Ný og frábær plata frá Sólstöfum

sólstafir-umslag

  Ég var að fá í hendur splunkunýja og helvíti magnaða plötu,  Köld, með rokksveitinni Sólstöfum.  Platan er gefin út af finnsku fyrirtæki,  Spinefarm Records.  Það er heimsþekkt innan þungarokksdeildarinnar.  Á  Köld  eru 8 lög.  Þau eru:

1.  78 Days In The Desert
2.  Köld
3.  Pale Rider
4.  She Destroys Again
5.  Necrologue
6.  World Void Of Souls
7.  Love Is The Devil (And I’m In Love)
8.  Goddess Of The Ages

  Ég mun gera betri grein fyrir plötunni þegar ég hef hlustað á hana í tætlur.  Hér má sjá hvernig Sólstafir eru kynntir á heimasíðu Spinefarm Records,  http://www.spinefarm.fi/showband.php?id=162

  Það er einnig upplagt að kíkja á www.myspace.com/solstafir

  Hér er myndband þar sem Sólstafir flytja titillag plötunnar  Köld:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Athyglivert

Ómar Ingi, 7.2.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Titillagið lofar heyrist mér góðu!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Jens Guð

  Ómar og Maggi,  ég hef lengi verið aðdáandi Sólstafa.  Ég er eiginlega að bíða eftir því að hljómsveitin verði heimsfræg.

Jens Guð, 7.2.2009 kl. 23:45

4 identicon

Loksins komst gamli í þessa.

Þeir eru þekktir meðal margra púngarokksgrúskara þarna úti.

farinn að hlusta á love is the devil annars krakkar

Ari (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 02:36

5 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  gamli maðurinn var ekkert að uppgötva Sólstafi í dag.  Ég er búinn að hlusta á þessa hljómsveit mér til gleði og ánægju síðan 1900-og-eitthvað.  Ég hef grun um að ég sé búinn að sjá Sólstafi á hljómleikum hátt í 20 sinnum (jæja,  kannski bara 15 sinnum.  Geri mér ekki alveg grein fyrir því.  Oftast hefur það verið á hljómleikum með öðrum hljómsveitum).  Ég hef fylgst með þessari hljómsveit vaxa og þróast.  Bara í góða átt.  Reyndar er ég hálf feiminn við að sækja hljómleika Sólstafa síðustu ár vegna þess að ýmsir vilja spyrja mig út í ástæður þess að gamall gráhærður kall á sextugsaldri sé að mæta á svona hljómleika.  Og ekki bara á hljómleikum Sólstafa.  Ég upplifi mig stundum eins og aðskotahlut eða furðufyrirbæri frá síðustu öld á alvöru rokkhljómleikum.  Svona er að vera óþroskaður fram á gamals aldur.

Jens Guð, 8.2.2009 kl. 03:03

6 identicon

Þótt furðulegt sé, þá hefur nafnið alltaf forðað mér frá því að hlusta á þá, allar þessar helv... Sól eitthvað sveitaballafroðupoppsveitir hafa skemmt Sól í hljómsveitarnafni að eilífu.

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 08:53

7 identicon

það er rétt hjá þér Guðmundur. Hinsvegar voru Sólstafir stofnaðir 1995, langt á undan þessum sveitaballafroðupoppsveitum

Sigurjón Proppé (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:36

8 Smámynd: Jens Guð

  Já,  sólin hefur verið keyrð í svaðið af vondum hljómsveitum sem kenna sig við sólina.  En gleymum ekki dönsku hljómsveitinni Svartri sól (með Link Wray gítarsnillingi) og fleirum. Blessuð sólin er saklaus og elskar allt.  Nema íslenskar hljómsveitir sem hafa komið óorði á hana. 

Jens Guð, 9.2.2009 kl. 23:55

9 identicon

Þessi plata kom ekki út á vinyl er það? Annars er ég að leita að bestu vinylplötunni á síðasta ári. Sprengjuhöllin gaf út 2falda vinylplötu, aldeilis flottir á því, en svo er náttúrulega Sigurrós miklu betri tónlistarlega. Nokkrar aðrar vinylplötur hafa komið út 2008 en engin með Björku, er það. Ég hef verið að tala um það í vinylklúbbnum að veita bestu vinylplötunni viðurkenningu, heiðra þá á einhvern hátt. Hvaða vinylplötu myndir þú veðja á Jens?

Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband