16.12.2008 | 13:27
Spilað með fjölmiðla - enn einu sinni
Fyrir mörgum árum vann ég á auglýsingastofu. Hluti af vinnunni var að markaðssetja plötur, bækur og sitthvað fleira. Oft var gripið til þess að notfæra sér hvað auðvelt er að plata fjölmiðlafólk. Blessað fjölmiðlafólkið er margt hvert svo saklaust og hrekklaust að það gleypir við fréttatilkynningum eins og heilögum sannleika.
Fyrir 2 árum var forsíðufrétt í dagblöðum og fyrsta frétt í ljósvakamiðlum að sönghópurinn Nylon væri kominn með lag í 1. sæti breska dansvinsældalistans. Þessu fylgdu vangaveltur þar sem gengið var út frá sem vísu að þetta jafngilti heimsfræg. Enda fjallaði næsta fréttatilkynning um að Nylon væri á leið til Hollywood og stórir hlutir í gangi.
Raunveruleikinn var sá að lag með Nyloni hafði verið sett á lista EINS plötusnúðar dansstaðs yfir þau lög sem mest voru spiluð tiltekið kvöld. Gott ef stelpurnar í Nyloni voru ekki gestir á dansstaðnum umrætt kvöld.
Þetta var álíka stór ávísun á heimsfrægð eins og ef Andrea Jónsdóttir tæki saman eitt kvöldið hvaða lög hún spilar oftast á Dillon einhverja helgina.
Núna er uppsláttarfrétt í dagblöðunum og meira að segja þungamiðjufrétt í fréttum sjónvarpsins að lag með Geir Ólafssyni tröllríði nú færeyska markaðnum. Lagið er sagt sitja í efsta sæti færeyska vinsældalistans.
Rétt er að hafa í huga að Færeyingar eru aðeins 48 þúsund. Þar gerist fátt. Þess vegna telst það sjálfkrafa til tíðinda að íslenskur söngvari syngi jólalag á færeysku og færi Færeyingum það í jólagjöf sem þakklætisvott fyrir 6 milljarða króna lán til Íslendinga.
Staðreyndin er hinsvegar sú að það hefur farið óvenju hljótt um þetta í Færeyjum. Ég fylgist þokkalega vel með færeyskum fjölmiðlum. Það er að segja netmiðlum og hlusta töluvert á færeyska ríkisútvarpið og aðra útvarpsstöð sem er í einkaeigu. Einnig glugga ég reglulega í færeysku dagblöðin. Ég hef hvergi orðið var við eina einustu umfjöllun um framtak Geirs og aldrei heyrt jólalagið spilað.
Ég tek fram að framtak Geirs er lofsvert og ég er mjög jákvæður gagnvart því. Ég er jafnframt viss um að lagið hefur verið spilað í færeyskum ljósvakamiðli og einhversstaðar verið sagt frá því á prenti.
Í gær ræddi ég í síma við færeyska kunningjakonu. Hún hafði ekki orðið vör við þetta lag. Ég "gúglaði" Geir og lagið. Það skilaði engri niðurstöðu. Ég fór líka í leit á nokkrum færeyskum netsíðum. Ekki stafkrók þar að finna.
Hér fyrir neðan er listi yfir vinsælustu lögin í Færeyjum síðustu 3 vikur. Mér sýnist annað lag vera í 1. sæti en jólalag Geirs. Ég kem hvergi auga á það lag á þessum lista.
1 | 10 | (e) | 1 | 2 | Faroe 5 / Tell Me Now |
2 | 6 | 3 | 2 | 9 | Katy Perry / Hot N´ Cold |
3 | 1 | 2 | 1 | 3 | Hogni / Soul Company |
4 | 5 | 6 | 4 | 6 | Beyoncé / If I Were A Boy |
5 | 4 | 1 | 1 | 6 | Britney Spears / Womanizer |
6 | 8 | 9 | 6 | 6 | The Killers / Human |
7 | 2 | 5 | 2 | 5 | James Morrison / Broken Strings... |
8 | 11 | 12 | 8 | 10 | Christina Aguilera / Keeps Gettin´... |
9 | 12 | 10 | 9 | 5 | Kanye West / Heartless |
10 | 13 | (e) | 10 | 2 | Pink / Sober |
11 | 7 | 7 | 7 | 8 | Rihanna / Rehab |
12 | (e) | - | 12 | 1 | Bet You Are William / Electricity |
13 | (e) | - | 13 | 1 | Ann Anthoniussen / So Nice |
14 | 15 | (e) | 14 | 2 | Kings Of Leon / Use Somebody |
15 | (e) | - | 15 | 1 | Lady GaGa / Poker Face |
(e) | - | - | - | - | Akon / Right Now (Na Na Na) |
(e) | - | - | - | - | Estelle / Come Over feat. Sean Paul |
(e) | - | - | - | - | Bruce Springsteen / Working On A... |
(e) | - | - | - | - | Will Young / Grace |
(e) | - | - | - | - | Leona Lewis / Run |
3 | Staða í þessari viku | ||||
(e) | Staða í síðustu viku | ||||
12 | Staða í þarsíðustu viku | ||||
5 | Hæst á lista | ||||
2 | Vikur á listanum |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir | Breytt 17.12.2008 kl. 16:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 329
- Sl. sólarhring: 347
- Sl. viku: 1484
- Frá upphafi: 4121303
Annað
- Innlit í dag: 264
- Innlit sl. viku: 1293
- Gestir í dag: 259
- IP-tölur í dag: 247
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
spíttar
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 14:54
Góður
Ómar Ingi, 16.12.2008 kl. 15:19
Ertu að meina það Jens að þegar markaðfræðingur platar blaðamann þá sé það góð "markaðssetning" en ef blaðamaður platar (reynir að plata) markaðsfræðing þá séu það "Lygastórfrétt"?
