Svínsleg lýsing á íslenskum bankastjórnendum

bankastjórar

  Á þennan einfalda og auðskilda hátt sýna útlendir fjölmiðlar þróunarferli þeirra sem fóru - og fara ennþá - með aðalhlutverk í frjálshyggjukreppu íslensku hryðjuverkaþjóðarinnar.  Þetta er ósvífin og ruddaleg útfærsla,  eins og búast má við af útlendum fjölmiðlum.  Góðu fréttirnar eru þær að Ísland er komið á heimskortið.  Það sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þegar 1000 milljónum króna hafði verið hent út um gluggann í vonlausa kosningabaráttu fyrir setu Íslands í öryggisráði SÞ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er frábær og hryggilega sönn mynd.

Helga Magnúsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Dexter Morgan

Note Bene; Íslenskir ráðamenn og bankamenn eru þarna lengst til hægri, bara til að halda því til haga. Já, Jens, öryggisráðið, minnstu ekki á það. Það má eiginlega segja að bankafallið hafi komi á hárréttum tíma. Rétt fyrir kosninguna í þennan milljarða krónu gullstól, sem átti að vera farseðilinn undir rassgatið á honum Birni Bjarnasyni út úr pólitík.

Dexter Morgan, 19.1.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Nákvæmlega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er raunsönn lýsing, við almenningur erum náttúrulega þarna í miðjunni sko!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 08:40

5 identicon

Sennilega hafa Siggi feiti Einars og Sigurjón digri verið fyrirmyndirnar að þeim tveim sem eru lengst til hægri á myndinni. Það er eitthvað bogið við þennan lengst til vinstri, gæti verið dýralæknirinn sem skilur ekkert í fjármálum og getur engan veginn staðið uppréttur frammi fyrir þjóðinni.

Stefán (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:01

6 Smámynd: Offari

Nú langar mig að spamma.  http://offari.blog.is/blog/offari/entry/752506   Svínslega eðlið er í stöðugri uppleið hjá mannfólkinu.

Offari, 20.1.2009 kl. 11:02

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Akkúrat

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 15:43

8 identicon

 Nei Ásthildur, við almenningur erum sennilegast lengst til vinstri

Alexander (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:43

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvað tekur við af Svíninu?

Guðni Karl Harðarson, 20.1.2009 kl. 20:54

10 Smámynd: doddý

algjörlega er þetta sem maður er að hugsa. fjármálamenn eru eins og svínin hans orwels og verður þeirra minnst sem slíkra.

kv d

doddý, 21.1.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.