Skemmtilegar hugleiðingar

  Þetta fékk ég sent og kann engin frekari deili á upprunanum.  Höfundur er sagður vera Kalli.  Þess vegna læðist að mér grunur um að hann heiti Karl.  Þar með eru vísbendingar upptaldar.  Ég dreg í efa að höfundurinn sé Karl Sigurbjörnsson biskup.  Þó má það vera.  En fyrsta kvæðið hljómar best sé það raulað við lagið úr Kardimommubænum,  Við læðumst létt...

Við býsna mikið berumst á,
til Bretlands erum farnir.
Í Danmörku flest keyptum, já
við útrásarvíkingarnir.
Við kaupum og seljum út um allt
og græðum meira en hundraðfalt.
Svo græðum við barasta meir og meir
já við Björgólfur, Hannes og Jón Ásgeir.

Við kaupum það sem finnum falt
í flestum skúmaskotum.
Og fljúgum síðan út um allt
á nýjum einkaþotum.
Og enginn spyr okkur ekkert um,
með alla pressuna í vasanum.
Svo græðum við barasta meir og meir
já við Björgólfur, Hannes og Jón Ásgeir.

BANKAMENNIRNIR
Við digrum samning erum á,
svo endalaust við græðum.
Í sjóði landsins nú skal ná
með nýjum hagnaðarfræðum.
Og til að halda okkur gangandi
við ruplum suður á Bretlandi.
Já, það er nú meira, hvað karlinn er klár,
já við Sigurjón, Welding og Heiðar Már.

Við veiðum stundum lax með lús
og leigjum þyrlur allir.
Við byggjum okkur lúxushús
og ljúfar sumarhallir.
Og ökum um á Roverum
og partý með útlendum söngvurum.
Já við erum alls engin meðalgrein flón,
já við Heiðar Már, Welding og Sigurjón.

ÞJÓÐIN (lag: dvel ég í draumahöll úr Dýrunum í Hálsaskógi)
Dvel ég í draumaheim
og dýrka víkingana.
Sólarferðir, borga-geim...
og skíðaferðir plana.
Flatskjár, raðhús, freyðivín,
fellihýsi og sleði.
Svona líður ævi mín
í kaupæði og gleði.

DABBI (lag: Rebbavísur úr Dýrunum í Hálsaskógi)
Hér mætir Dabbi, sjá
með alvæpni ó-já.
Með stýrivexti og verðbólgu
og vaxtahækkun, vá.
Í Svörtuloftum er
og stjórna öllu hér.
Hið litla, montna Glitnis-grey
nú mætti gá að sér.
Ég kalla: "Gagg með kló í Baugsins-skinni,
þá kveð ég, þér ég næ að þessu sinni.
Þó að það kosti kannski hér
að við steytum upp á sker,
þá tek ég bara allt heila klabbið
í hafdjúpið með mér – HA HA HA HA"

JÓHANNA (Kardimommubærinn, lagið hennar Soffíu frænku)
Ja fussum svei, ja fussum svei.
Mig furðar þetta rót.
Í hverju skoti skúm og ryk
og skran og rusl og dót.
Og skuldasúpa út um allt,
en eignir engar finn.
Víkingarnir flugu út
og hirtu afganginn.

Já ástandið er ansi svart,
já allt sem moldarflag.
Og kraftaverk nú þyrfti til
að koma öllu í lag.
Ég hækka bætur, hirði upp drasl
og hreinsa skítinn hér.
Já, núna loksins kom að því.
Minn tími kominn er.

ÚTRÁSARVÍKINGAR OG BANKAMENN (Hvar er húfan mín úr Kardimommubænum)
Hvar er bankinn minn?
Hvar er kaupaukinn?
Hvar er stóri feiti kaupréttarsamningurinn?
Hvar er flugrisinn?
Og hvar er Baugurinn?
Sérðu markað fyrir hlutabréfaviðskiptin?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu gjaldeyri?
Sérðu markaði?
Eða síbrosandi stóráhættufjárfesti?
Sérðu þotuna?
Eða jeppana?
Sérðu fylgispöku faguryrtu þjóðina?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu Illuga?
stuttbuxnastrákana?
Hvar er Bjarni Ben og menntamálaráðherra?
Hvar er Guðni minn?
og öll Samfylkingin?
Hvar er Björgvin, hvar er Solla, hver er forsetinn?
Ég er viss um að þau voru með í gær.
Já, ég er viss um að þau voru með í gær.



Höfundur: Kalli.


mbl.is Fyrrum bankastjórar koma ekki að rekstri Nýja Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

þetta er snilld. kv d

doddý, 16.12.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

:):)

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nja, ei notum vér slík stóryrði um þetta, soldið svona "stuðlaoghöfuðstafafullummall",en annars ansi mikið af slíkum kveðskap núna og allt í lagi ef fólki finnst þetta gaman, þannig lagað!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.12.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband