Færeysku tónlistarverðlaunin

lena andersen

  Í árslok gerði færeyska netsíðan Planet upp tónlistarárið 2008 með stæl.  Planet er í eigu sömu aðila og reka aðra af tveimur einkaútvarpsstöðvum í Færeyjum,  Rás 2, (hin einkastöðin er Lindin,  kristileg útvarpsstöð) og söluhæsta dagblað eyjanna,  Sósialin (með einu n).  Planet gerði tónlistarárið upp með því að verðlauna við hátíðlega athöfn þá sem sköruðu framúr á árinu.

  Húllumhæið var sent út í beinni á Rás 2.  Lena Andersen (til vinstri á mynd) var verðlaunuð sem söngkona ársins.  Einhverjir ráku upp stór augu við að verðlaunin féllu ekki Eivör í skaut.  Eivör sendi hinsvegar ekki frá sér plötu á árinu.  Það munaði öllu. 

  Ekki svo að skilja;  Lena er góð söngkona og magnaður lagahöfundur.  Til viðbótar er hún afskaplega flott á sviði.  Hún hélt vel heppnaða hljómleika hérlendis,  á Nasa og Grand Rokk,  fyrir 3 árum.  Plötur hennar seljast þokkalega í Kanada og Danmörku.  Og hún er stórt nafn í Færeyjum.

  Poppaða pönktríóið The Dreams var kjörið hljómsveit ársins.  The Dreams syngja á dönsku og njóta vinsælda í Danmörku.  Það er broslegt með hliðsjón af því að danskar rokksveitir syngja á ensku.  The Dreams hafa komið 3 lögum í efsta sæti vinsældalista DR (danska ríkisútvarpsins),  hrepptu 3ja sæti í hljómsveitakeppni MTV og áttu lag í úrslitakeppni Dana í júrivisjón. 

  Jens Marni hlaut verðlaun fyrir bestu plötuna og einnig sem besti söngvarinn.  Jens er gamalreyndur söngvari úr hljómsveitum á borð við Kjöla,  All the Rain og Showmen.  Hann er stundum kallaður færeyskur Brian Adams.

  Coldplay var verðlaunuð sem besta útlenda hljómsveitin.      

tyr_cheers_lq

  Færeyska ríkisútvarp/sjónvarp gerði upp árið með hávaða og látum,  svokölluðu Stjörnukasti sem var sjónvarpað og útvarpað í beinni.  Áheyrendur kusu víkingarokkarana í poppstjörnur ársins.  Bæði hljómsveitir og einstaklingar voru í kjöri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Fékk ekki Geir Ólafs verðaun fyrir stórsta stökk vikunnar?

S. Lúther Gestsson, 1.1.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Færeyingar mega vera stoltir af Týr,Land ein af plötum ársins 2008!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband