Spaugilegar þýðingavillur

a3

  Fyrir ólympíuleikana í Kína brugðu Kínverjar á það ráð að merkja á ensku ýmsar verslanir,  matsölustaði og og aðrar þjónustur.  Ástæðan var hugsanlega sú að fáir utan Kína geta lesið kínversku þannig að nokkurt vit sé í.  Kínverjar almennt kunna ekki ensku en í Kína eru til ágæt forrit sem þýða úr kínversku yfir á ensku.  Vegna vankunnáttu Kínverja í ensku urðu þeir að treysta á þýðingarforritið.  Hér að ofan sést ein útkoman.  Þar stendur á ensku að þýðingin hafi ekki tekist.  Vel og vandlega merkt en blessaðir Kínverjarnir halda að þarna standi á ensku upplýsingar um þjónustu.

a2

  Hér hafa hinsvegar Japanir klúðrað einhverju.  Drykkurinn virðist heita Gæludýrasviti og mynd af hundi bendir til þess að þetta sé hundasviti.  Hundar svitna hinsvegar ekki.  Það fylgir sögunni að á japönsku heiti drykkurinn Sætindi Pat(riks).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Hundasviti er djöfulli góður í grape.

Siggi Lee Lewis, 4.12.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.