Verðsamanburður á jólahlaðborðum

jólahlaðborð1

  Ég tók upp á því að gamni mínu að kanna hvað er í boði á jólahlaðborðum hinna ýmsu veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.  Í leiðinni punktaði ég hjá mér verðið á jólahlaðborði staðanna.  Niðurstaðan er sú að jólahlaðborðin eiga það sameiginlegt með þorrahlaðborðum að úrvalið er mjög svipað á flestum stöðum.  Verðið er hinsvegar mismunandi,  eins og sjá má.  Allir staðirnir eru í Reykjavík nema annað sé tekið fram.  Á flestum stöðunum er boðið upp á leiðinlega jólamúsík á kvöldin.

Vox  2950 kr. í hádegi  (7500 kr.  á kvöldin)
Skútan,  Hafnarfirði, 3000 kr.
Gallerý Restaurant  3800 kr.  í hádegi  (7900 kr.  á kvöldin)
Hótel Loftleiðir  3950 kr.  í hádegi (dýrara á kvöldin,  mismunandi eftir dögum)
Tabasco´s  3980 kr.
Tapas  4290 kr.
Grand Hótel  4550 kr. í hádegi (6600 kr. á kvöldin.  Hægt er að panta  herðanudd  í Grand Spa.  Það þarf að borga sérstaklega fyrir það)
.
Hótel Óðinsvé  4600 kr. í hádegi (6500 kr. á kvöldin)
Ó Restaurant  4600 í hádegi þriðjud-laugard (6500 aðra daga og á kvöldin)
Silfur  4600 kr. í hádegi (7200 kr. á kvöldin)
.
Lækjarbrekka  4800 kr. í hádegi (dýrara á kvöldin,  misjafnt eftir dögum)
Argentína  5258 kr. sunnud-miðvikud (6250 kr. aðra daga)
Vitinn,  Sandgerði,  5600 kr.
Gló  5800 kr.
.
Geysir Bistro Bar  5900 kr. 
Restaurant Reykljavík  5900 kr.
Salthúsið,  Grindavík,  5900 kr.
.
Hótel Valhöll,  Þingvöllum,  6200 kr.
Perlan  6250 kr.  mánud-miðvikudag (7250 kr. aðra daga)
Fjörukráin  6400 kr.  með jólaglöggi
Einar Ben  6490 kr.
Gullhamrar  6500 kr.
.
Hótel Glymur,  Hvalfirði,  6900 kr.
Hótel Örk,  Hveragerði,  6900 kr.
Rauðará  6900 kr.
.
Fiskmarkaðurinn   7400 kr.  sunnud-miðvikud (8400 kr.  aðra daga)
Nítjánda,  Smáratorgi,  7400 kr.
Gullfoss  7500 kr.
Orange  8400 kr. 
Hótel Saga  8900 kr.
Sjávarkjallarinn  9900 kr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Svo fær marr sér eina flösku og borgar tvisvar sinnum verðið á matnum

Skandall

Ómar Ingi, 15.12.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fór í Glym um daginn. Maturinn um kvöldið var fínn en við höfðum keypt gistingu og innifalinn í því átti að vera brunch. Þegar við komum niður um hádegið var sko enginn brunch, heldur ósköp venjulegur hótelmorgunmatur og það ekkert sérstakur. En allt annað var fínt.

Helga Magnúsdóttir, 15.12.2008 kl. 22:01

3 identicon

Mæli með Rub 23 á Akureyri.... Hreint og beint DELICOUS! 5.900 kr á mann!

http://www.rub.is/default2.asp?strAction=getPublication&intPublId=73

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Rauðará er með eitthvað 2-fyrir-1 dæmi á kvöldin er það ekki?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.12.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband