Gátan leyst

  Löng og margkvista horn elgstarfa hafa löngum valdið mönnum,  jafnt sem konum og börnum,  heilabrotum.  Í fljótu bragði hefur mátt ætla að lengd hornanna sé til mikillar óþurftar.  En þróun náttúrunnar lætur ekki að sér hæða.  Gátan hefur verið leyst,  eins og myndin sýnir:

  elgur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Why do dogs lick their genitals?

Because they can.

Haraldur Davíðsson, 14.1.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð athugasemd hjá Haraldi

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 19:55

3 identicon

Bara ein spurning: Ertu viss um að þetta sé elgur? Litu elgir í Hjaltadalnum svona út í þínu ungdæmi? Ertu viss um að þetta sé ekki krónhjörtur (sem heitir „elk“ á útlensku)?

Tobbi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:13

4 identicon

Og nú sé ég að spurningarnar urðu þrjár og er beðizt velvirðingar á því.

Tobbi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Gulli litli

Afar hentugt.....

Gulli litli, 14.1.2009 kl. 20:18

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jens, ég hef lengi gengið undir gælunafninu Elgur og ef þú lítur á myndina af mér og berð hana saman við þinn "Elg" þá sérðu glöggt að þinn "Elgur" er enginn elgur heldur hreindýr, held ég megi fullyrða.

En búnaðurinn er eigi að síður nýttur til þess er hann var hannaður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2009 kl. 20:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mátti til með að skjóta þessari mynd að. Ekta Elgur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2009 kl. 21:01

8 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur,  ég tek undir með Ásdísi.

  Tobbi,  ég er ekki viss.  Þekking mín á elgum og krónhjörtum er afar takmörkuð.  Þessi dýr voru sjaldséð á mínum uppvaxtarárum í Hjaltadal.  Á ensku er elgur kallaður elk en krónhjörtur red deer.  Að minnsta kosti í Skotlandi.  Minnir mig.  Í textanum sem fylgdi myndinni er talað um elk.  Meira veit ég ekki.

  Gulli,  afar hentugt sýnist mér af myndinni.

Jens Guð, 14.1.2009 kl. 21:10

9 Smámynd: Ómar Ingi

hehehe

Takk fyrir afar fróðlegar upplýsingar á færslu minni í dag

Ómar Ingi, 14.1.2009 kl. 21:16

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er krónhjörtur.. en elgur á ensku er moose :) elk er hjörtur, deer er rádýr en einnig hjörtur .. deer er stundum notað yfir hjartadýr almennt. 

þetta er sjö tagga tarfur.. glæsileg skepna !  

Óskar Þorkelsson, 14.1.2009 kl. 21:35

11 identicon

Elgur eða krónhjörtur;  hver er munurinn?

Sveinn (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:09

12 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  ja,  ég er alveg ringlaður varðandi hvað er elgur, krónhjörtur og hreindýr.  Myndin er jafn góð hvert sem dýrið er.

  Annað:  Þú minntist einhverntímann á að hafa verið á Laugarvatni.  Var það á sama tíma og ég var þar?  Ég kveiki ekki á perunni.

  Ómar,  ég biðst velvirðingar á því hvað ég kvitta sjaldan fyrir innlit á blogg þitt.  Ég kíki þar reglulega við án þess að skilja eftir fótspor.

  Óskar,  ég veit ekkert um þessi dýr.  Myndin er skemmtileg af hvaða dýri sem hún annars er.

  Sveinn,  ég veit það ekki.

Jens Guð, 14.1.2009 kl. 22:16

13 identicon

Hvar liggur munur á hjartardýrum?

Þór (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:37

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Jens við vorum saman á Laugarvatni verurinn 73-74. Þú varst í 4. bekk, held ég, ég var í landsprófi.  Ég var vistaður í Markarkjallara.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2009 kl. 23:55

15 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  ég reyni og reyni að rifja upp.  Að vísu var ég rekinn úr skólanum í janúar en mætti tvíefldur til leiks í prófin í mai.  Ég þarf að ákalla herbergisfélaga minn,  Viðar,  til að hressa upp á minnið.  Það er skömm að þessu minnisleysi mínu.  Vonandi var ég ekki mjög vondur við ykkur í Markarkjallaranum.  Ég var hálf klikkaður á þessu árum.

Jens Guð, 15.1.2009 kl. 00:13

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjálpar þetta Jens? Þessi mynd er nær Laugarvatni í tíma.

AXEL-21

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.1.2009 kl. 01:48

17 Smámynd: corvus corax

Eruð þið viss um að þetta sé ekki tapír eða ókapi? Eða kannski snigill? Maður spyr sig, engu að treysta núorðið.

corvus corax, 15.1.2009 kl. 04:41

18 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  þarna kannast ég við manninn.  Sennilega vissi ég aldrei að þú værir frá Skagaströnd.

  Curvus corax,  það er öruggara að treysta engu núorðið.  Hafa ætíð vara á sér.

Jens Guð, 15.1.2009 kl. 13:21

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er hreindýr Jens minn en ekki elgur.  En sagan stendur fyrir sínu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2009 kl. 14:33

20 identicon

Jebb, kannast við kauðann hann Axel af þessari mynd, varstu rekinn frá Laugarvatni Jenni minn?

Þú segir aldeils tíðindi!

viðar (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:45

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vissi að þau voru ekki til einskis þessi líka fallegu horn en rétt hjá Asthildi þetta er hreindýr fagurlega hyrnt.

Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:24

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hreindýr my ass ... 

Óskar Þorkelsson, 15.1.2009 kl. 17:06

23 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur og Ingibjörg,  ég geri ekki ágreining við ykkur hefðardömurnar um að þetta sé hreindýr.  Ég þekki þessar skepnur ekki í sundur.

  Viðar,  ég lenti í vondum félagsskap á Laugarvatni.  Siggi Einars og Bauni komu með góðan lager af Brennivíni.  Herbergisfélagi minn passaði ekki nógu vel upp á vin sinn.  Við rúlluðum niður stigann á kvennavistinni,  dáldið óstöðugir.  Og Benni skólastjóri var ekki eins umburðarlyndur og hann átti kyn til.  Eitthvað fleira taldi hann til í neikvæðni.  Bauni kom til landsins í desember og mætti í jólaboð til Öddu,  ekkju Benna.  Undarlegt nokk þá mundi kella eftir vandræðagemsunum.  Það kalla ég gott eftir að sú ágæta kona hafði afgreitt mörg hundruð nemendur í áratugi.

  Óskar,  ég þekki þessar skepnur ekki í sundur.  Þær eru ólíkar kindunum og hænunum sem ég ólst upp við í útjaðri Hóla í Hjaltadal.

Jens Guð, 16.1.2009 kl. 23:59

24 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Elgsnautin hafa löng horn til að berjast. Einnig gefur lengd hornanna hugmynd um stöðutákn. Elgur sem er með styttri og minni horn en annar, sýnir honum meiri virðingu en annar. Einni hefur Elgur sem stór horn betur í bardaga, en sá er hefur minni.

Siggi Lee Lewis, 17.1.2009 kl. 18:24

25 identicon

Sá sem heldur því fram að kvikindið sé hreindýr hefur ekki skoðað hreindýr sérstaklega vel. Í fyrsta lagi er hreindýr öðruvísi í laginu; herðakamburinn er miklu meira áberandi. Í öðru lagi er hreindýr öðruvísi á litinn; miklu grárra. Í þriðja lagi eru hornin á hreindýri öðruvísi; fram úr hornrótunum er einskonar spaði sem virkar vel til að sópa snjó ofan af beit. Þennan spaða vantar alveg. Og svo sagði Hjaltdælingurinn að kvikindið héti „elk“ á útlensku. Og ef orðabókin lýgur ekki þýðist það með orðinu „krónhjörtur“. Eins og kunnugt er heitir hreindýr „reindeer“ á útlensku. Þarf framar vitnanna við?

Tobbi (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 23:38

26 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  það er sennilega eitthvað til í þessu hjá þér.  það er að segja varðandi virðingarstigann.  Lengd hornanna hefur á hinn bóginn ekkert að gera með hæfni tarfanna til að stangast á.  Þeir stangast á enni á enni.

  Tobbi,  ég veit ekkert um hreindýr,  krónhirti né elgi. Ég á bók sem heitir Ensk-íslensk skólaorðabók.  Þar stendur:  "Elk/elgur (hjartardýr)".  Ég á aðra orðabók sem heitir Íslensk-ensk orðabók.  Þar stendur:  "Hjartardýr n. red deer".  Meira veit ég ekki.

Jens Guð, 18.1.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.