6.12.2008 | 23:49
Jóna Ágústa Gísladóttir
Þegar ég byrjaði að blogga í fyrravor vissi ég ekkert hvað blogg er. Ég hélt að þetta væri ágætur vettvangur til að eiga orðastað við ættingja og vini. Sem það reyndar er. En ég sá ekki fyrir að þetta væri líka vettvangur til að lesa sér til skemmtunar bloggfærslur ókunnugs fólks.
Fljótlega uppgötvaði ég að gaman var að kíkja á bloggfærslur Ásthildar Cesil, Jennýar Önnu, Gurríar Har og margra annarra. Jafnframt uppgötvaði ég að í bloggheimi voru gömul skólasystkini á borð við prakkarann (Jón Steinar), Krístínu Björgu, Ippu og gamlir kunnigjar úr rokkbransanum eins og Kiddi Rokk og Jakob Smári.
Áður en langt um leið tók ég eftir að ein af þeim bloggsíðum sem ég heimsótti daglega var www.jonaa.blog.is. Jóna skrifar einstaklega góðan og áhugaverðan texta um einhverfan son sinn. Pennafærni hennar er aðdáunarverð. Frásagnir hennar snerta mann. Ég held að ég muni það rétt að bloggsíða hennar hafi verið sú fyrsta af örfáum sem ég hef haft frumkvæði af að óska eftir bloggvináttu. Þannig var auðveldara að smella á það sem mig langaði að lesa á daglegum blogglestrarrúnti.
Það kom ekki á óvart þegar upplýst var að von væri á samantekt á úrvali (best of) af bloggi Jónu Á. í bókarformi. Bókin er komin út og er kærkomin lesning. Meiriháttar flott bók, vel skrifuð, einlæg og í aðra röndina bráðskemmtileg. Í hina röndina jákvæð og upplýsandi um einhverfu, sem ég vissi ekki neitt um. Það er mannbætandi að lesa þessa bók. Þetta er bók sem fólk á að kaupa fyrir sig til að lesa og einnig til að gefa vinum og vandamönnum.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 773
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 622
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Búin að kaupa ,búin að lesa frábær bók
Rannveig H, 7.12.2008 kl. 00:06
17 ára bróðursonur minn er innhverfur (nota það hugtak því það er mér tamt) þekki því þetta þroskaheilkenni nokkuð vel og hin fjölmörgu andlit þess.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 00:12
Ég fæ bókina hennar í jólagjöf Ég hlakka til þess að lesa hana
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:12
Rannveig, við erum á fullu í því að lesa sömu bækurnar þessa dagana. Hehehe! Bókasafnið okkar er sennilega keimlíkt ef undan er skilið að ég hef grun um að í þitt bókasafn vanti bækurnar sem eru svo áberandi í mínu safni um dauðarokk, pönkrokk og "black metal".
Maggi, það er mér ný veröld að lesa um innhverfu/einhverfu. En eins og Jóna afgreiðir dæmið er þetta í aðra röndina heillandi heimur.
Jóna, þú mátt að hlakka til. Bókin er "dúndur". Mér finnst eins og ég verði betri manneskja við að lesa hana.
Jens Guð, 7.12.2008 kl. 00:37
Sæll Jens.
Ég á eftir að lesa bók Jónu og í raun hlakka til þess að eiga það eftir.
Þú og Jóna eigið það bæði sameiginlegt að hafa verið ein af mínum fyrstu bloggvinum. Þá var Jóna í rauðum kjól og hét Marylin Monroe. Ég tel mig eiga og ætla að eigna mér það að hafa hvatt hana til að smella af sér rauða kjólnum og koma í dagsljósið, svo flott sem hún er.
Þið eruð bæði yndisleg og Jenný Anna, Steina og Ásthildur og öll hin. Það er bara gaman að hafa fengið að kynnast ykkur og það í gegnum bloggið.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 7.12.2008 kl. 00:57
Jóna Ágústa er bara frábær og hennar skrif aðdáunarverð!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:14
Kalli minn, ég hefði alveg getað bætt þér á listann yfir þau blogg sem ég fylgist með. Ég held samt að þú hafir byrjað að blogga dálítið á eftir okkur. Við Jóna byrjuðum að blogga um svipað leyti en þú komst til sögu síðar. Það hefur bara verið gaman að fylgjast með blogginu þínu, kæri vinur. Og ég held því áfram mér til mikillar skemmtunar.
Róslín, það er líka mjög gaman að fylgjast með þínu bloggi. Þú ert aðeins 15 ára en pennafær á við miklu eldri manneskju. Skemmtilegur bloggari og frábær.
Jens Guð, 7.12.2008 kl. 01:30
Þakka þér kærlega fyrir það!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:35
Ég get tekið heilshugar undir með þér, ég vissi vel að einhverfa var til en ekkert nánar um þá þroskaröskun. Jóna hefur opnað mér þann heim og gert það þannig að ég sé ekki einhverfu sem einhvern voðalegan örlagadóm.
Ég á ekki von á að fá bókina í jólagjöf en ég kaupi mér hana þá bara hehe
Ragnheiður , 7.12.2008 kl. 12:11
Jóna er snillingur, en það er auðvitað Jónu að þakka hversu skemmtilega hún segir frá hversdagslegum atvikum fjölskyldunnar og alls ekki auðvellt fyrir hana að bera slíkt fram á borð fyrir alla að lesa enda hefur hún fengið skotin frá alls konar besservisserum sem skamma hana fyrir að kalla drenginn sinn Þann einhverfa osfv.
En Jóna hefur höndlað þetta fólk frábærlegea og haldið sínu striki og bókin loksin orðin að veruleika sem ansi margir hvöttu hana til að senda frá sér.
Jóna er ein af hetjum landsins sem hefur þroskað margan manninn það eru forréttindi að kalla hana bloggvinkonu sína.
Bókin er ein af þessum fullkomnu jólagjöfum ársins.
Svo er líka gaman að fylgjast með manninum sem læknar gervigras landsins.
Ómar Ingi, 7.12.2008 kl. 13:21
Þessi bók og konan sjálf eru eðal.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2008 kl. 16:04
Þarf að tékka á þessari bók.
Sveinn (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.