Íslenskir rokkarar vinsælir í Póllandi

garaz#27pasazer

  Það fer lítið fyrir ensku í Póllandi.  Lesefni er að uppistöðu til einungis á pólsku.  Sama hvort um er að ræða matseðla,  merkingar á verslunum eða annarsstaðar,  dagblöð eða tímarit.  Vinsæl erlend tímarit eru þýdd og gefin út á pólsku.  Þetta á líka við um rokkblöð.  Pólverjar gefa einnig sjálfir út sér pólsk rokkblöð.  Í almennum bókabúðum má finna að minnsta kosti tug veglegra pólskra rokkblaða.

  Eitt mitt fyrsta verk,  nýkominn til Póllands,  var að kaupa tvö helstu pólsku rokktímaritin,  Garaz og Pasazer.  Þeim fylgja safndiskar með forvitnilegri pólskri rokkmúsík.

  Er ég fletti í gegnum blöðin kom í ljós að í báðum blöðunum er fjallað rækilega um plötuna  Chainlike Burden  með íslensku rokksveitinni I Adapt.  Þessi plata var að margra mati besta íslenska platan 2007.  Það er þess vegna ekki skrýtið að hún skjótist upp á yfirborðið í Póllandi núna - jafnvel þó meira en ár sé síðan I Adapt snéri upp tánum. 

  Þegar betur var að gáð uppgötvaði ég að  Chainlike Burden  er sérútgefin í Póllandi af stóru þarlendu plötufyrirtæki,  Spook Records.  Fyrirtækið mun hafa sent plötuna frá sér fyrir jól en pólska rokkpressan "kveikti ekki á perunni" fyrr en núna í febrúar.

  Eftir að ég kom aftur til Íslands var ég fljótur að finna sömuleiðis á netinu sitthvað um þessa plötu á pólskum netsíðum.  Að sjálfsögðu fæst þessi vinsæla íslenska plata í pólskum plötubúðum,  ásamt örfáum öðrum íslenskum plötum.  Ég mun skrifa færslu um það.

  Eintökin af tímaritunum Garas og Pasazer burðaðist ég með mér til Íslands sem mikilvæg sönnunargögn um að hér er farið rétt með.  Þau mun ég afhenda Birki Fjalari,  söngvara I Adapt,  við hátíðlega athöfn þegar hann kemur í hljómleikaferð til Íslands með kanadísku hljómsveitinni sinni,  Man Up. 

I Adapt 1

I Adapt "Chainlike Burden"

 

Iadapt_chainlike  10 najnowszych utworów załogi z Islandii. Pełen pasji hard core, z zaangażowanymi politycznie i chwytającymi za serce tekstami. Między Modern Life Is War czy nawet Tragedy. Niestety jest to prawdopodobnie ich pożegnalna płyta. (22 zł)

 

-------------------------------

I Adapt "Chainlike Burden"
I Adapt (Iceland)
  Kiedy przeglądałem ostatnio nowości płytowe w ofercie Pasażera, natrafiłem na islandzki zespół I Adapt z albumem "Chainlike Burden". Wydawcą jest polski label Spook Records, a jedno ze zdań reklamujących płytę doskonale oddaje pierwsze wrażenia: Pełen pasji hard core, z zaangażowanymi politycznie i chwytającymi za serce tekstami. Co ciekawe, jest to najprawdopodobniej pożegnalny krążek, ale zapewne w ramach pocieszenia, kapela udostępniła bezpłatnie swoje trzy pierwsze płyty w formacie mp3. I to właśnie ten materiał, a zwłaszcza album "Sparks Turn To Flames" (2003) zgłębiam od kilku dni. I faktycznie, I Adapt to wspaniały energetyczny hardcore, niezważający na gatunkowe podziały. W tekstach zaś, przesłanie społeczno-polityczne miesza się z osobistymi opowieściami o miłości czy przyjaźni.
Love. Compassion. Tolerance. These words we celebrate. ("Celebrate").
Gorąco polecam!
       ---------------------------
I Adapt - Chainlike Burden
Iadapt_chainlike
  Najnowsza produkcja I Adapt – “Chainlike Burden” - zmiażdżyła mnie po całości. Jest w niej bowiem coś, co zdołało mnie w pełni pochłonąć. Tym czymś są pasja i autentyzm bijące ze sztuk granych przez Islandczyków.

