18.11.2008 | 23:48
Ævisaga Harðar Torfa komin út
Mannréttindafrömuðurinn, söngvaskáldið og leikstjórinn Hörður Torfa hefur síðustu laugardaga staðið fyrir fjölsóttum og vel heppnuðum mótmælafundum á Austurvelli. Ævisaga hans, Tabú, var að koma út, skrásett af Ævari Erni Jósepssyni. Á morgun, miðvikudag, les Ævar Örn upp úr bókinni í Iðnó á milli klukkan 16:00 til 18:00.
Í fyrra þegar færeyska rokkstjarnan og gítarsnillingurinn Rasmus Rasmussen varð fyrir fólskulegri árás í Þórshöfn fyrir það eitt að vera samkynhneigður var mér illa brugðið. Færeysk lög vernduðu hann ekki fyrir ofsóknum á forsendum hommafóbíu. Rasmus er góður vinur minn og búinn að standa vaktina í áraraðir við að spila íslenska rokkmúsík í færeysku útvarpi. Ég brást við með því að fá alla þá Íslendinga sem mér hugkvæmdist að gætu komið Rasmusi og öðrum samkynhneigðum Færeyingum til varnar, meðal annars til að fá lögum í Færeyjum breytt þannig að bannað yrði að ofsækja samkynhneigða. Ég er sjálfur gagnkynhneigður en það skiptir ekki máli í þessari atburðarrás sem varð mjög hatrömm. Ég hef átt þeirri gæfu að fagna að vera vel kynntur í Færeyjum sem Færeyingavinur. Í þessu máli gaf þó á bátinn. Ég fékk minn ágæta skammt af gusum frá mörgum ágætum færeyskum vinum fyrir að skipta mér af því sem þeir kölluðu sataníska baráttu fyrir sódómísku. Svo vægt sé til orða tekið var dálítið heift í færeysku vinafólki mínu.
Meðal þeirra sem ég leitaði til um stuðning við málstaðinn var Hörður Torfa, sem ég þekkti ekki áður. Þar hitti ég fyrir mann sem lætur verkin tala. Ég má til með að nota tilefnið til að færa einnig þakkir til alþingiskvennanna Rannveigar Guðmundsdóttur og Guðrúnar Ögmundsdóttur fyrir glæsilega framgöngu sem skilaði árangri, ásamt Geir Haarde. Færeyskum lögum var breytt í nútímalegt horf og ofsóknir gegn samkynhneigðum eru bannaðar í Færeyjum í dag.
Bókaútgáfan Tindur hefur sent frá sér bókina Tabú -Ævisögu Harðar Torfasonar, sem Ævar Örn Jósepsson skráði.
Fáir listamenn hafa markað dýpri spor í íslenska samtímasögu en Hörður Torfason. Þeir eru til sem hafa hærra og sperra sig meira, en rétt eins og dropinn sem holar steininn hefur Hörður náð að búa um sig í íslenskri þjóðarvitund og breyta henni nánast án þess að nokkur tæki eftir því.
Að vísu tóku nánast allir eftir því þegar hann lýsti því yfir opinberlega, fyrstur Íslendinga, að hann væri hómósexúalisti í viðtali í tímaritinu Samúel árið 1975. Þá fór allt á hvolf, enda glæpsamlegur öfuguggaháttur að vera hinsegin í flestra augum. Hörður, sem hafði verið einn dáðasti og vinsælasti tónlistarmaður landsins, eftirsóttur leikari og fyrirsæta, hraktist af landi brott, ofsóttur og forsmáður jafnt af almenningi og þeim sem ferðinni réðu í listalífinu. Það sem hann gerði í framhaldinu (og gerir enn) hefur ekki farið jafnhátt.
Með seigluna, réttlætið og umfram allt þrákelknina að vopni vann hann hörðum höndum að stofnun baráttusamtaka fyrir réttindum samkynhneigðra. Það tókst er Samtökin 78 voru stofnuð á heimili hans þann níunda maí 1978. En hann lét ekki staðar numið heldur hélt áfram að vinna að réttindamálum samkynhneigðra á sinn hógværa en markvissa hátt. Ekki með hnefann á lofti eða slagorð á vörum, heldur með gítarinn, söngvana sína og sögurnar að vopni og umfram allt sjálfan sig.
Margt hefur breyst frá 1975. Fólk þarf ekki lengur að fara í felur með kynhneigð sína. Þjóðfélagið hótar ekki lengur að drepa þá sem eru hinsegin, líkt og fjölmargir hótuðu Herði í kjölfar játninga hans.
Tabú er áhrifarík saga einstaklings sem breytti sögu þjóðar með því að vera hann sjálfur.
6 fundir með seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Tónlist | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 22
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111525
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 872
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hann er frumkvöðull
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 01:15
Skynsemin sigrar alltaf heimskuna að lokum, einnig hjá meirihluta þjóðarinnar.
Þorsteinn Briem, 19.11.2008 kl. 02:13
Jóna, það flottasta er að hann stóð með sjálfum sér. Þegar ég var ungur gangkynhneigður maður á áttunda áratugnum var fjarlægt að fólk væri yfirleitt að pæla í kynhneigð. Þannig lagað. Mér þykir það ennþá fjarlægara í dag. En ég kemst ekki yfir hvað sumir taka kynhneigð alvarlega. Einkum þeir sem ofsækja samkynhneigða. Það er virkilega sjúkt og þar er mikið vandamál í gangi.
Steini, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér. Sem þú gerir reyndar yfirleitt.
Jens Guð, 19.11.2008 kl. 03:31
Jájá, Hörður ötull merkisberi réttlætis og sanngirni.Viðurkenni hins vegar að ég hef verið misjafnlega hrifin af hans störfum og verkum, en það er nú bara eins og gengur, var t.d. frekar ósáttur við útvarpsþættina hans um ýmsa tónlistarmenn fyrir nokkrum árum, vandaði sig ekki mjög og kynningarnar voru ófullnægjandi. En, þessi bók er örugglega mjög forvitnileg.
Magnús Geir Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 14:49
Steini Briem: Þetta með skynsemina og heimskuna er notaleg draumsýn.
Eiginlega yrði maður nú samt fyrir vonbigðum ef hún rættist.
Hvað væri þá eftir?
Árni Gunnarsson, 19.11.2008 kl. 21:57
Maggi, bókin er mjög forvitnileg og skemmtileg aflestrar. Ég geri grein fyrir henni í færslu á morgun.
Árni, þetta er eins og með að komast undir enda regnbogans.
Jens Guð, 20.11.2008 kl. 22:10
Takk fyrir þetta
Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.