5.12.2008 | 10:40
Rúnar Júlíusson - Örfá minningarorð
Hr. Rokk er fallinn frá, mesti eðaltöffari íslensku rokksögunnar en jafnframt mesta ljúfmennið. Ferill hans var einkar farsæll. Ungur maður sló hann í gegn sem söngvari og bassaleikari vinsælustu hljómsveitar landsins, Hljóma, á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Í lok áratugarins tók hann þátt í stofnun fyrstu íslensku "súpergrúppunnar", Trúbrots. Að nokkrum árum liðnum voru Hljómar endurreistir. Þá gafst Guðmundi Rúnari Júlíussyni loks næði til að semja lög. Fyrsta lagið hans, Tasko Tustada, er besta lagið á plötunni Hljómar ´74. Þetta lag er sömuleiðis eitt af bestu lögum íslenskrar dægurlagamúsíkur.
Á síðari hluta áttunda áratugarins og næstu ár þar á eftir var Rúnar mest í léttpoppi. Hann var orðinn plötuútgefandi og vann með Hemma Gunn, Gylfa Ægissyni og gerði út hljómsveitina Geimstein, samnefnda plötufyrirtækinu. Áður gerði hann nokkrar plötur með poppsveitinni Ðe Lonlí Blú Bojs og sendi frá sér sólóplötu.
Á níunda áratugnum gerðu ungir pönkarar og nýrokkarar rækilega uppstokkun á íslenska poppmarkaðnum. Með Bubba Morthens í fararbroddi gengu nýir tímar í garð. Eldri popparar áttu erfitt uppdráttar árum saman og það andaði köldu í þeirra garð. Þetta snerti Hr. Rokk lítið og hann stofnaði með Bubba rokksveitina GCD. Sú hljómsveit naut mikilla vinsælda. Einnig söng Rúnar inn á plötu með nýrokksveitinni Unun.
Rúnar starfaði mikið með yngri tónlistarmönnum, sonum sínum, hljómsveitinni Fálkum og í fyrra söng hann inn á lag með ungum rappara.
Rúnar gerði engan mannamun. Hann umgekkst alla á sama hátt. Alþýðlegur, jákvæður, elskulegur og pínulítið eins og kærulaus. Hann er einn örfárra í rokkbransanum sem ég hef aldrei heyrt neinn viðhafa um eitt einasta neikvætt orð. Þvert á móti eru samferðamenn ákafir í að hlaða á hann lofi. Það voru forréttindi og mannbætandi að kynnast þessum úrvalsdreng. Við deildum sameiginlegum áhuga á reggae-músík áður en reggae varð "in". Við vorum báðir miklir aðdáendur Jimmy Cliff. Og reyndar líka rokkara á borð við Hendrix og Led Zeppelin.
Þegar tekin eru lengri blaðaviðtöl við tónlistarmenn er venjan sú að þeir fái að lesa viðtalið yfir fyrir birtingu. Rúnar sá enga ástæðu til að yfirfara viðtöl við sig fyrir birtingu. "Ef ég hef sagt eitthvað klaufalegt þá verður það bara að standa. Maður fer ekkert að falsa það eftir á," var viðkvæðið hjá honum.
Ég votta aðstandendum Rúnars samúð mína.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt 6.12.2008 kl. 00:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111579
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 883
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Slamat Djalana Mas!
Ævar Rafn Kjartansson, 5.12.2008 kl. 11:05
Hef nákvæmlega heyrt ENGAN sem hefur talað á annan máta en vel um RJ.
Rúnars verður minnst og saknað
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 5.12.2008 kl. 11:18
Blessuð sé minning Herra Rokk, fyrstu íslensku poppstjörnunnar, mannsins sem kom villtri sviðsframkomu inn í íslenska rokkið, mannsins sem stóð fremstur á sviði virtustu og vinælustu hljómsveitanna, Hljóma og Trúbrot, mannsins sem fyrstur íslendinga söng raggae tónlist inn á plötu, mannsins sem allir samferðamenn elskuðu og litu upp til, ekki síst ungu tónlistarmennirnir sem hann starfaði með síðustu árin.
Stefán (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:28
Blessuð sé minning Rúnars Júlíussonar, ljúfmennis og "mesta eðaltöffara íslensku rokksögunnar".
Þú kemst vel að orði um þennan góða dreng, sem hélt merki Keflavíkur, heimabæjar síns, svo hátt á lofti. Ég treysti því að honum verði sýndur mikill sómi ekki bara af bæjarfélaginu heldur okkur Íslendingum sem stöndum í þakkarskuld við hann.
Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 12:03
skrítið að hugsa til þess að ég og Rúnar töluðum saman síðast í gær.....
Einar Bragi Bragason., 5.12.2008 kl. 12:34
Mister Rokk var flottur og að sjálfsögðu mun minningin um hann lifa.
Þorsteinn Briem, 5.12.2008 kl. 13:16
"Þegar tekin eru lengri blaðaviðtöl við tónlistarmenn er venjan sú að þeir fái að lesa viðtalið yfir fyrir birtingu. Rúnar sá enga ástæðu til að yfirfara viðtöl við sig fyrir birtingu. "Ef ég hef sagt eitthvað klaufalegt þá verður það bara að standa. Maður fer ekkert að falsa það eftir á," var viðkvæðið hjá honum"
Þetta mættu ýmsir taka sér til fyrirmyndar. Síðastliðið sumar birtist "viðtal" í Mannlífi við fyrrverandi pólitíkus. Ég sá viðtalið meðan það var enn viðtal og það var gott - hvasst og gott. Eftir að pólitíkusinn hafði lesið viðtalið yfir og breytt og bætt var það orðið að þurri og leiðinlegri blaðagrein.
Davíð (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:45
Að sjálfsögðu á aldrei að láta fólk lesa yfir viðtöl við sig.
Fólk kvartaði aldrei vegna viðtala sem ég tók við það og birt voru í Mogganum.
Enda sjænaði ég oft viðtölin til, þannig að viðmælendurnir litu út fyrir að vera mun skynsamari og skemmtilegri en þeir voru í raun og veru. Hrósað í hástert af lesendum blaðsins.
Allir ánægðir.
Þorsteinn Briem, 5.12.2008 kl. 14:09
Ég þakka ykkur öllum fyrir hluttekningu í minningarorðum um Rúnar Júlíusson.
Davíð og Steini, ég var blaðamaður í 30 ár og hafði fyrir reglu að bjóða viðmælendum að lesa yfir viðtöl áður en þau birtust. Mér þótti öryggi í því. Þó ekki væri nema til að fyrirbyggja misskilning. En einnig að viðmælandinn væri sáttur við það sem eftir honum var haft.
Svo broslegt sem það er þá var þumalputtareglan sú að þeir sem voru kjaftforastir og ruddalegastir í umsögnum um aðra voru viðkvæmastir fyrir því hvað eftir þeim var haft. Ég lenti jafnvel í því að viðmælendur umskrifuðu viðtöl frá A-Ö og/eða veltu fyrir sér dögum saman hvort þeir ættu að orða eitthvað svona frekar en hinsegin. Þess vegna var lúxus (les=lítil vinna) að taka viðtöl við Rúnar sem vildi ekkert af viðtali vita eftir að það var fært í letur.
Jens Guð, 6.12.2008 kl. 00:51
Blessuð sé minning Rúnna, var mikill heiður að kynnast honum.
En veistu Jens, á þessum um níu árum sem ég var í blaðaharkinu, man ég í svipin allavega bara eftir einu tilviki þar sem farið var fram á að lesa viðtal hjá mér fyrir birtingu.Læt vera að nefna viðkomandi enda minnir mig reyndar að ég hafi sagt þér það einhvern tíman. En ég var´ekkert ósáttur við það því viðkomandi hafði lent ílla í því stundum auk þess sem hann var í svolitlum brennidepli á sama tíma og ég tók mitt viðtal. En enga athugasend þurfti hann að gera við viðtalið, var mjög ánægður og vildi ekki breyta einu orði!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 01:32
fá þvi að eg var mun meira barn en eg er í dag (er núna 15) hefur Rúnar ávallt verið minn uppáhalds tónlistarmaður og á ég ófáar plötur með honum eins og svo margir aðrir. Ég man hvað Rúnar mat það mikills þegar eg talaði við hann i fyrsta skiptið á Keflavíkurflugvelli þegar ég var að kaupa diskinn Trúbrotinn 13 og fekk hann til að árita hann fyrir mig og sagði honum að ég ætti safndiskinn Dulbúin gæfa - í tugatali og þá var ég hvað 10 11 ára gamall. Og svo hitti ég hann held ég 3 árum seinna á sama stað og bað hann um að árita bókina HR Rokk og tók hann mjög vel i það enda mjög elskulegur maður eins og við öll vitum. Svo í sumar var hann að spila á styrktartónleikum fyrir MS sjúka og náði ég tali af honum eftir þá tónleika og fékk mynd af mer með honum sem mer þykir mjög vænt um. Það var ótrúlegt að heyra þaug tíðindi í morgun að Rúnar Júlíusson þessi meistari sem manni þótti svo vænt um og fannst hann eiga svo mikið eftir ógert sé búinn að yfirgefa þennan heim en um leið er maður þakklátur að hafa fengið að njóta tónlistar þessa mikla ljúfmennis. Rúnar var maður sem allir báru virðingu fyrir og bar hann einnig virðingu fyrir öllum. Þegar ég heyrði um andlát hans seint í morgun þá rifjaðist fljótt upp lagið Ég flýg burt sem er að fynna á disknum trúbrotinn 13 en þar syngur hann um það þegar hann mun kveðja þennan heim og það er mjög óraunverulegt að hlusta á það lag og vita að sú er rauninn í dag.
Ég votta fjölskyldu og ástvinum Rúnars sem og þjóðinni allri mínar dýpstu samúðarkveðjur og megi hann hvíla í friði.
Sindri Steinþórsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 02:13
Ég sendi Rúnna mitt hinsta knús og þakka fyrir blómin sem hann stráði á veginn.
Eva Benjamínsdóttir, 8.12.2008 kl. 17:03
Flott að sjá svona flotta krakka eins og Sindra skrifa hér!
Ævar Rafn Kjartansson, 8.12.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.