Hversu snjall/snjöll ertu? Spreyttu þig á skemmtilegri þraut

a14a15

  Það hefur ekkert verið átt við myndirnar af þessu húsi,  hvorki í fótósjopp tölvuforriti eða á annan hátt.  Það voru ekki heldur notaðar neinar linsur eða filterar á myndavélina til að bylgja og brengla myndina.  Húsið er svona.  En hvaða tækni var notuð sem setur þessa lögun á húsið?  Spreytið ykkur.  Leyndarmálið verður upplýst klukkan 11 í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þjónn! Það er meskalín í hótelinu mínu!

Eh...

Mér dettur ekkert í hug.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.12.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Myndirnar eru  " spegilmyndir "

Kristján Þór Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Vatn ..hmm eða vodka kannski.

Þorvaldur Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 17:25

4 identicon

Hlýtur að vera "front" fyrir einhverja nýbyggingu, sbr. húsin sem brunnu við Austurstræti. Sem sagt, málað/prentað á striga sem hengdur er upp.

Jónas (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:27

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Fljótandi steypa?

S. Lúther Gestsson, 8.12.2008 kl. 17:31

6 identicon

Vatn, vodka eða kveikjaragas sem filter ?

Jónorri (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Heidi Strand

Parkinsonstæknin? Þessi tillaga er nú bara hrist fram úr erminni.

Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 17:59

8 Smámynd: aloevera

  Kannski er húsið ekki úr steinsteypu heldur til dæmis hlaupkenndu gúmmí.

aloevera, 8.12.2008 kl. 18:08

9 identicon

ég giska á að húsið sé úr speglagleri eins og í svona speglasölum og það sé húsið á móti sem speglast svona skemmtilega ;)

Dagmar (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:14

10 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég ættla að giska á  að húsin standi við vatns eða árbakka og þetta sé mynd takin ofan í vatnið eða ána og sé spegilmynd.

Sverrir Einarsson, 8.12.2008 kl. 18:27

11 identicon

Giska á að húsið sé málað svona...?

Björgvin M. (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:37

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er einfalt. Húsið er myndað í gegnum gleraugu Geirs H. Haarde.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2008 kl. 18:53

13 identicon

Segi það sama og 12 húsið er einhvern veginn málað svona...

. (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:16

14 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Fyrst hélt ég að vatn eða spegill aflagaði húsið en það stenst ekki því trén eru bein svo ég komst að eftirfarandi niðurstöðu;

Það er (sennilega þunnur) plastveggur fyrir framan húsið en aftan við trén. Keilurnar á götunni eru til þess að það sé ekki keyrt á plastvegginn.

Marta Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:30

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Næst svona arkitektur kemur Gaudi nú eða Unterwasser. 

Ía Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:37

16 Smámynd: Ómar Ingi

Málað svona eða dúkur settur yfir hlið hússins

Ómar Ingi, 8.12.2008 kl. 19:43

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þau eru búin til úr tyggjói.

Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 21:03

18 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þetta er svoldið spúkí því það er ekkert bjagað á myndinni nema húsið þannig að þetta er ekki spegilmynd. Er þetta máski Landsbankinn í London?

Þorvaldur Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 21:06

19 Smámynd: Heidi Strand

Myndin tekið gegnum vatnsglasi eða vatnsflösku sem er haldið fyrir framan myndavelina þannig að það sem myndast gegnum glasið brenglast en hitt ekki.

Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 21:21

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er eitthvað bogið við þetta.

Þorsteinn Briem, 8.12.2008 kl. 21:28

21 identicon

Þetta töluvert snúið hvernig sem á það er litið.

Sveinn (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:33

22 identicon

Það er eitt hús í Póllandi sem lítur virkilega svona skringilega út: http://travelnooks.com/wp-content/uploads/2008/07/krzywy_dom_front_1.jpg  ..En samt ekki jafnt "fucked up" og þessi mynd. Ég myndi giska að þessi mynd sé tekin af spegilmynd.

Brynjar Þór (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:02

23 identicon

Znillld

Þór (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 06:14

24 identicon

Sammála Jónasi, þetta er einhverskonar strigi sem er hengdur upp til að fela viðgerðir eða eitthvað.......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:23

25 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Þetta er eins og hús sem Salvador Dali hefði málað. :)

Róbert Þórhallsson, 9.12.2008 kl. 16:57

26 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Svo glittir í vinnupalla þarna á bakvið tjöldin. Þetta er fallegt.

Róbert Þórhallsson, 9.12.2008 kl. 17:00

27 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Égóska sjálfum mér til hamingju, þar sem ég var eiginlega sá eini sem hafði rétt svar hér að ofan. Jens eru enginn verðlaun?

S. Lúther Gestsson, 9.12.2008 kl. 19:18

28 identicon

Þetta er unnið úr pappamassa.

SKK (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:57

29 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  ég var einhversstaðar að lesa um þig um daginn.  Ég er bara búinn að gleyma hvar.  Gott ef það var ekki eitthvað um að þú sért frá Austfjörðum.  Þar fyrir utan:  Til hamingju með að hafa fattað hvað þarna er í gangi.  Einn kunningi minn (sem ekki setti inn tilgátu) sagðist hafa "gúglað" dæmið í allt gærkvöld án árangurs.  Er hann þó ansi snjall í að "gúgla" svör við svona spurningum.

  Verðlaunin eru þau að hér með er staðfest að þú ert yfir meðalgreind í útsjónarsemi og ályktunarhæfni.  Betri gerast verðlaun ekki.

Jens Guð, 10.12.2008 kl. 00:36

30 identicon

Flott hvernig sem þetta er gert.

Jóhannes (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 02:01

31 identicon

Fljótandi steypa? Hvað eruð þið Sigurður og Jens að rugla? Öll steypa flýtur áður en hún harðnar. Þið eruð annaðhvort að grínast eða hafið verið gabbaðir. Myndirnar eru skemmtilegar en þetta er greinilega málað eins og sumir hafa bent á. Skoðið myndirnar vandlega og þá sjáið þið fullt af beinum línum. Það eru hinar raunverulegu línur hússins. Hitt er málað. Ef þið skoðið t.d. fyrstu myndina þá getið þið séð eitthvað sem lítur út fyrir að vera svalir rétt fyrir ofan miðju hægra megin. Á þær hefur verið málaður neðri helmingur glugga, en efri helminginn vantar því að ekki er nægt pláss fyrir hann á svalahandriðinu.

Pétur (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:44

32 identicon

Ég biðst afsökunar. Ég var ekki búinn að sjá færsluna sem Jens setti inn þar sem hann útskýrir málið. Hann gabbaði mig með því að halda því fram að Sigurður Lúther hafi fattað hvað væri þarna í gangi og ég gekk beint í gildruna.

Pétur (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:49

33 identicon

Hvernig sem þetta er gert þá er það óhemju mikið listaverk.

RÚNAR (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.