Bókin um Önnu á Hesteyri komin út!

annaáhesteyri - bókarkápa

  Bókin um Önnu á Hesteyri kom sjóðandi heit úr prentun í gær.  Bókin heitir Ég hef nú sjaldan verið algild.  Hún á að vera komin í allar bókabúðir í dag.  Ég er ekki kominn með bókina í hendur en það sem ég hef lesið úr henni er bráðskemmtilegt.  Enda er Anna svo frábær og merkileg persóna að ævisaga hennar getur ekki verið annað en bara skemmtileg.  Í baksíðutexta á bókarkápu segir:

Anna á Hesteyri er alveg einstaklega skemmtilegur og hrífandi persónuleiki.
Brosandi, tannlaus fegurðardís í sóleyjarskrúða?
Ruslasafnari á hjara veraldar? Hetja? Verndari utangarðs- og glæpamanna?
Til hvaða ráða grípur Anna á Hesteyri þegar til hennar kemur óboðinn gestur um nótt?
Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera?
Hvernig lék hún á dýralækninn?
Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu?
Bráðskemmtileg saga og spennandi - sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.
 

  Það er Rannveig Þórhallsdóttir, bókmenntafræðingur,  sem skráir bókina.  Búðarverð á bókinni er 4980 krónur.  Bókaútgáfan Hólar býður hinsvegar lesendum þessarar bloggsíðu bókina á 3780 krónur.  Sendingarkostnaður er innifalinn í því verði.

  Það eina sem þú þarft að gera er að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið annaeiriks@simnet.is:

NAFN - HEIMILISFANG OG PÓSTNR - KENNITALA - HEITI BÓKAR OG TILBOÐSVERÐ. 

  Greiðslukortaþjónusta er í boði og hægt að tvískipta greiðslu án aukakostnaðar.  Kortanúmer - alls 16 tölustafir - og gildistími korts þurfa þá að fylgja pöntun.
  Póstkrafa er annað greiðsluform og þá er greitt fyrir bókina á pósthúsi.

  Eftir klukkan 18.00 er hægt að hringja í Önnu Eiríksdóttur og ganga frá pöntun í síma 695 4983. 

  Þeir sem ekki kannast við Önnu á Hesteyri (og líka þeir sem kannast við hana) geta lesið hér nokkrar sögur af henni:

- Gestir
- Slóst við mömmu
- Farandssali
- Sendi lögguna
- Leikur í umferðinni
- Glannaakstur
- Samanbrotinn konfektkassi
- Málað yfir málverk
- Festist í hringtorgi 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Anna á hesteyri er eikkað svo dónó nafnagift

Ómar Ingi, 15.11.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  sú manneskja er þó vandfundin sem hefur jafn mikla óbeit á dónaskap og Anna Marta á Hesteyri.

Jens Guð, 15.11.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband