11.3.2009 | 21:40
Skúbb! Stórfrétt
Norð-vestur kjördæmi hefur verið þungavigtarvígi Frjálslynda flokksins. Flokkurinn hefur jafnan landað tveimur þingmönnum í því kjördæmi. Það var þess vegna ekki að undra að ásókn var í annað sætið á framboðslista flokksins í vor. Talningu var að ljúka í prófkjöri flokksins í NV-kjördæmi. Niðurstaðan er þessi:
1. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður
2. Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður
3. Ragnheiður Ólafsdóttir, spámiðill og varaþingmaður
4. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður, aðstoðarmaður Guðjóns Arnars og fyrrverandi þingmaður.
Sigurjón Þórðarson virðist vera aftur á leið á þing. Það kemur ekki á óvart. Né heldur að kosning þeirra Guðjóns var yfirgnæfandi. Sigurjón hefur alltaf notið mikilla vinsælda. Þegar hann rýmdi annað sæti fyrir Kristni H. Gunnarssyni í NV-kjördæmi fyrir síðustu kosningar tapaði flokkurinn hátt í 300 atkvæðum í því kjördæmi. Á sama tíma bætti flokkurinn við sig í öðrum kjördæmum.
Undrun vekur að varaformaðurinn, Magnús Þór, hafnar í 4. sæti og spámiðillinn ofar. Ég spáði öðru. Spáðu í það.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Pepsi-deildin, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 33
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 1458
- Frá upphafi: 4119025
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Er þessi flokkur ekki dauður ?
Ómar Ingi, 11.3.2009 kl. 21:43
Ómar, nei. Mér reiknast til að þessi niðurstaða skili flokknum tveimur þingsætum í NV kjördæmi. Svo er spurning hvað kemur út úr Landsþinginu um helgina.
Jens Guð, 11.3.2009 kl. 22:28
Geri ekki ráð fyrir að Frjálslyndir nái 5% markinu í þetta skiptið. En Frjálslyndum til hróss er gaman að sjá að þeir höfnuðu Magnúsi Þór og Jóni Magnússyni. Þeir reyndu með ódýrum populisma að höfða til lægstu hvata fáfróðra og fordómafullra kjósenda og það varð þeim greinilega að falli.
Róbert Björnsson, 11.3.2009 kl. 22:34
varla varla Jensi minn
Ómar Ingi, 11.3.2009 kl. 22:37
Hvar er fréttin og skúbbið?
Það er alveg löngu vitað að Guðjón stýrir öðru sætinu og hefur alltaf gert.
S. Lúther Gestsson, 11.3.2009 kl. 23:01
Það að Sigurjón sé í öðru sætinu er gott fyrir flokkinn en ég býst við því að hann fái skell enda óvinnufær eins og 20ára bíldrusla sem allt er ónýtt í.
Hannes, 11.3.2009 kl. 23:07
Róbert. Hvorki Magnús né Jón voru reknir úr flokknum fyrir þann rasisma sem þeir boðuðu og aldrei hefur flokkurinn beðist afsökunnar á þeim rasisma sem boðaður hefur verið í nafni hans. En sammála erum við um popúlista aðferðir flokksins.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 23:07
Róbert, ég var á sínum tíma ósáttur við að þingflokkur Frjálslynda flokksins studdu þetta 5% lágmarksþrep. Ekki einungis vegna þess að ég óttaðist að það kæmi flokknum í koll á einhverjum tímapunkti heldur frekar vegna þess að það er ólýðræðislegt.
Ég tel það vera oftúlkun á málflutningi Magnúsar Þórs og Jóns að þeir hafi verið að höfða til lágra hvatra fáfróðra. Þú ert sennilega að vísa til meints daðurs þeirra við rasisma. Ég er harður anti-rasisti og varð var við að lagt var út af orðum þeirra á verri veg en þau gáfu tilefni til. Engu að síður var og er ég ósammála - eða öllu heldur hefði kosið að málflutningur þeirra hefði í einstaka tilfelli verið orðaður öðruvísi. Í því samhengi er ég til að mynda að vísa til blaðagreinar eftir Jón er bar fyrirsögnina "Ísland fyrir Íslendinga". Þó það skipti ekki miklu máli í dag þá var Jón ekki genginn til liðs við Frjálslynda flokkinn þegar hann skrifaði þá grein. Nú er Jón þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þar með á ábyrgð þess flokks. Til gamans bendi ég á að við Jón erum báðir félagar í Ísland-Palestína.
Ómar, það er ekki búið að setja saman alla framboðslista FF. Við í kjördæmafélagi Reykjavíkur norður eigum til að mynda eftir að stilla upp. Án þess að gefa of mikið upp þá getur verið að það muni koma skemmtilega á óvart hver leiðir þann lista. "You Ain´t Seen Nothing Yet" sungu Backman Turner Overdrive á sínum tíma. Eins og mál eru að velkjast getur verið að það ágæta lag eigi við í dag.
Jens Guð, 11.3.2009 kl. 23:22
Sigurður Lúther, það hefur aldrei komið upp sú staða að Guðjón stýri 2. sætinu. Hann er formaður flokksins og eðlilega í 1. sætinu. Stóra fréttin felst í því að varaformaðurinn lendir í sæti neðar en spámiðill frá Akranesi.
Jens Guð, 11.3.2009 kl. 23:26
Hannes, ég átta mig ekki á myndlíkingu þinni við bíl eða að Sigurjón sé óvinnufær. Sigurjón er í góðu starfi sem heilbirgðisfulltrúi Norðurlands. Vinsæll og virtur í því starfi. Hann er í raun allt að því að taka niður fyrir sig að setjast á þing. Ég á við út frá launum og kjörum og vinnu við það sem hann er menntaður til. Hann er hinsvegar ástíðufullur hugsjónarmaður í baráttu gegn kvótakerfinu og framgangi Frjálslynda flokksins. Einn heilsteyptasti, hreinskiptasti og heiðarlegasti hugsjónarmaður sem ég hef kynnst.
Jens Guð, 11.3.2009 kl. 23:36
Ég var að bera drusluna saman við flokkinn ekki Sigurjón.
Hannes, 11.3.2009 kl. 23:41
Hilmar, ég sé ekki að Frjálslyndi flokkurinn þurfi að biðjast afsökunar á þeim meinta rasisma sem hann hefur verið sakaður um. Það er frekar að flokkurinn þurfi að koma betur á framfæri að hann er ekki rasistaflokkur. Ég bendi á að formaður flokksins er giftur nýbúa/innflytjanda. Nýbúar/innflytjendur hafa skipað efstu sæti flokksins. Til að mynda í Skagafirði, mínu gamla sveitarfélagi og ég hef tekið þátt í kosningabaráttu flokksins þar.
Jens Guð, 11.3.2009 kl. 23:45
Hannes, ókey, ég átta mig á hvað þú ert að fara. Ég bendi á hinn bóginn á að við erum ekki búin að spila út öllum trompum. Sjáum til hvað kemur út úr Landsþinginu um helgina og hvernig framboðslisti okkar í Reykjavík norður verður.
Jens Guð, 11.3.2009 kl. 23:53
Hvað þýðir 4. sæti fyrir Magnús Þór? Hann verður ekki þingmaður hvernig sem kosningaúrslit fara.
Sveinn (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:57
Ef þið viljið bæta ímynd ykkar er mikilvægt að þið biðjist afsökunnar á rasismanum sem Jón, Magnús og aðrir hafa boðað í nafni flokksins og án nokkurar gagnrýni stjórnarinnar sem og að reka rasistana úr flokknum. Aðeins þannig komið þið því á framfæri að þið séuð ekki rasistaflokkur, annars mun rasisminn alltaf loða við flokkinn og rasistar sækja til ykkar.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 23:59
Sveinn, það verður spennandi að vita hvort Magnús Þór heldur varaformannsembætti á Landsþinginu um helgina. Það er hart að honum sótt. Hann hefur áður hrist af sér mótframboð frá Gunnari Örlygssyni og Margréti Sverrisdóttur. Það er stór spurning hvort hann stendur af sér mótframboðin núna.
Jens Guð, 12.3.2009 kl. 00:01
Ótrúlegt að Ragnheiður nær upp fyrir Magnús Þór, eitt bezta þingmannsefni landsins. Var það út á eina lýðskrumsræðu hennar á þingi – eða spádóma hennar?! Spáði hún kannski kreppunni!
Magnús Þór þarf að gefa strax kost á sér í Reykjavík – þar vantar foringja í lið ykkar.
PS. Þessi Hilmar er ómarktækur og ætti að vara sig á því að vera með meiðyrði hér og rangar sakargiftir á MÞH.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 00:08
Sammála þér með 5% regluna - mér finnst hún ólýðræðisleg og það var t.d. fáránlegt að íslandshreyfingin náði ekki inn manni síðast á meðan Frjálslyndir fengu 5!
Dettur heldur ekki í hug að væna almenna stuðningsmenn Frjalslyndra um rasisma... en það voru greinilega öfl innan flokksins sem vildu höfða til öfga-þjóðerniskenndar.
Róbert Björnsson, 12.3.2009 kl. 00:09
P.S. Auðvitað eru annars allir ómarktækir nema heilagur JVJ...eða þannig!
Róbert Björnsson, 12.3.2009 kl. 00:17
Jón Valur er fúll af því að ég gagnrýndi Vatíkanið á heimasíðu minni. Hvaða röngu sakargiftir hef ég borið á Magnús?
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 00:21
Hilmar, ég tala bara fyrir mig sem ritari kjördæmafélag Reykjavíkur norður. Sem harðlínu anti-rasisti er mér ljúft að biðjast afsökunar á að umræðan hefur í einhverjum tilfellum virkað á einhverja sem rasísk. Ég endurtek samt að þar er um oftúlkun að ræða. Það get ég staðið við eftir að hafa mörgum sinnum rætt þessi mál við þá sem einkum hafa verið sakaðir um rasisma í nafni flokksins.
Jens Guð, 12.3.2009 kl. 00:23
Þakka þér Jens en við erum samt ekki sammála með oftúlkunina. Vita máttu að þú hefur allan minn stuðning sækistu eftir efsta sæti flokksins í NV kjördæmi. Þú ert sá maður sem ég trúi helst til að lagfæra ímynd flokksins.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 00:36
Reykjavík Norður átti það að vera.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 00:44
Jón Valur, það kom mér virkilega í opna skjöldu að spámiðillinn næði sæti ofar MÞH. Það hefur ekkert að gera með viðhorf mitt til þeirra tveggja. Ég játa á mig að hafa metið dæmið ranglega þannig að varformaður og fyrrverandi þingmaður væri með sterkari stöðu en manneskja sem hefur ekki verið eins áberandi eða afgerandi í þjóðmálaumræðunni. Ég var að miða við hvað MÞH hefur í tvígang náð að standa af sér mótframboð í varaformannssæti með nokkrum yfirburðum (Gunnar Örlygs og Margrét Sverrisdóttir). Kannski hafði afstaða hans til palenstínskra flóttakvenna og barna til Akraness eitthvað að segja. Ég veit það ekki. Kannski hafði umtöluð ræða Ragnhildar á alþingi eitthvað að segja. Ég veit það ekki heldur. Kannski hafa spádómar hennar á Útvarpi Sögu hjálpað. Ég veit það ekki. Ég sá ekki niðurstöðuna fyrir. Ég spáði öðru. Og er þar með ekki eins góður í spádóm og spámiðillinn.
Ef allt gengur eftir sem nú er í umræðu hjá okkur getur verið að við í RN kjördæmi komum sterk til leiks. Fleiri kjördæmafélög eiga eftir að ganga frá sínum málum. Sjáum til og Landþingið er um helgina. Þar getur eitthvað óvænt gerst.
Jens Guð, 12.3.2009 kl. 00:45
Aha! en merkilegt!
Hilmar, þegar Jón Magg er farinn úr flokknum, hverja kennirðu þá þar við racisma? Þér virðist þykja racismi áberandi element í flokknum, hvers vegna? Tekurðu undir rangtúlkandi árásir andstæðinga ykkar, eða ertu að hugsa um einn ungan mann?
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 00:47
Upphaf innleggs míns síðasta var aths. við 22. innleggi.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 00:49
Róbert, Frjálslyndi flokkurinn fékk reyndar "aðeins" 4 þingmenn. Ekki 5. Ég var alveg jákvæður út í Íslandshreyfinguna, þannig lagað. Samt kroppaði hún töluvert af okkur í FF. Mér segir svo hugur að afstaða þingflokks FF til 5% reglunnar hafi verið beint gegn Íslandshreyfingunni. Ég hef alltaf verið opinskár, hreinskilinn og gagnrýninn á minn flokk. Kýs hreinskipta umræðu og allt uppi á borðum. Enda er ég ekkert í uppáhaldi hjá sumum í flokknum.
Jens Guð, 12.3.2009 kl. 00:56
Hilmar, þrátt fyrir mikinn þrýsting um að leiða framboðslista RN eru núna í gangi viðræður um dæmi sem eru mun meira spennandi. Ég sækist ekki eftir neinu sæti. Bara svo það sé á hreinu. Eins og staðan er í dag - veit ekki ennþá hver niðurstaða verður - er annað í stöðunni sem ég styð. Við eigum líka eftir að sjá hvað kemur út úr Landsþinginu.
Settu okkur betur inn í umræðuna um Vatíkanið. Sjálfur er ég í Ásatrúarfélaginu. Svo það sé líka á hreinu.
Jens Guð, 12.3.2009 kl. 01:07
Ég myndi telja aðfarir Magnúsar Þórs í fyrra gegn fáeinum flóttakonum sem vildu setjast að á Skaganum í fyrra vera rasisma og hafa skemmt mikið fyrir flokknum. Einnig viðhorf eins og landið sé að fyllast af útlendingum sem er auðvitað fáránleg alhæfing. Frjálslyndi flokkurinn tilheyrir svokölluðum far-right hreyfingum Evrópu en rasisminn liggur ekki endilega upp á yfirborðinu hjá þeim öllum heldur er honum pakkað inn sem "áhyggjum af velferð þjóðarinnar" og að "stemma verði stigu við komu innflytjenda til landsins". Fylgið í síðustu kosningum kom að mestu frá fólki sem var andstætt innflytjendum og slagorðið "Ísland fyrir Íslendinga" var notað ótrúlega oft.
Þó tek ég undir orð Róberts þegar hann segir að ekki allir meðlimir flokksins séu rasistar en þeir eru þó flestir sekir um þegjandi samþykki og hafa látið hatrið sundra flokknum.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 01:10
Ég óska þér velfarnaðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur Jens. Umræðuna um Vatíkanið geturðu lesið á síðu minni en ég hef skrifað tvær greinar um undarleg viðhorf þeirra til mannréttinda.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 01:12
Hilmar, ég vil taka eftirfarandi fram: Ég skilgreini enga út frá þjóðerni, trúarafstöðu, litarhætti, kynhneigð eða neinu öðru en mínum persónulegu kynnum af einstaklingnum. Ég er kominn vel á sextugsaldur og var í næstum aldarfjórðung giftur konu af ætt Cherokee indíána. Mín börn eru þar af leiðandi "kynblendingar". Kannski þess vegna - held þó að það skipti ekki máli - hef ég alla tíð verið harðlínu anti-rasisti.
Ég hvet þig til að lesa stefnuskrá FF á www.xf.is um samþykkt flokksins í málefnum útlendinga. Einhverjir kunna að hafa farið óvarlega í orðavali í þessari umræðu. Ég þræti ekki fyrir það. Sömuleiðis þótti mér afstaða MÞH til palentísku kvennanna kjánaleg. Og dró þann sérkennilega dilk á eftir sér að fulltrúi FF á Akranesi yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
Ég segi bara eins og mér býður hugur. Reyni ekki að fegra neitt en tel að um oftúlkun sé að ræða að FF sé rasistaflokkur.
Ég ætla að kíkja á bloggsíðu þína um Vatikanið.
Jens Guð, 12.3.2009 kl. 01:46
Þú ert vondur vegvísir um margt, Hilmar, eins og ég hef kynnzt, en heldur þó áfram að reyna að fræða fólk um það, sem þú færð ekki sannað, t.d.: "fylgið [Frjálsl. flokksins] í síðustu kosningum kom að mestu frá fólki sem var andstætt innflytjendum."
Segðu okkur svo (ég skora á þig): Hvar hefur Magnús Þór sagt, að "landið sé að fyllast af útlendingum"? Og hvar birtist þetta "hatur" í flokknum, sem þú ert að tala um? Hatarðu kannski sjálfur flokkinn?
Orð þin um afstöðu Magnúsar í flóttafólksmálinu eru á þína ábyrgð, órökstudd og röng. Það var enginn racismi á bak við þau. Settu þig betur inn í mál. Og hafi Íslendingar viljað taka inn örbjarga flóttafólk, áttum við að fá hingað fólk frá Darfúr, sem er þar að auki margfalt fjölmennara og í meiri háska statt en þetta Palestínufólk í Írak. En vinstrigræna konan hans Sveins Rúnars Haukssonar fekk að setja puttana í þetta mál, og því fór sem fór.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 01:55
Jens. Ég er sammála þér um að dæma beri fólk eftir einstaklingum og hef ég aldrei vænt þig um neitt annað.
Ekkert í stefnuskrá FF bendir til rasisma en orðaval sumra í flokknum hefur verið einkar óvarlegt í málaflokknum, eins og þú segir. Afstaða Magnúsar Þórs til kvennana virðist vera að koma í bakið á honum núna og já, hún var kjánaleg.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 01:56
"fylgið [Frjálsl. flokksins] í síðustu kosningum kom að mestu frá fólki sem var andstætt innflytjendum."
Flokkurinn fimmfaldaði fylgið sitt eftir innflytjendamálin urðu helsta stefnumál flokksins.
http://www.visir.is/article/20061109/FRETTIR01/111090108
Magnús hefur dæmt sig sjálfur en vel má vera rétt að fólk í Darfúr þurfi á hjálp að halda líka og tel ég að skoða mætti möguleikann á að taka hóp þaðan næst. En Magnús var ekki ósáttur með hópinn sem kom, hann vildi ekki neina flóttamenn því hann taldi þá skerða lífsgæði Akurnesinga sem þó voru flestir á móti áformum hans.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 02:25
Hilmar, það var ekki kosið 9. nóvember 2006, heldur vorið 2007, og þá hafði Frjálslyndi flokkurinn miklu minna fylgi.
Ef Magnús Þór hefur "dæmt sig sjálfur", ættir þú ekki að þurfa að setja þig í neitt dómarasæti yfir honum; en svo vill raunar til, að jafnvel um þetta atriði ferðu rangt með. Er ekki nóg komið af slíkum á einum degi?
Svo ertu nú kominn í bera sjálfsmótsögn þegar þú segir hér: "En Magnús var ekki ósáttur með hópinn sem kom." – Hvar er þá allur racisminn?!
Það er gott, að þú sért opinn fyrir því að "skoða það" að fá hingað flóttafólk frá Súdan, þó að þessi orð þín
séu hins vegar klaufaleg (remarkable understatement): "vel má vera rétt að fólk í Darfúr þurfi á hjálp að halda líka".
Batnandi manni er bezt að lifa. Lif heill!
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 02:40
Það sem ég átti við.Magnús vildi ekki frekar fólk frá Darfur en Palestínu. Hann vildi enga flóttamenn fá.
"séu hins vegar klaufaleg (remarkable understatement): "vel má vera rétt að fólk í Darfúr þurfi á hjálp að halda líka""
Þau þurfa á hjálp að halda eins og aðrir, sem eiga um sárt að binda, og mikilvægt að við tökum fyrir þeirra mál næst þegar metið er hvaða hópi flóttamanna við tökum við. Í tilvikinu á Akranesi var komist að annari niðurstöðu en yfirleitt er metið hvaða hópur þarf mest á aðstoð að halda.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 03:03
Ég spái Frjálslynda Flokknum 3 % fylgi og að hann lognist svo fljótlega út af í kjölfarið. Þetta er alls ekki óskhyggja hjá mér. Ég vona bara að fylgi flokksins skili sér ekki til gömlu föðurhúsanna, Sjálfstæðisflokksins.
Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:05
Furðuleg umræða. Ættli MÞH hafi verið á móti því líka ef 30 Ísfirðingar hefðu flutt á Skagann á eina og sama deginum. Sennilega því þeir hefðu hugsanlega aukið eftirspurnina eftir vinnu á Skaganum og þar með minnkað lífsgæði Skagamanna.
Guðjón formaður FF sér um að koma "réttum manni" að í 2. sæti listans til að sópa sem mestu fylgi á bakvið sjálfan sig (eitthvað óeðlilegt við það?). Sendum bara MÞH Suðurlandið kannski hann eigi möguleika þar.
Jens á Þing hvort sem það verður RN eða RS á þing með hann, bara til að auka flóruna þar og eins langar mig að sjá hann með bindi (eða var búið að afnema bindisskylduna?).
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn og boðið sviðin.
Sverrir Einarsson, 12.3.2009 kl. 10:16
Hvað varðar vangaveltur um Ragnheiði Ólafsdóttur og Útvarp Sögu, þá er hægt að afskrifa þá kenningu. Allavega er lítið hlustað á þann fjölmiðil hér, og ekki hefur hróðurinn aukist eftir að Eiríki Stefánssyni var gefinn laus taumurinn með allskonar fúkyrðaflaumi.
Sannleikurinn er sá að Ragnheiður Ólafsdóttir er heilsteypt kona með heilsteyptar skoðanir og hefur sýnt og sannað að hún er maður fyrir sinn hatt. Veit ekki hvort þú ert að reyna að niðurlægja hana með þessu spámiðilstali. Þó hún sjái lengra en nefið nær, þá hefur hún bara einfaldlega margt til brunns að bera og það veit fólkið sem hefur fylgst með henni. Það munaði ekki miklu á Magnúsi Þór og Sigurjóni í annað sætið, eða einungis um 7 atkvæðum. Það var vegna þess að Ragnheiður fékk mjög mikið fylgi í þriðja sætið sem skilaði henni þeim sigri.
Þetta var póstkosning, gerð af heiðarleika og Guðjón kom hvergi að henni. Þetta var alfarið í mínum höndum og þess góða fólks sem ég fékk í lið með mér við talningu. Allt gert eftir bestu vitund og virðingu fyrir frambjóðendum og kjósendum.
Ég er sátt við þessa niðurstöðu og svo voru flestir í kring um mig. Þegar við leggjum dómin í hendur fólksins þá verðum við líka að una niðurstöðunni. Því miður virðist mér Magnús Þór ekki vera sáttur og er þegar farin að opinbera það ósætti opinberlega. Ég tel það ekki vera farsællega leið til að halda sæti sínu sem varaformaður. Ef þú getur ekki borið virðingu fyrir ákvörðunum fólksins, þá er erfitt að sjá hvaða erindi þú átt í pólitík. Það er mitt álit.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2009 kl. 10:27
Tvenns konar dauðasveitir hafa herjað á fólkið í Darfúr, hermenn Súdans og Jalaweed-sveitirnar (nafnið kannski ekki 100% rétt), sem einnig njóta stuðnings Súdanstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar tala um FJÓRÐUNG MILLJÓNAR drepinna í því þjóðarmorði, og þar hefur konum verið rænt og nauðgað. Svo hímir margföld þessi tala fólks í flóttamannabúðum við versta viðurværi.
Hilmar, sem virðist lítið hafa frétt af þessu, ætti að kynna sér það betur og hætta að jafna þessu við aðstöðu fólksins á landamærum Íraks og Írans. Þegar hann segir: "Akranesi var komist að annarri niðurstöðu," þá er hann að vísa í – og skýla sér á bak við – pólitíska niðurstöðu byggða á þrýstihópsstarfsemi Palestínuvina, ekki byggða á mati á því, hvar aðstaða flóttamanna í heiminum var verst.
Þegar Hilmar hefur hugsað sig um, væri ég reiðubúinn að taka höndum saman með honum að þrýsta á um, að Íslendingar taki við flóttafólki frá Súdan (þar birtist nú allur MINN racismi). Ég er viss um, að Magnús slægist í þann hóp.
Stefán, Frjálslyndi flokkurinn nær 1 þingsæti auðveldlega í NV-kjördæmi og fleiri þingsætum, ef Magnús Þór fer fram í Reykjavík. Ekkert gæti komið í veg fyrir þetta nema það eitt, að þjóðin sé allt í einu búin að taka Fjórflokkinn fullkomlega í sátt, hvítþvo hann og láta almenningsféð, sem hann notar síðustu mánuðina fyrir kosningar og fekk úr vösum okkar (á 4. hundrað millj. kr.), sannfæra sig um, að allir hinir flokkarnir séu samsettir af skítseyðum og undirmálsmönnum sem ekki séu nógu virðulegir til að ná inn á þing, hvort sem þeir eru á L-lista eða öðrum smáflokkum.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 10:30
"Skítseiði" skrifar maður vitaskuld.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 10:31
Tek undir með Sverri umræðan er furðuleg í sambandi við MÞH og var oftúlkuð. Mér finnst það orðið spurning hjá Hilmari að hann fái MÞH í umræðu um þessi mál heldur en að fara hamförum á allar þær bloggsíður sem eitthvað fjalla um FF og úthrópa MÞH og flokkinn. Ekki þarf Hilmar að hræðast fylgi FF sem stendur í 2%.
Ég sé þetta líka eins og Sverrir nú er Guðjón komin með "réttan manninn" sem bjargar honum á þing í þetta skipti og gleðst ég með Sigurjóni og vona að FF fólk kunni að meta að enn eigi þeir menn eins og Sigurjón. Látum MÞH njót sannmælis en ekki áróðurs.
Rannveig H, 12.3.2009 kl. 10:55
Tek undir með Rannveigu.
Á landamærum Íraks og SÝRLANDS mun það víst vera, þetta Palestínufólk.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 10:58
Hefði viljað sjá Ragnheiði í öruggu sæti..því svona konu eins og hana vil ég hafa á þingi. Best að sjóða seið og galra fram þulu svo hún megi fljúga með strákunum beint inn á þing og halda áfram því þarfa starfi að skamma þingið fyrir slælega frammsitöðu og fádæma slór á öllu því sem þarf að gera núna. Ef þetta þing fer í langt sumarfrí á ögurstundum eins og nú eru uppi eru þau öll með tölu vanhæf og óverðug að sitja á þinginu okkar. Ég vil sjá fólk bretta upp ermar og taka törnina þar til neyðin er yfirstaðin.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 11:35
Íslenskri menningu stafar hætta af innflytjendum.
Íslensk tunga á undir högg að sækja vegna innflytjenda og eftir fáein ár talar stór hluti þjóðarinnar ekki íslensku og þekkir ekki menningu og sögu þjóðarinnar.
Alvarlegir glæpir eru að aukast vegna innflytjenda. Fólki er ekki óhætt að ganga um götur og konur eiga á hættu að vera nauðgað vegna straums innflytjenda.
Grunnstoðir velferðakerfisins eru að hruni komnar vegna innflytjenda.
Það er verið að kaffæra þjóðina af innflytjendum.
Innflytjendur stunda félagsleg undirboð og eru ógn við íslenskt verkafólk.
Innflytjendur eru að taka vinnuna af Íslendingum, sérstaklega þeim sem eiga undir högg að sækja.
Innflytjendur eru að koma hér upp skipulagðri glæpastarfsemi í stórum stíl.
En mesta hættan sem stafar að Íslendingum nú (sagt í sumar) er að þegar um hægist í efnahagslífinu þá flytur gott fólk frá Íslandi á meðan innflytjendur leggjast upp á atvinnuleysisbóta- og velferðakerfið.
Frjálslyndi flokkurinn leggst gegn því að tekið verði á móti flóttafólki á Akranesi. Ástæðan? Þeir taka húsnæði og vinnu frá Íslendingum og eru álag á leikskólana. Í fyrstu var talið að flóttafólkið kæmi frá Suður-Ameríku en þetta reyndust vera múslímar. Frjálslyndi flokkurinn vill ekki þetta fólk.
Íslendingum stafar mikil hætta af berklum sem innflytjendur flytja með sér til landsins.
Innflytjendur eru ógn við kristin lífsgildi.
Kristinn H. Gunnarsson hefur svikið kjósendur Frjálslynda flokksins með því að gagnrýna málflutning flokksins í málefnum innflytjenda.
"Sættum við okkur við það er okkur sama um að fimmti hver íslendingur árið 2020 tali ekki íslensku? Þekki ekki sögu þjóðarinnar? Við erum svo lítið sandkorn í þjóðahafinu að mesta ógn sem sjálfstæð íslensk þjóð og íslensk menning hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir er núna. Það er okkar hlutverk að velja leiðina áfram. Fyrir Ísland og íslendinga."
Jens. Þetta er aðeins brot af því sem Frjálslyndi flokkurinn hefur látið fara frá sér, þingmenn, formaður ungra frjálslyndra, varaformaður og formaður. Flokkurinn virðist hafa tekið upp hráa stefnu margra öfga þjóðernishyggjuflokka nágrannalandanna. Flokkar sem margir kenna við rasisma. Hvernig er hægt að vera svona blindur og segja að það sé bara oftúlkun að FF hafi talað gegn innflytjendum?
Jón Kristófer Arnarson, 12.3.2009 kl. 11:59
Eins og allir taka hér eftir, er engin heimild gefin hér upp, engin vefslóð, engin blaðagrein, engin ræða. Fyrir hvern talar Jón þessi Kristófer? Einhvern andstöðuflokkanna? Mætti hann ekki bara á svæðið til að varpa rýrð á ykkur Frjálslynda? En með sínum egin orðum standa menn eða falla, ekki tilbúningi, of- og mistúlkunum annarra.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 12:14
Heill og sæll; Jens Guð, og þið önnur, hér á síðu hans !
Hilmar Gunnlaugsson; ágæti drengur ! Finnst rétt; að árétta það, að rasisma er einungis, á færi mannfræðinga að skilgreina. Magnús Þór Hafsteinsson, stórvinur minn, er aftur á móti, lærður fiskeldisfræðingur, Hilmar minn. Þar er; stór munur á.
Ótrúleg; þessi andskotans meinbægni, út í sjóhunda- og þungavigtar sveit þeirra Guðjóns Arnars - alla daga, hjá sumu fólki. Má vera; að þetta sé, vegna minnimáttarkenndar viðkomandi, hvar þau Guðjón hafa; yfirleitt, stórmennum, á að skipa, í sínum röðum, sem kunnugt er.
Hins vegar; þurfa landbúnaðarmálin, að fara að hafa mun meira vægi, innan FF, enda,, hafa margir bændur hlýjar kenndir, til þeirra Guðjóns Arnars, sem kunnugt er.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 12:17
Jón Valur, ég er hér ekki að tala fyrir einn eða neinn, nema þá sjálfan mig. En þú ert þá sammála mér um að svona málflutningur er ekki í lagi. Ég fagna því og það er kannski aðal atriðið.
Það sem ég lista þarna upp ættu margir að kannast við úr umræðum síðustu ára. Ég nenni samt ekki að grafa það upp allar heimildir fyrir þessu, enda margt skemmtilegra hægt að gera en að lesa yfir einhvern rasistaáróður.
Ein bein tilvitnun er þarna og er það fengið úr grein Jóns Magnússonar sem forystumenn flokksins tóku heilshugar undir. Enn má finna þá grein á vefsíðu flokksins þó Jón hafi leitað á önnur mið.
http://old.xf.vefurinn.is/index.php?meira=1552
Jón Kristófer Arnarson, 12.3.2009 kl. 13:31
Þú skrifaðir þetta þá eftir skeikulu minni þínu, nafni. Gott að þú komst hér fram með staðfestingu þess!
Nafni okkar Magnússon hefur hins vegar skráð sjálfur sína afstöðu, og hann er nú í Sjálfstæðisflokknum og hans menn.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 15:10
Ég skal glaður starfa með þér Jón Valur og kynna mál íbúa Darfur héraðs en hvers vegna heldur þú að Magnús vilji hjálpa til við baráttuna, eru íbúarnir ekki full dökkir á hörund fyrir hann? Við skulum þó varast að gera lítið úr þeirri neyð múslímsku kvennana en hún var talin mikil af ýmsum.
Þú kemur hér með mjög gott innlegg Jón Kristófer. Af hverju er greinin enn á síðu flokksins ef þeir neita því sem í henni er ritað?
Óskar. Rasisma geta flestir skilgreint þó þeir séu ekki menntaðir í mannfræði.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 15:19
Látið JM færa síðuna yfir á xd.is, Frjalslyndir!
Hilmar, Magnús Þór hefur ekkert kvartað yfir því, að einn né neinn sé "full-dökkur". Hins vegar er hann sér meðvitaður um öfgaislömsku hættuna, þekkir þau mál vel frá Noregi, þýddi mikla bók um það efni (útg. hjá Uglu eða Nýja bókaforlaginu) og vill ekki, að við gerum neitt að ástæðulausu, sem stuðlað geti að slíkum misklíðarefnum hér á landi.
Takk annars fyrir umræðuna.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 15:38
Þakka þér sömuleiðis Jón Valur.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 16:05
Komið þið sæl; á ný !
Hilmar; og einnig spjallvinur minn, Jón Kristófer !
Þið farið báðir; villur vegar, í ályktunum ykkar - um skilgreiningu manna, á kynþáttum þessa heims. Það er; sitthvort, litarháttur venjulegs fólks (hver ekki skiptir neinu máli), eða hvort uppi vaði trúardellur, hverjar ekkert erindi eiga, hér heima á Fróni.
Hugði; að þið vissuð, hversu frjálshyggju andstyggðar dýrkunin, meðal flokka sinna : Sjálfstæðisflokks - Framsóknarflokks og Samfylkingar, væru næg úrlausnarefni, þó svo við færum ekki, að bæta við leiðinlegum og heimskum kuflakörlum, frá Mið- Austurlöndum - organdi ömurlegt bænakvakið, fimm sinnum á dag, ofan í hroðann, sem fyrir er,ágætu drengir. Nóg er samt; við að etja -VÍTISENGLA þá, hverjir komu samfélagi okkar á hliðina - hinna innlendu skratta, af okkar eigin stofni.
Hilmar ! Eiginlegir rasistar eru; sem fyrr segir - mannfræðingar þeir, hverjir numið hafa sín fræði - okkur hinum til upplýsingar.
Reyndu; að skilja mínar meiningar, án hártogana, allra.
Punktur !
Með beztu kveðjum; sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:10
Nýtt nafn á Saddam Hussein: SoDamnInsane hehehehehe. Crusty The Clown á heiðurinn af þessum!
Siggi Lee Lewis, 12.3.2009 kl. 18:19
Hvers vegna er það alltaf sama umræðan sem fer af stað eftir hverja einustu kosningu sem er hjá frjálslyndum....
Guðjón Arnar kom þessum þarna að, Guðjón kom þessum að eða hinum eða þeim.
hvaða bull er þetta í ykkur eiginlega?
ef eitthvað er þá hefði hann örugglega viljað koma varaformanninum í 2 sætið,
kannski er þetta áfall fyrir hann að Magnús komst ekki að í 2 sætið.
Ef Magnús er byrjaður að fara í einhverja fýlu vegna þessarar kosningar þá verður hann að eiga það við sjálfan sig. en menn og konur verða bara að sætta sig við orðinn hlut.
fólkið kaus svona.
Arnar B. Guðjóns. (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:29
Ég hefði gjarnan viljað taka þátt í umræðunni við ykkur í dag. En vegna þess hvað ég er vinsæll var togast á um mig á öðrum vígstöðvum. Kaffiboð hér, matarboð þar og svo framvegis. Það lá við að ég yrði að taka mér frí frá vinnu í allan dag. Slík voru lætin. En ég var sem sagt fjarri tölvu í allan dag. Nú ætla ég hinsvegar að skoða "kommentin" ykkar. Vinsamlegast ekki móðgast þó ég svari þeim ekki öllum heldur tipli á þeim sem innifela spurningar til mín. Það er skollin á nótt og Landsþingið hefst í Stykkishólmi á morgun. Það er um langan veg að fara. Dvöl fram á sunnudag útheimtir fulla ferðatösku af smurðum flatkökum með hangikjöti. Það tekur tíma fyrir óvanann að gangafrá því og pakka í plastpoka. Maður tekur ekki áhættu með að nokkurn mat sé að fá í Stykkishólmi á þessum tíma árs.
Jens Guð, 12.3.2009 kl. 23:51
Hilmar, varðandi athugasemd #34: Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf mælst mun lægra í skoðanakönnunum en kosningum. Ástæðan er sú að flestir sjómenn kjósa FF. Þeir eru úti á sjó og ekki í farsímasambandi þegar skoðanakannanir eru gerðar.
Ef ég man rétt fékk FF 7,8% fylgi í síðustu kosningum. Miðað við þumalputtareglu og tæplega 2000 skráða félaga má ætla að "fastafylgi" FF sé nálægt 5%. Reiknum með að það sé örlítið ofmat. Sé kenning þín um útlendingaandúð og fylgi við FF rétt er fagnaðarefni að rasistar séu ekki hærra hlutfall af kosningabæru fólki en þessar tölur sýna.
Ég ætla ekki að gera lítið úr þínum málflutningi. Engu að síður ætla ég að fullyrða að uppistaða kjósenda FF sé fyrst og fremst að greiða andstöðu við kvótakerfið atkvæði. Þannig er það minnsta kosti með þá kjósendur FF sem ég þekki.
