á íbúðarhús þeirra.  Þar býr hann nú.  Konan býr aftur á móti í sínum helming af húsinu þar sem það stóð. 

  Aðrar eigur heimilisins skipti maðurinn jafnt í fjóra hluta sem skiptust á milli hjónanna og tveggja ungra barna þeirra.

  Þó það komi málinu lítið við þá var það maðurinn sem átti frumkvæði að skilnaðinum.  Hann sakaði konuna um að hugsa ekki nógu vel um sig.  Hann hafi verið vanræktur eftir að hann veiktist andlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hálfnað verk þá hafið er

Ómar Ingi, 11.10.2008 kl. 22:31

2 identicon

Þaug hafa gleymt að skipta tröppunum,þær virðast vera ósagaðar Jens láttu vita af þessu.

Númi (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2703864.ece

það er nú meira bak við söguna en það sem þú segir Jens ;)  þau voru gift í 40 ár td..  skemmtileg saga samt.. 

Óskar Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Heidi Strand

Það er einfaldara að skipta hjónarúmið i tvennt.

Lykilinn að góðu hjónabandi er slæm heyrn og lélegt minni.

Heidi Strand, 11.10.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  það má til sanns vegar færa.

  Númi,  þetta virðist vera rétt hjá þér með tröppurnar.   Engu að síður eru sveitungar þeirra hjóna og aðrir sammála um að skiptin hafi verið mjög jöfn.

  Óskar,  takk fyrir hlekkinn á Aftenposten.  Ég rakst á þetta á enskri fréttasíðu.  Þar er fólkið sagt vera fertugt en hafi verið gift í 20 ár. 

Jens Guð, 11.10.2008 kl. 23:37

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heidi er með þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 23:42

7 Smámynd: Jens Guð

  Heidi,  ég segi eins og Jenný:  Þú ert með þetta.  Að vísu þekki ég konu sem sagaði hjónarúmið í tvennt er hún komst að framhjáhaldi kallsins.  Það komu bara leiðindi út úr því.  Þetta með heyrnina og slæmt minni er sennilega betra.

Jens Guð, 12.10.2008 kl. 00:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar allir Íslendingar fjárfestu í steinsteypu fyrir nokkrum áratugum voru mörg hjónarúm steinsteypt hér í Vesturbænum.

Þau hjónabönd héldu öll.

Hjónabönd sem byggð eru á verðbréfum enda hins vegar öll hjá sýslumanninum.

Þorsteinn Briem, 12.10.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.