Nýtt lag frá Hilmari Garðars

Hilmar Garðarsson

  Fyrir mörgum árum sá ég mega flott húðflúr.  Mynd af Bob Marley á ungum manni frá Austfjörðum,  Hilmari Garðarssyni.  Mig minnir að ég hafi birt ljósmynd af húðflúrinu í unglingablaðinu Smelli.  Síðar sá ég Hilmar spila og syngja ljómandi vel lög eftir Bob Marley,  Talking Heads og John Lennon á skemmtistað á Egilsstöðum.  Það er skrítið hvað ég man vel flutning hans á lögum þessara kappa.  En þó ekki skrítið.  Flutningurinn var það flottur.

  2004 kom út plata með Hilmari.  Aldeilis flott plata.  Dálítið Nick Cave-leg.  Sem er bara gott.  Nú er að koma út nýtt lag frá Hilmari,  Aleinn á ný.  Ljúf lagasmíð og gaman að heyra Hilmar vera farinn að syngja á íslensku.  Lagið má heyra á http://www.myspace.com/gardarsson

  Lagið byrjar sjálfkrafa að hljóma skömmu eftir að netsíðan birtist/opnast.  Ég mæli þó með því að fyrst sé hlustað á eldri lög Hilmars sem eru neðar í tónspilaranum á síðunni.  Sérstaklega hið ágæta  Snowstorm.  Þannig næst betri tenging við það skref sem Hilmar er að stíga á ferlinum. 

  Þess má til gamans geta að pabbi Hilmars,  Garðar Harðar hefur verið að spila á gítar í áhugaverðri blúshljómsveit með Bjögg Gísla gítarsnillingi,  Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara (úr Egó) og fleirum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Garðar Harðar blúspabbi Austfjarða

Einar Bragi Bragason., 3.2.2009 kl. 16:01

2 identicon

...og var í hinni óborganlegu Bismarck á sínum tíma, sem gáfu út hina "stórkostlegu" plötu "Ef vill"

Bubbi J. (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Jens Guð

  Einar Bragi,  bestu þakkir fyrir föðurnafn Garðars.  Ég lagfærði færsluna til samræmis við þessar upplýsingar.  Ég man - fremur óljóst að vísu - eftir að hafa hlustað á hann spila blús við annan mann á pöbba á Eskifirði fyrir áratug eða svo.  Þá vissi ég ekki að hann væri pabbi Hilmars.

  Bubbi,  takk fyrir þennan fróðleiksmola.  Ég á einhver lög með Bismarki - sennilega af plötunni sem þú nefnir - á skrifuðum disk frá Viðari vini mínum á Reyðarfirði.  Dáldið skrítin músík í aðra röndina en gítarleikurinn flottur.

Jens Guð, 3.2.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.