Pólverjar svindla á Íslendingum

  Eftirfarandi fékk ég sent og er tekið af vef fjölmiðlafræðinema í Háskólanum á Akureyri,  Landpósti (http://landpostur.is/news/polverjar_hagnast_ologlega_a_islenskum_ponkurum/).  Fréttinni fylgir athugasemd frá ungri stúlku,  Elísu,  sem varar við því að ég sé óáreiðanleg heimild.  Ég er búinn að segja:  "Skamm,  skamm" við hana.  Enda er allt satt og rétt sem ég hef skrifað um þetta mál.  Og rúmlega það (hvernig sem það er hægt).

  Ef Elísa er fjölfræðinemi fær hún falleinkunn fyrir óvönduð vinnubrögð.  En góðu fréttirnar eru þær að hún getur bætt sig.  Lært af þessum mistökum og komið tvíefld til leiks. 

  Sem gamalreyndur blaðamaður til 30 ára votta ég Landpósti góð vinnubrögð.  Þarna er góð blaðamennska í heiðri höfð:  Komið strax að kjarna máls í fyrirsögn;  inntak fréttar afgreidd í stuttri og skilmerkilegri frásögn;  vitnað í viðbrögð þess sem málið varðar og vísað í heimildir ásamt nánari upplýsingar um umfjöllunarefnið.  Vel skrifuð frétt í líflegri framsetningu.  Einkunn: 10,  A+.

-------

Pólsk plötuútgáfa svindlar á íslenskum pönkurum

Chainlike Burden fellur vel í Pólska pönkara. Mynd: myspace.com/iadapt
Chainlike Burden fellur vel í pólska pönkara. Mynd: myspace.com/iadapt
Komið hefur á daginn að síðasta plata íslensku harðkjarnasveitarinnar I Adapt er seld ólöglega í vefverslun pólsku plötuútgáfunnar Spook Records. Málið kom upp þegar að bloggarinn Jens Guð fjallaði um sveitina á bloggsíðu sinni á dögunum. Hann hafði þá rekist á tvær stærðar greinar um sveitina í tveimur pólskum tónlistartímaritum.

Eftir birtingu færslunnar skrifar Birkir, söngvari sveitarinnar, athugasemd við færsluna og segir að útgáfan hafi aldrei verið borin undir sveitina og kom hann algjörlega af fjöllum.

Platan sem um er að ræða ber nafnið Chainlike Burden og kom út árið 2007. Stuttu eftir útgáfu hennar lagði sveitin upp laupana. Platan fékk góðar viðtökur á sínum tíma og var meðal annars tilnefnd sem plata ársins í Morgunblaðinu.

Hér er tengill á plötuna á heimasíðu Spook records

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trúlega hefurðu kúrt hjá þessari Elísu og haldið því svo fram opinberlega að hún sé léleg í rúminu.

Þess vegna heldur hún því fram að þú sért "óáreiðanleg heimild".

Þorsteinn Briem, 4.3.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Dunni

Er þessa plötu að fá í plötubúðum á Íslandi Jens?  Hefði ekkert á móti því að koamst yfir eintak.

Dunni, 4.3.2009 kl. 08:52

3 identicon

Nei það er ekki hægt að fá hana hér Dunni, hún er uppseld

Páll Hilmarsson hjá Mamma Þín Records segir á taflan.org:

ekki pressað aftur - eða ég geri það að minnsta kosti ekki

500 eintök

það eru einhver eintök eftir hjá Interpunk

http://www.interpunk.com/buyitem.cfm?Item=68666&

------------------------------------

Páll setur þó plötuna í mp3 formi til æsts lýðsins: http://gotuli.st/mammathin/mp3/

Heimild: http://www.taflan.org/viewtopic.php?t=41109

Ari (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:33

4 identicon

Dunni: plotuna ma einnig fa i gegn um www.revhq.com

http://revhq.com/store.revhq?Page=search&Id=MAMMA001

Birkir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:09

5 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  kenning þín er skemmtileg.  Nafn Elísu kveikir þó ekki á perunni hjá mér.  Reyndar er ég bölvaður klaufi í að muna nöfn.  Ég ræð samt af "kommenti" hennar að hún sé undir aldri til að koma til greina.  Kannski hefur þetta eitthvað að gera með mömmu hennar?

Jens Guð, 5.3.2009 kl. 00:47

6 Smámynd: Jens Guð

  Ja, eða ömmu hennar?

Jens Guð, 5.3.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband