Höfundaréttur

siggi-valur

  Besti,  mesti og frábærasti teiknari Íslands,  Sigurður Valur Sigurðsson (www.siggivalur.blog.is) hefur höfðað mál gegn Eddu-útgáfu vegna brota á höfundarrétti.  Forsaga máls er sú að Sigurður Valur teiknaði yfir 500 myndir fyrir  Plöntuhandbókina  sem var gefin út af Erni & Örlygi bókaútgáfu 1986.   Sú útgáfa fór á hausinn.  Mál & Menning eignaðist útgáfurétt (Björgólfs-feðgar) og bókin var endurútgefin af Eddu-forlagi.

  Þetta er athyglisvert mál og vekur upp spurningar.  Fyrir 20 - 30 árum hannaði ég fjölda plötuumslaga.  Jafnframt sá ég um markaðssetningu á viðkomandi plötum.  Þetta var pakki.  Ég hannaði tiltekna heildarímynd fyrir viðkomandi plötur:  Forsíðu umslags,  bakhlið,  innvols og auglýsingaherferð.

  Að undanförnu hefur Morgunblaðið boðið upp á áhugaverða úttekt á ferli poppstjarna og hljómsveita.  Án undantekninga eru plöturnar sem ég markaðssetti lang söluhæstu plöturnar á ferli viðkomandi.

  Þessar plötur hafa margar hverjar verið endurútgefnar af öðrum forlögum en þeim sem ég átti aðild að.  Í endurútgáfu hefur mín hönnun jafnan haldið sér að mestu á forsíðu en öðrum þáttum útgáfunnar verið klúðrað vegna skilningsleysis á heildarpakkanum.  Sumar plötur sem hafa verið endurútgefnar á geisladisk (en voru hannaðar af mér fyrir 12" vinyl) hafa fengið yfirbragð sem er frábrugðið því sem ég stillti upp.  Nafn mitt er ekki lengur á uimbúðum þessara platna heldur þeirra sem böðlast hafa á verri veg við geisladisksútgáfu platanna.  Ég nefni til að mynda "Loftmynd" Megasar sem dæmi og margar plötur Bubba Morthens (Das Kapital, Blús fyrir Rikka,  Kona,  Frelsi til sölu,  Dögun,  Skapar fegurðin hamningjuna?...).

  Ég hef svo sem ekkert verið að stressa mig á þessu.  Læt mér þetta í léttu rúmi liggja.  Hinsvegar ætla ég að fylgjast með framvindu málaferla Sigurðar Vals gegn Eddu-útgáfu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var Skapar fegurðin hamingjuna nokkuð gefin út á geisladisk?

Það er annars rosalega flott plötuumslag.

Sverrir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Sigurður Valur Sigurðsson

Takk fyrir ofhlaðin komment, Jens...  Hehheh..  Já ég mun láta þig vita hvernig þetta fer.  Mér kemur ekkert á óvart að umslögin þín seldust best, - þú hefur ótrúlegt nef fyrir því sem grípur augað og nær athygli.  Ég lærði mikið af þér þegar við unnum saman á Almennu auglýsingastofunni.  Kveðjur,   -  Siggi Valur.

Sigurður Valur Sigurðsson, 13.3.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held að það sé rosalega vanmetið hvað t.d góð hönnun plötuumslögum eru mikils virði og ímynd af tónlistarmönnum hefur mikið með tónlist þeirra að gera. Leonard Choen, Nick Cave, Tom Waits bjóða t.d allir af sér vissan þokka og tel ég að ímyndin af þeim skapi tónlistinni þeirra visst aukagildi.

Leonard Choen sem herra rómantíkur, Nic Cave sem töffarinn og tom waits sem barrrottan.  

Brynjar Jóhannsson, 13.3.2009 kl. 12:37

4 identicon

Það er nú bara staðreynd að tónlistin skiptir mun minna máli en flott ímynd og góð markaðssetningin , margar af mest seldu plötum í heimi sem eru til á flestum heimilum hafa sjaldan eða aldrei verið spilaðar , af því að þær voru ekki keyptar út af innihaldinu.

Röggi (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:38

5 Smámynd: doddý

mér hefur nú alltaf þótt das kap ótrúlega kúl stöff. kv d

doddý, 13.3.2009 kl. 22:18

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

  Besti,  mesti og frábærasti teiknari Íslands,  Sigurður Valur Sigurðsson (www.siggivalur.blog.is) hefur höfðað mál gegn Eddu-útgáfu vegna brota á höfundarrétti.  Forsaga máls er sú að Sigurður Valur teiknaði yfir 500 myndir fyrir  Plöntuhandbókina  sem var gefin út af Erni & Örlygi bókaútgáfu 1986.   Sú útgáfa fór á hausinn.  Mál & Menning eignaðist útgáfurétt (Björgólfs-feðgar) og bókin var endurútgefin af Eddu-forlagi.

Sé nákvæmlega ekkert forvitnilegt við eitt eða neitt.....

Siggi Lee Lewis, 14.3.2009 kl. 02:24

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég veit ekkert um Pöndur en ég get ekki séð neitt neikvætt né skrýtið við þetta. Virðist allt verða skrýtið sem Bjögólfsfeðgar hafa eignast......skrýtið

Siggi Lee Lewis, 14.3.2009 kl. 02:28

8 identicon

Það stela allir frá öllum í dag enda ekkert nýtt undir sólinni! Þegar meistari Dylan var spurður út í tilurð eins ódauðlegs smells síns svaraði hann einlæglega að hann hefði stolið svolítið héðan og þaðan og hrært því svo saman. Höfundaréttur ég bara spyr hvað er nú það eiginlega?