Jeśli ktoś pochodzi z tak małej wyspy i staje się popularny w danym gronie, to z pewnością stanowi to o jego, swego rodzaju, wyjątkowości. A I Adapt ma do zaoferowania naprawdę sporo. Grupa pokazuje ja umiejętnie łączyć starą szkołę hardcore z jego nowoczesnym obliczem. Wkłada też w swą twórczość maksimum zaangażowania i emocji, a wrażliwości muzycznej mogliby się od nich uczyć inni krzykacze. Każdy poruszony temat, polityczny czy społeczny, urozmaicają dźwiękami oddającymi jego charakter. Rzecz ta jest coraz rzadziej spotykana, bo podczas gdy większości zależy na agresywnym „naparzaniu” I Adapt potrafi zagrać wolno i refleksyjnie, bez cienia nudy i nieuzasadnionych kompleksów. Koniecznie sięgnijcie po „Chainlike Burden”, gdyż krążą plotki, że to ostatnie wspólne dzieło spółki Birkir – Addi – Ingi – Elli.

1. Future In You
2. Subject To Change
3. Historical Manipulation In A Nice Suit
4. No Courage In Hate
5. Sinking Ship
6. Same As It Ever Was
7. Close To Home
8. 03.03.05
9. Thought Time Would Forget
10. Snakes And Intentions

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Prins Póló

Ómar Ingi, 22.2.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég spurðist fyrir um Prince Póló.  Eftir því er ég kemst næst er það framleitt í litlu 12 manna fyrirtæki.  Hátt í 90% af framleiðslunni er seld til Íslands og til íslenskra umboðsmanna í Kanada og Svíþjóð. 

  Prince Póló er ekki stórt dæmi í Póllandi.  Þar eru þó seld fleiri afbrigði af þessu súkkulaðikexi en á Íslandi.  Að minnsta kosti kannast ég bara við þetta kex í gulllitum umbúðum.  Í Póllandi fæst það einnig í ljósbláum umbúðum,  dökkbláum og grænum.  Ég veit ekki hver munurinn er.  Gott ef kexið í ljósbláum umbúðum er ekki með kókósbragði.  Meira veit ég ekki.

  Pólverji sagði mér að í útvarpsauglýsingu væri sungið um Prince Póló á pólsku af - að mér skilst - Sumargleðinni í þungarokksútsetningu.  Í það minnsta er um sama lag að ræða og Sumargleðin söng og pólskur heimildarmaður minn sagði að þetta væri íslensk auglýsing.

Jens Guð, 23.2.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Damn og misstir af Júróvision

Einar Bragi Bragason., 23.2.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Ómar Ingi

Takk fyrir infoiðið um PP eitthvað sem marr nánasat vissi enda ekki gott nammi

En þú svaraðir ekki spurningunni um Pólland hvað varstu að gera þarna ?

Ómar Ingi, 23.2.2009 kl. 01:30

5 Smámynd: Jens Guð

  Einar Bragi,  flest fór framhjá mér varðandi Júróvision.  Ég man ekki hvort ég las einhversstaðar eða hvort mér var sagt að þú hafir tekið þátt í þessu dæmi.  Hinsvegar las ég að Óskar Páll Sveinsson eigi framlag Íslands til Júróvision í ár.  Ég hef ekki heyrt það lag og mun ekki tjá mig um það - þegar eða ef ég heyri það.  Óskar Páll er sveitungi minn úr Skagafirði og sonur Sveins hestamanns,  vinar pabba míns heitins.  Ég skrifa ekki neikvæðan stafkrók um Óskar Pál,  fremur en Geirmund eða aðra Skagfirðinga.  Það er vinnuregla.

  Ennþá betri fréttir eru að Birkir Fjalar,  söngvari I Adapt, er frá Reyðarfirði.  Sonur trommusnillingsins Viðars Ingólfssonar sem gerði það gott á árum áður með hljómsveit minni,  Frostmarki, og annarri til,  Jörlum. 

Jens Guð, 23.2.2009 kl. 01:45

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég er búinn að heimsækja alla áfangastaði Iceland Express,  Flugleiða og Flugfélags Íslands.  Núna er IE með Varsjá sem nýjan áfangastað.  Röðin var því komin að honum.

Jens Guð, 23.2.2009 kl. 01:50

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar ég var í Póllandi sumarið 2007, sá ég prince pólo víða í búðum, og margar gerðir af því. Ég held að það hljóti að vera ýkjur að aðeins 12 manns vinni við framleiðsluna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 14:09

8 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  ég þori ekki að halda neinu fram um Prince Póló.  Í dag var fullyrt við mig - af áreiðanlegum og fróðum manni - að Prince Póló sé framleitt af risastóru fjölþjóðafyrirtæki sem framleiði fjöldann allan af þekktu nammi.  Ég ætla til gamans að afla mér nánari upplýsinga hjá pólska sendiráðinu.   

Jens Guð, 23.2.2009 kl. 23:19

9 identicon

Thetta er merkilegur uppgroftur, brodir Jens.

Their eru hressir tharna i Pollandi ad gefa okkur ut an thess ad tala nokkurn timan vid okkur hahaha! Helviti svaesid. En thad er nu gott ad folk se ad hlusta.

Birkir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 17:01

10 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHAHA

Þú ert fyndinn fýr Jens

Ómar Ingi, 24.2.2009 kl. 19:59

11 Smámynd: Jens Guð

  Birkir,  ég varð ekki lítið hissa þegar ég byrjaði að stauta mig í gegnum annað pólska blaðið og sá þar umfjöllun um  Chainlike Burden.  Ég dreif mig í móttökuna á hótelinu og fékk konu þar til að þýða textann.  Hann var ein samfelld lofrulla um þessa kröftugu og þéttu plötu.  Svo fór ég að stauta mig í gegnum hitt pólska blaðið.  Þá varð ég ennþá meira undrandi að rekast þar á aðra umfjöllun um sömu plötu.

  Þá hugsaði ég með mér:  "Strákarnir úr I Adapt trúa þessu ekki nema ég sýni þeim blöðin."  Þess vegna geymi ég blöðin handa þér.

  Af því að þú ert í Kanada og sérð ekki íslensku dagblöðin þá bar það til tíðinda í dag að Morgunblaðið birti fyrri helminginn af þessari færslu.

  Ef þú vilt ræða við pólsku "sjóræningjaútgáfu" þá er hægt að senda liðinu tölvupóst í gegnum hólf lengst til hægri á netsíðunni http://www.spookrecords.sklepna5.pl/ .  Reyndar virðist þetta ekki vera sjóræningjafyrirtæki heldur alvöru fyrirtæki vegna þess að það auglýsir með stórum auglýsingum í helstu rokkblöðunum. 

  Kannski eru þetta þó bölvaðir refir sem meta litlar líkur á að Íslendingur sem rekist á  Chainlike Burden  í Póllandi þekki liðsmenn I Adapt.  Eða átti sig á að um pólska útgáfu á plötunni að ræða.  Þeir áttuðu sig ekki á Guðinum gamla í norðri.  

Jens Guð, 24.2.2009 kl. 21:39

12 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég er meira svona eins og galgopi.

Jens Guð, 24.2.2009 kl. 21:41

13 identicon

Gudi se lof, i nordri!

Birkir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:46

14 identicon

Eg er ad skoda heimasiduna http://www.spookrecords.com/ og ju mikid rett, i adapt er tharna i bands, news og releases. thetta eru meiru jolasveinarnir!

Birkir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:39

15 Smámynd: Jens Guð

  Þeir "tríta" ykkur eins og fyrirtækið sé með einkaumboð fyrir I Adapt.

Jens Guð, 27.2.2009 kl. 20:07

16 identicon

Grunar ad Ingi se ad fara ad senda theim linu. Laet thig vita hvad hefst upp ur thvi.

Birkir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:21

17 Smámynd: Jens Guð

  Birkir,  leyfðu mér endilega að fylgjast með framvindu mála.  Hvernig sem fer er samt rosalega gaman að I Adapt sé rokkstjörnudæmi í Póllandi.  Pólverjar eru um 40 milljónir og mér skilst að vinsældir rokkara í Póllandi nái gjarnan til nágrannalanda.

Jens Guð, 27.2.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.