Að öðru leyti vísa ég á svör Jóns Vals.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 00:03
Stefán, það er ekki gott að spá. Allir framboðslistar eru ekki komnir fram. Ég ræddi í dag við kandidat sem mun að öllum líkindum leiða framboðslista FF í Reykjavík norður. Þar er um þungavigtarmann að ræða með stórt bakland. Það er nánast í hendi að flokkurinn nær manni inn þar + 2 í NV. Miðað við atburðarásina þessa daga er ég að fá tilfinningu fyrir því að FF muni vinna óvæntan kosningasigur.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 00:11
Sverrir, ég fylgist það vel með innanhúsmálum og þekki það vel mitt heimafólk að mér er óhætt að fullyrða að Guðjón Arnar hefur ekki á nokkurn hátt beitt sér í prófkjöri NV. Þegar Guðjón Arnar beitir sér gerir hann það fyrir opnum tjöldum þannig að stuðningur við einhvern fer ekki á milli mála. Þannig studdi hann Magnús Þór opinberlega til varaformanns á síðasta Landsþingi.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 00:19
Ásthildur Cesil mín kæra, ég skal alveg afskrifa kenninguna um Ragnheiði Ólafs og Útvarp Sögu. Mér er kunnugt um að Skagafjörður er á hlustunarsvæði ÚS. Ég veit ekki hvað stöðin næst víða um Vesturland. Einhverjir hlusta á stöðina í tölvu. Ég hef heyrt, ja, nú man ég ekki hvor Vagnsdóttirin það er, sem tjáir sig stundum frá Vestfjörðum í símatímum ÚS.
Ég, staðsettur í Reykjavík, hef oft hlustað á Ragnheiði í ÚS. Þar kynnir hún sig ætíð sem spámiðil og er jafnan þar kynnt sem spámiðill. Hún auglýsir líka á ÚS þjónustu sína sem spámiðil.
Því fer fjarri að ég sé á einhvern hátt að niðurlægja hana með spámiðilstali. Ég þekki hana fyrst og fremst sem Ragnheiði Ólafsdóttur spámiðil. Móðir mín elskuleg er frægasta spákona Norðurlands. Kona sem ég var giftur til næstum aldarfjórðungs er spákona að atvinnu. Ég er í Ásatrúarfélaginu og þar er fjöldi þekktra spámanna. Allsherjargoðinn, Hilmar Örn, góður vinur minn, hefur haldið námskeið í spálestri. Sjálfur hef ég rekið verslun með spávörur: Tarot, rúnir, spákúlur og þess háttar. Ég sé ekkert neikvætt eða niðurlægjandi við að kenna fólk við hæfileika til að spá og spekúlera. Ég er líka góður í að spá þegar sá gállinn er á mér.
Varðandi 7 atkvæða mun má setja dæmið upp þannig að af 40-og-eitthvað atkvæðum erum við að tala um ca 15% eða 1/7. Í því samhengi er um mun að ræða. Annars er þetta atriði ekkert sem ástæða er til að dvelja við eða gera að neinu atriði.
Mestu skiptir að við erum bæði sátt við niðurstöðuna. Og væntanlega erum við bæði sammála um að að raunhæfur möguleiki sé á að að NV kjördæmi landi 2 þingsætum.
Sjáumst á þinginu um helgina.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 00:51
Jón Valur, bestu þakkir fyrir að halda á lofti stríðglæpum í Darfúr.
Rannveig mín kæra, þú ert alltaf frábær.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 00:57
Katrín mín kæra, fyrrum vinnufélagi á Útvarpi Rót. Ragnheiður verður varaþingmaður. Ef allt gengur á besta veg. Þá fáum við að heyra hana aftur taka þingheim til bæna.
Jón Kristófer, ég vísa til svars nafna þíns Jóns Vals. Einnig vil ég vekja athygli á að skráðir félagar í FF eru hátt í 2000. Ég kýs að vísa til stefnuskrár FF, eins og hún er á www.xf.is, fremur en tilvitnanir í einstaklinga sem segja eitthvað annað en það sem fram kemur í samþykktri stefnuskrá flokksins.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 01:09
Óskar Helgi, ég er þér sammála með að við í FF þurfum að taka upp alvöru umræðu um landbúnaðarmál.
Jón Kristófer og Jón Valur, það þarf að lagfæra að Jón Magnússon sé ekki lengur talsmaður FF. Eins ágætur og Jón Magnússon er og mín kynni af honum hafa verið afskaplega góð þá er hann ekki í FF heldur Sjálfstæðisflokknum og þar með talsmaður þess flokks en ekki FF. Þetta þarf að laga á heimasíðu xf.is og annarsstaðar.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 01:18
Siggi Lee, slitnaði ekki hausinn af Hussein þegar hann var hengdur. Eða var það af einhverjum öðrum? Man það ekki. Hvort sem það var Hussein eða annar þá ber sá nafnið "Hinn hauslausi". Þá er ég að vísa til þess að ég er að lesa Hrafnkels sögu Freysgoða. Ég held að það sé pabbi Haraldar hárfagra Noregskonungs - fremur en afi - sem var kallaður Hinn matarilli (hvað sem það þýðir?). Og pabbi þess - eða afi - sem var kallaður Hálfdán fret. Ég hef sterkan grun um hvers vegna sá fékk þá nafngift.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 01:28
Arnar, ég ítreka það að Guðjón hafði mér vitanlega - og það er mín sannfæring - engin afskipti af prófkjöri í NV.
Mér þykir verra þegar frambjóðendur kunna illa að taka niðurstöðu lýðræðislegs prófkjörs og bregðast ókvæða við. Ég er svo sem ekki í neinu því hlutverki að þurfa að takast á við svona dæmi. Það reynir á félagslegan þroska þess sem verður fyrir vonbrigðum með niðurstöðu lýðræðislegrar kosningar þegar útkoman er önnur en stefnt var að. Þá fyrst reynir á reisn og viðhorf viðkomandi til lýðræðis.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 01:41
Ég vil bæta því við að þetta stóð upp á Gunnar Örlygsson sem fór í fýlu þegar hann tapaði í varaformannskjöri gegn Magnúsi Þór. Gunnar kunni ekki að taka tapinu, yfirgaf FF í fussi og gekk í Sjálfstæðisflokkinn og fékk þar rassskell. Magga Sverris endurtók leikinn. Þrátt fyrir að hafa brugðist illa við framgöngu Gunnars og kært hann til umboðsmanns alþingis. Hún yfirgaf FF í fússi og stofnaði Íslandshreyfinguna. Nú er hún komin í Samfylkinguna og vill ekki vera bloggvinur minn. Mér er sagt - en segi það án ábyrgðar - að Magnús Þór sé farinn að skoða útgöngu úr FF ef hann fær ekki endurkosningu á Landsþinginu í Stykkishólmi um helgina sem varaformaður. Ég er ekki í beinu eða nánu sambandi við Magnús Þór. Ég get þó upplýst að ég hef í tvígang kosið hann til varaformanns í FF. Nú er fullyrt við mig - en ég ítreka að það er ekki frá fyrstu hendi - að hann færi sig yfir í Sjálfstæðisflokkinn ef hann nær ekki endurkosningu sem varaformaður á Landsþinginu um helgina.