Ekki það að ég held að Færeyingar lifi þetta af að fá Geir í heimsókn (ef heimsóknin varir stutt).
Sverrir Einarsson, 16.12.2008 kl. 15:52
hæ jens
ég hef doldið hugsað um þetta út frá mest seldu titlum fyrir jól. viðkomandi tónlistarmaður eða rithöfundur er hafin upp í fjölmiðlum fyrir vikið. var ekki bók um forsetann uppseld um daginn, hvað segir það manni - ekki neytt. svo er öllu draslinu skilað inn eftir hátíðar og bestsellerinn orðin að brandara .
pönk pistlarnir eru flottir hjá þér. kv d
doddý, 16.12.2008 kl. 17:50
Sæll Jens , ég er mikill aðdáandi bloggs þíns en hef ekki kommentað fyrr . Ég er búsettur í Föroyum og heyri þessvegna þessa hörmung Geirs nánast daglega , en n.b. bara í þætti Elis Poulsen. Samkvæmt Vísi.is nú um helgina kemur í lós að hann (Elis) hefur sjálfur skrifað textann við lagið. Þannig að vinsældir lagsins eru bara bundnar við þáttagerð Elis Poulsen ( sem er mikill Íslandsvinur). Flestir sem ég þekki hér í FO skella uppúr þegar þeir heyra það og reyndar halda flestir að hann sé að syngja á íslensku hehe. Bestu kveðjur úr Föroyum , Bjössi
Hallbjörn Þórsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 18:22
Ásdís og Ómar, takk fyrir innlitið.
Sverrir, í hörðu markaðsþjóðfélagi beita markaðsmenn öllum brögðum til að ná sem bestri markaðsstöðu fyrir viðskiptavin sinn. Þannig er það bara. Mörg af trixunum flokkast undir að vera siðlaus. Sum ganga enn lengra.
Blaðamenn reyna ekki að plata markaðsfræðinga. Því er öfugt farið. Verulegur hluti af vinnu markaðsmanns gengur út á að virkja fjölmiðlafólk til leiks. Blaðamenn treysta sínum heimildum í flestum tilfellum. Alveg eins og almenningur treystir fjölmiðlum.
Blaðamaður getur upp að vissu marki tekið upplýsingar frá markaðsmönnum trúanlegar. Sami markaðsmaður getur í mörgum tilfellum platað marga blaðamenn. En ef hann gengur of langt of oft hættir hann að geta platað alla alltaf.
Doddý, það reynir aldrei meira á trixin en fyrir jól. Þá er samkeppnin hörðust (= framboð í hámarki) og tíminn fyrir markaðssetninguna knappastur.
Það er rétt að mest er skilað af söluhæstu bókunum eftir jól. Meðal annars vegna þess að margir fá 2 eða jafnvel fleiri eintök af þeim bókum.
Á móti kemur að söluhæstu bækurnar eru jafnframt þær sem flestir taka út í skiptum fyrir aðrar bækur sem þeir skila.
Hallbjörn, takk fyrir þetta. Mér datt í hug að hann væri að syngja á norsku. Ég kann nefnilega ekki norsku en er vanur að hlusta á færeysku.
Jens Guð, 16.12.2008 kl. 20:11
æj greyið geiri kv d
doddý, 16.12.2008 kl. 20:12
Er nokkuð búið að færa fyrsta apríl ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.12.2008 kl. 20:57
Á þessum árstíma, rétt fyrir jól, á að taka öllu með fyrirvara sem hugsanlega er plögg.
Sveinn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.