21.2.2009 | 22:40
Meira af Póllandsferðinni
Það tekur um fjóra klukkutíma að fljúga frá Íslandi til Póllands. Álíka langan tíma tekur að fljúga frá Póllandi til Íslands. Í báðum tilfellum miðast við að færð sé þokkaleg, flugstjórinn sé ekki að drolla neitt og fljúgi bara stystu leið. Aðal flugvöllurinn í Varsjá heitir Chopin. Áríðandi er að rugla honum ekki saman við tónskáldið og píanistann Chopin. Samt er tenging þarna á milli. Flugvöllurinn - eins og margt fleira í Varsjá - er nefndur í höfuðið á tónskáldinu. Meira um það síðar.
Chopin flugvöllurinn er staðsettur á svipuðum stað í Varsjá og Reykjavíkurflugvöllur í Reykjavík. Það er margvísleg hagræðing fyrir almenning að hafa þessa flugvelli staðsetta þar sem þeir eru. Til að mynda er auðvelt að ferðast fyrir lítinn pening í strætó til og frá þessum flugvöllum. Það er lúxus að geta gengið út fyrir flugstöðina og þar að strætóbiðskýli í hlaðvarpanum; sest upp í næsta strætó og verið kominn niður í miðbæ á örfáum mínútum.
Fargjaldið kostar 94 kr. (2,80 pólskar krónur). Fargjald í pólskum strætisvögnum er mishátt eftir því hvað þjónustan er góð. Þeim mun styttra sem er á milli ferða því lægra er verðið.
Íslenskir bankar selja ekki pólskan pening. Ég tók með mér evrur og greiðslukort. Pólskar verslanir, hótel, pöbbar eða önnur fyrirtæki taka ekki við annarri mynt en pólskri. Sem betur fer uppgötvaði ég snemma að það er miklu dýrara að nota kort í Póllandi en brúka Johnny Cash (reiðufé). Þegar greiðslukort er notað er upphæðin yfirfærð í dollara og síðan í íslenskar krónur. Eitthvað misgengi gerir það að verkum að pólski peningurinn verður miklu dýrari en þegar skipt er úr evru. Það munar töluverðu. Gætið að því þegar þið farið til Póllands.
Það er margt fleira sameiginlegt með Varsjá og Reykjavík en vel staðsettir flugvellir. Hvorutveggja eru þetta höfuðborgir. Báðar ljótar. Sem að hluta ræðst af því hvernig mörgum ólíkum byggingastílum er hrúgað saman þannig að byggingarnar draga hver aðra niður.
Helstu kennimerki beggja borganna eru byggingar sem sjálfhverfir einræðissinnaðir stjórnmálamenn létu reisa sem minnisvarða um sjálfa sig. Í Varsjá sést menningar- og vísindaturnsbygging hvaðan sem er í borginni. Á turninum er stór klukka. Úr eru þess vegna sjaldséð í Varsjá. Menn gjóa bara auga í átt að turninum. Hann er næstum kvartkílómetri á hæð (mig minnir um 240 metrar). Hér sést efri hluti turnsins:
Stalín lét reisa þessa byggingu. Perlan sem Davíð Oddsson lét byggja í Reykjavík er flottari. Ráðhúsið sem hann lét reisa í andstöðu við Reykvíkinga er hinsvegar ljótari. Þegar allt er vegið saman er jafntefli hjá Stalín og kallinum í Svörtuloftum á þessu sviði. Hér sést meira af turnbyggingunni. Í samanburði við bílana sést glöggt stærð hennar:
Í nágrenni við turninn standa nokkrir skýjakljúfar í gjörólíkum byggingarstíl:
Myndin efst er af bar á Chopin flugvelli. Ég nennti ekki að skoða neitt annað í flugvallarbyggingunni. Eða réttara sagt átti ekki erindi annað þar á bæ.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Pepsi-deildin, Samgöngur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Mjamm. Perlan er samt forljót. Gæti rökstutt það í löngu máli, en beisikklí: Hlutföllin eru útí hött. Ráðhúsið: hjálpi mér sá sem vanur er. Enda var tilgangurinn sá einn að sýna hvað dodo gæti komist upp með.
Hjörtur (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 23:51
Hjörtur, út frá hvaða mælikvarða eru hlutföll Perlunnar út í hött? Eða öllu heldur: Hver önnur hlutföll myndu gera Perluna flottari?
Annað og verra: Perlan kostar Reykvíkinga drjúgan aur ár hvert. Hún er rekin með umtalsverðum halla. Eitthvað fór úrskeiðis við útreikninga á henni frá A - Ö. Byggingarkostnaður fór langt umfram áætlun að auki. En það er prýði að Perlunni.
Jens Guð, 22.2.2009 kl. 00:24
Þú veldur ekki vonbrigðum, ferðasögukaflarnir verða örugglega ekki færri en svona 15!?
Klipping, pólskt pönk, píur og barir, vara svo eitthvað sé nefnt, verður þér allt til efnis og svo auðvitað maturinn líka!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 04:00
Kíktir þú ekki í gamla bæinn sem er víst endurbyggð útgáfa af upprunalega gamla bænum? Það er jafn fallegt svæði og Grjótaþorpið. Sömuleiðis er flottur garður einhvers staðar mun neðar í borginni og inni í honum miðjum er höll sem hýsir nýlistasafn, líka mjög fallegur staður, flottari en Hljómskálagarðurinn og höllin er flottari en þessi í ,,Hallargarðinum". Þannig að þessar borgir eiga sína ágætu spretti. Þú hittir pönkara, pólskir umhverfisverndarsinnar buðu mér og fleirum á anarkistaball sem var virkilega vel heppnað, trommumenning sem hefði sómst sér vel í búsáhaldabyltingunni.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.2.2009 kl. 05:09
Njóttu ferðarinnar
Ía Jóhannsdóttir, 22.2.2009 kl. 11:03
Hvað í ósköpununum ertu að þvælast í póllandi ?
Ómar Ingi, 22.2.2009 kl. 15:36
Ég sé að barinn hefur tæmst þegar hinn dítoxaði Árni Johnsen hefur mætt á svæðið með fæðubótarefnin.
Þorsteinn Briem, 22.2.2009 kl. 15:55
Alltaf gaman að lesa þitt.Afhverju Pólland??
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 16:15
Þetta hefur verið flott ferð.
Sigurður Þórðarson, 22.2.2009 kl. 17:23
Knús knús og ljúfar kveðjur..:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.2.2009 kl. 19:39
Ég vona að þú hafir skemmt þér virkilega vel úti gamli.
Ég verð nú að segja að þessar byggingar eru mun fallegri en byggingarnar í Reykjavík enda borgin eitt skipulagsslys með nokkrum undantekningum. Perlan og Ráðhúsið eru gott dæmi um skipulagsslys.
Hannes, 22.2.2009 kl. 23:18
Maggi, mér þykir gaman að ferðast og mér þykir gaman að lesa ferðalýsingar annarra. Sömuleiðis vonast ég til að einhverjir hafi gagn og gaman að mínum ferðasögum. Ég tel ekki eftir mér - nema síður sé - að rekja þær fyrir sig.
Nú er Iceland Express með reglubundið flug til og frá Póllandi. Því má ætla að þeim Íslendingum fari fjölgandi sem gera sér erindi austur á bóg.
Anna, ég átti erindi í gamla bæinn. Hann er í göngufæri við miðbæinn - eins og Grjótaþorpið. Ég er hinsvegar áhugalaus um gömul hús. Þannig að ég skimaði frekar eftir pöbbum í gamla bænum en áhugaverðum húsum.
Að vetri til eru garðar í Varsjá frekar gráir og guggnir. Af myndum að dæma er yfirbragð borgarinnar mun fegurra að sumri til.
Gaman hefði verið að lenda á anarkistaballi. Hinsvegar hitti ég pönkarahóp á götu úti. Þetta virtust vera hálfgerðir útigangsmenn. Sníktu sígarettur og pening. Ég sagðist hvorugt eiga. En eftir smá spjall (fæstir töluðu samt ensku) fór vel á með okkur. Ég spurði liðið út í íslensku hljómsveitina I Adapt (sjá nýjustu færslu mína). Enginn í hópnum hafði heyrt í hljómsveitinni en sumir könnuðust við nafnið og vissu að síðasta plata I Adapt var nýkomin út í Póllandi. Pönkurunum þótti mikið til koma að ég þekkti söngvara I Adapt. Við þau tíðindi vildu þessir betlarar gefa mér bjór og deila með mér sígarettu. Pönkarahópurinn (um 10 - 12 manns) átti aðeins 3 sígarettur sem hann deildi með sér.
Vinskapurinn óx þegar ég upplýsti að ég hafi rekið pönkplötubúð á Íslandi og verið virkur í íslensku pönksenunni fyrir næstum 30 árum með útgáfu á pönkplötum og uppsetningu á pönkhljómleikum. Undir lokin þótti mér sem vinskapurinn væri orðinn það mikill að ég brá mér í verslun og splæsti 3 bjórkippum og sígarettupakka á liðið. Reyndar gegn loforði um að næsta plata sem pönkararnir myndu kaupa yrði með I Adapt.
Þegar við kvöddumst var ég umvafinn faðmlögum þar sem hanakambar og gaddaólar stungust í mig.
Jens Guð, 22.2.2009 kl. 23:41
Ingibjörg, ég naut ferðarinnar. Samt þótti mér Prag miklu flottari borg. Ein sú fegursta.
Ómar, nú er Iceland Express með reglubundið flug til Varsjár. Ég er búinn að heimsækja alla aðra áfangastaði Iceland Express og Flugleiða. Röðin var bara komin að Póllandi.
Jens Guð, 22.2.2009 kl. 23:47
Steini, það mátti rekja slóðina eftir Árna "eitraða" í Póllandi. Þar sem hann fór um var eins og dauðs manns gröf.
Sigurbjörg, röðin var komin að Póllandi. Ég er búinn að heimsækja aðra áfangastaði Iceland Express, Flugleiða og Flugfélags Íslands.
Jens Guð, 22.2.2009 kl. 23:53
Siggi, ég skemmti mér vel.
Linda mín, knús á þig.
Jens Guð, 22.2.2009 kl. 23:56
Hannes, þú deilir skoðun með Hirti um að Perlan sé ljót/umhverfisslys. Mér þykir Perlan falleg en Ráðhúsið dapurlegt klúður. Á meðan Ólafur F. var borgarstjóri mætti ég á vikulega fundi í Ráðhúsinu. Þó ég sé tiltölulega kærulaus í afstöðu til bygginga þá fékk ég, ja, næstum því sting í hjartað, í hvert sinn sem ég mætti í Ráðhúsið. Þessi bygging er eins og opið sár í sínu umhverfi. Gæti samt áreiðanlega verið flott í öðru umhverfi.
Jens Guð, 23.2.2009 kl. 00:06
Hún er alltof dýr og er ekkert nema blóðsuga á útsvar Reykvíkinga. Prag er falleg borg hef einu sinni komið þangað og það var ódýrt að éta og drekka þar.
Hannes, 23.2.2009 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.