Jens Guð, 13.3.2009 kl. 01:57
Jens þetta verður landsþing aldarinnar,ekki spurning. Þú nestar þig upp með kjamma og súrum hval ekki gleyma flösku í strenginn og þá er þetta komið.
Ég heyri í þér í dag.
Rannveig H, 13.3.2009 kl. 09:16
Fylgi Frjálslynda flokksins hafði dalað mjög frá kosningum 2003 og síðsumars og í byrjun hausts 2006 þá var fylgið að mælast mánuð eftir mánuð undir 5% en ef fylgið hefði farið undir það mark þá hefði flokkurinn ekki komið mönnum á þing. Þetta má til dæmis finna á vef Gallups.
Þá um haustið þá tók Frjálslyndi flokkurinn upp nýja stefnu í kjölfar þess að Jón Magnússon skrifaði greinina "Ísland fyrir Íslendinga?" Þessi stefna var mjög markviss og í raun fylgdi sömu formúlum og málflutningur þjóðernishyggjuflokka t.d. á Norðurlöndunum.
Því miður var málflutningur Frjálslynda flokksins lítið annað en rakalaus þvættingur um að hér væri allt að fara á versta veg vegna innflytjenda. Tungumál og menning í hættu, velferðakerfið að hruni komið, glæpir að aukast, berklar, félagsleg undirboð, kristin lífsgildi í hættu og svo framvegis.
Magnús Þór talaði um að verið væri að kaffæra þjóðina. Hann taldi að verkafólk ætti verulega undir högg að sækja vegna innflytjenda og notaði sömu rök síðar í Skagamálinu fræga þegar Magnús og flokkurinn í heild varð sér svo eftirminnilega til skammar.
En í stuttu máli þá gekk málflutningur Frjálslynda flokksins út á það að mesta hætta sem Íslendingar hefðu nokkru sinni staðið frammi fyrir væru innflytjendur. (Sjá t.d. niðurlag þessarar greinar http://old.xf.vefurinn.is/index.php?meira=1552)
Hvaða afleiðingar hafði svo þessi málflutningur? Það má segja að það sé tvennt.
Í fyrsta lagi þá jókst fylgi Frjálslynda flokksins og þó það drægi aftur úr því síðar þá ljúga skoðanakannanir ekki um það að þessi öfgafulla þjóðernishyggja, hræðsluáróður og fordómar varð þess valdandi að flokkurinn kom fjórum mönnum á þing, enda fylgið verið lengi undir 5% mörkum áður en að þessum hræðsluáróðri kom, eins og áður er sagt.
Hið síðara er að innflytjendur fundu fyrir vaxandi fordómum. Öfgafullir ofbeldismenn gerðu aðsúg að hýbýlum innflytjenda og máluðu á þau slagorð Frjálslynda flokksins. Saklausir menn voru lamdir á förnum vegi. Börn innflytjenda fundu fyrir vaxandi óöryggi og urðu fyrir einelti. Þetta var það gjald sem greiða þurfti fyrir þessi fjögur þingsæti Frjálslynda flokksins.
Þetta er hinn blákaldi veruleiki Jens sem þið í flokknum þurfið einhvern tíman að horfast í augu við. Það væri nær að viðurkenna þennan smánarblett og biðjast afsökunar frekar en berja hausnum í stein og halda því endalaust fram að við förum með rangt mál sem höfum fylgst með og gangrýnt þetta frá upphafi.
Jón Kristófer Arnarson, 13.3.2009 kl. 12:20
Ætli spámiðillinn hafi séð þetta fyrir... eða hrunið?
Ingvar Valgeirsson, 13.3.2009 kl. 13:51
Jón VAlur Jensson ætt- og guðspekingur með meiru er kappsfullur karl og oft skemmtilegur finnst mér, enda hef ég ort um hann! En stundum ber kappið hann ofurliði er hann skammar mann og annan og telur þá ekki fara rétt með né viturlega.Þess má til dæmis sjá stað hér að ofan í niðurlagi athugasendar hans númer 33."En vinstrigræna konan hans Sveins Rúnars Haukssonar
fekk að setja puttana í þetta mál og því fór sem fór"!
Þarna er hann með óþarfa ókurteisi að draga ónefnda konu inn í mál sitt, sem eitt út af fyrir sig er nú aðfinnsluvert, en bætir hins vegar gráu ofan á svart með rangfærslu um hana!
Lesendum til upplýsingar, sem á annað borð vita ekki um hverja er rætt, þá heitir konan Björk Vilhelmsdóttir, en mun í dag eða hefur ekki verið í langan tíma "vinstrigræn" frekar en Jón Valur sjálfur, heldur borgarfulltrúi fyrir SAMFYLKINGUNA!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2009 kl. 00:46
Æ, Magnús minn Geir, hirðskáldið mitt óvænta (ekki man ég eftir að þú hafir ort um mig), ætlarðu að segja mér, að þú hafir það gullfiskaminni að muna ekki eftir helzta Trójuhesti síðustu ára, henni frú Björku Vilhelmsdóttur, sem eftir langtíma setur með Vinstrigrænum og Allaböllum plantaði sér inn í prófkjör hjá SF og náði þar borgarfulltrúasæti með stuðningi sinna Vinstrigrænu sem neyttu auðvitað færis til að kjósa þar sína manneskju í opnu prófkjöri ?!
Jón Valur Jensson, 14.3.2009 kl. 01:00
Alveg hreint ótrúlegt hvað hægt er að láta fólk fá standpínu með fyrirsögninni einni Jens! Ég er að skrifa 72 athugasemd! Fólk er fífl einsog einhver sagði!
Siggi Lee Lewis, 14.3.2009 kl. 02:22
Nei Það far einhver frændi hans sem losnaði undan höfðinu, frekar en annar sonur hans. Gæti samt vel verið! Það voru ljótu mistökin...
Siggi Lee Lewis, 14.3.2009 kl. 16:39
Þetta er nú skemmtilegt.
Halla Rut , 14.3.2009 kl. 20:16
Halla Rut: Ég held ég hafi ekki skemmt mér eins mikið síðan....þú veist...
Siggi Lee Lewis, 15.3.2009 kl. 01:28
Margur heldur mig sig!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.