Skemmtilegir upplestrar úr bókinni um Önnu á Hesteyri

annaáhesteyri - bókarkápa

  Bókin um Önnu á Hesteyri,  Ég hef nú sjaldan verið algild,  hefur fengið góðar viðtökur;  selst vel og lesendur skemmta sér konunglega.  Ekki síður skemmtir fólk sér frábærlega vel undir upplestri Rannveigar Þórhallsdóttur úr bókinni.  Hér er upptalning á þeim upplestrum sem þegar hafa verið bókaðir.  Látið ekki góða skemmtun framhjá ykkur fara.  Þeim ykkar sem eiga heima fjarri Austfjörðum er bent á að bensínlítrinn lækkaði um 13 krónur í síðustu viku.  Sömuleiðis er hægt að panta flug á www.flugfelag.is.  En það er einnig kynning á bókinni í Gerðubergi í Reykjavík.

Miðvikud. 19. nóvember

Kl. 9:45. Shell sjoppan á Seyðisfirði. Upplestur fyrir Öldunarráð Seyðisfjarðar. 
Kl. 14:45. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Upplestur í hjúkrunardeild fyrir dvalarfólki á spítalanum.
Kl. 15:15. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Upplestur með Önnu í matsal fyrir starfsfólks og gesti.
Kl. 16:00. Upplestur fyrir eldri borgara á Nesgötu 5 í Neskaupstað.
Kl. 17:00. Tónspil, Neskaupstað. Upplestur og áritun. (óstaðfest)

Sunnud. 23. nóvember

Gerðuberg, höfuðborgarsvæðið, kynning á bókinni á milli kl. 13:00-17:00.

Mánud. 24. nóvember

Café Nielsen, Egilsstöðum, kl. 20:00. Upplestur með fleiri rithöfundum.

Fimmtud. 27. nóvember

Skriðuklaustur, Fljótsdal, kl. 20:00. Upplestur.

Föstud. 28. nóvember

Vopnafjörður, Kaupvangur, kl. 17:00. Upplestur.

Laugard. 29. nóvember

Skaftfell, Seyðisfirði, kl. 20:00. Upplestur.

Mánud. 8. desember

Bókasafni Seyðisfjarðar,  kl 18:00.  Upplestur ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Á maður von á þér austur

Einar Bragi Bragason., 17.11.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Jens Guð

  Einar Bragi,  nei,  það er engin austurferð á dagskrá hjá mér.  Ég fer á kynninguna í Gerðubergi í Reykjavík.

Jens Guð, 17.11.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.