Jakob Bragi Hannesson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:18

9 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  á þeim árum sem "Skapar fegurðin hamingjuna?" kom út kostaði hver litur 25% af prentkostnaði.  Ég notaði bara 2 liti (rautt+blátt) en lét það líta út eins og um "fullkomið" litaumslag væri að ræða.  Ég er ekki alveg klár á hvort þetta umslag hefur skilað sér á CD.  Mér finnst eins og ég hafi séð það í einhverjum pakka.  Eða hvort sú plata var gefin út sem aukaefni með annarri plötu.  En umslagið var flott og platan seldist vel á sínum tíma. 

Jens Guð, 15.3.2009 kl. 23:37

10 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Valur,  ég get ekki oflofað þig sem teiknara.  Það var ótrúlegt að vinna með þér til margra ára og fylgjast með hæfileikum þínum til að galdra fram teikningar af hinum ólíkustu verkefnum sem bar inn á okkar borð.  Ég upplifði mig sem handalausan og algjörlega vanhæfan að vinna við hliðina á þér þegar upp í hendur á okkur komu verkefni sem kröfðust góðra teikninga.  Samtímis gat ég alltaf tekið við öllum verkefnum vitandi það að Siggi Valur myndi hrista fram úr ermi teikningu sem trompaði væntingar viðskiptavina.

  Mér þykir mikil upphefð af því ef þú ert ekki að ýkja að hafa lært eitthvað af mér sem grafísks hönnuðar.  Ég get alveg staðið við að hafa náð góðum tökum á markaðssetningu á plötum, bókum,  útihátíðum og ýmsu öðru.  Jafnvel á tímabili ráðið við þannig verkefni betur en aðrir. Eftir stendur að þú varst og ert mér ofjarl þegar kom að teikningum.

  Þar fyrir utan varst þú alltaf frábær vinnufélagi og góður vinur. 

Jens Guð, 16.3.2009 kl. 00:01

11 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  rannsóknir hafa sýnt að umslagshönnun getur skipt mörg 100%.  Það hefur mér vitanlega aldrei verið reiknað út alveg til enda.  Hinsvegar hafa verið gerðar samanburðarrannsóknir á mismunandi umslögum á svipuðum markaðssvæðum.  Inn í það dæmi hefur vantað óbein áhrif:  Hvernig umslag virkar á gagnrýnendur,  útvarpsplötusnúða og hve mikil áhrif umfjöllun um plötur hefur á almenning.  Það hefur verið reynt án vísindalegra rannsókna verið reynt að meta þetta dæmi.  Mér vitanlega hefur aldrei tekist að fá óyggjandi niðurstöðu. 

  Til gamans:  Ef hlustandi þekkir ekki til flytjanda þegar hann kynnist flytjanda í fyrsta skipti þá virkar blár litur á umslagi mjög sterkur.  Hann býr til jákvæðara viðhorf en aðrir litir. 

  Á fyrstu plötu Bítlanna er blár blær.  Þar stendur með bláum stöfum "Love Love me do and 12 other songs".   "Ísbjarnarblús" Bubba er blátt umslag. Líka fyrstu plötur Stuðmanna og Utangarðsmanna. 

Jens Guð, 16.3.2009 kl. 00:25

12 Smámynd: Jens Guð

  Röggi,  verulega stór hluti af plötusölu ræðst af því að plata er jólagjöf.  Gjafastemmning plötuumslags getur ráðið 80% af sölu.  Þegar ég hannaði "Dögun" plötu Bubba gerði ég alfarið út á gjafapakka.  Umslagið ber einkenni konfektskassa:  Gyllt upphleypt letur (sem skilar sér ekki á CD) og konfektlegir litir.  Síðast þegar ég kannaði hafði platan selst í 24.300 eintökum.

Jens Guð, 16.3.2009 kl. 00:32

13 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  plata Das Kapital er flott.  Framhlið umslagsins er pönkuð.  Á þessu tímabili var ímynd Bubba komin í humátt að poppi.  Það þurfti að kippa þeirri ímynd aftur í átt að upprunanum: Pönkinu.  Samt reyndi ég að hafa smá klassa yfir dæminu (eitthvað flott) með því að hafa plötumiða vinylsins fjólubláan með gyllingu. 

Jens Guð, 16.3.2009 kl. 00:38

14 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  það er ekkert forvitnilegt við þetta.  Bara að teiknari er að láta reyna á höfundarétt þegar útgáfa á hans höfundaverki flækist á milli útgefanda.  Þetta hefur líka að gera með tónlistarmenn.  Spurningin er hvað höfundarverk má fara á mikið flakk á milli útgefanda án samráðs við höfund.

Jens Guð, 16.3.2009 kl. 00:45

15 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  þetta hefur ekkert að gera með Björgólfsfeðga. Þannig lagað. Þeirra nafn bara flæktist inn í dæmið til að staðsetja ferlið í samhengi við atburðarás síðustu daga.  Til gamans frekar en annað.

Jens Guð, 16.3.2009 kl. 00:49

16 Smámynd: Jens Guð

  Jakob,  fáir hafa farið jafn frjálslega með höfundarrétt en Dylan.  Lærifaðir hans,  Woody Guthrie, var eitt sinn spurður hver væri galdurinn við að semja endalaust bara góð lög.  Woody svaraði:  "Að stela bara góðum lögum".

Jens Guð, 16.3.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband