Gríðarlegt fjör á Landsþinginu

landsþingið

  Landsþing Frjálslynda flokksins var haldið um helgina í Stykkishólmi.  Á annað hundrað manns sótti þingið.  Nánar tiltekið 101.  Ég man ekki eftir jafn góðri stemmningu á stærri samkomum Frjálslynda flokksins.  Það voru allir eitthvað svo kátir og glaðværir.  Menn og konur reittu af sér brandara út og suður;  Guðjón Arnar brast á með einsöng og hreif fólkið með sér í fjöldasöng;  harmónikka gekk á milli manna;  það var dansað út um öll gólf og sungið og sprellað.  Ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel.  Og hlegið jafn mikið undir gamansögum.

  Guðjón Arnar var endurkjörinn formaður.  Ásgerður Jóna var kosin varaformaður.  Hanna Birna ekki Kristjánsdóttir var sjálfkjörin ritari.  Helgi Helgason var kosinn formaður fjármálaráðs.  Eftirtalin voru kosin í miðstjórn (í þessari röð):

Grétar Pétur Geirsson

Kolbeinn Guðjónsson

Ásthildur Cesil

Ragnheiður Ólafsdóttir

Helga Þórðardóttir

Guðmundur Hagalín frá Flateyri

Pétur Bjarnason

Ólafía Herborg frá Egilsstöðum

Sturla Jónsson

  Maður gekk undir manns hönd um að etja mér fram í framboð til miðstjórnar.  Ég varðist fimlega með þeim rökum að ég væri búinn að láta undan gífurlegum þrýstingi í að gefa kost á mér til fjármálaráðs.  Vegna minna viðhorfa til lýðræðis og að vald sé dreift taldi ég nægja að vera í fjármálaráði til viðbótar að vera í stjórn kjördæmafélags RN og ritari þess.  Með okkur Helga í fjármálaráði voru kjörin Ragnheiður Ólafsdóttir,  Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson og Grétar Pétur Geirsson.

  Magnús Þór Hafsteinsson,  fráfarandi varaformaður FF,  bauð sig fram gegn sitjandi formanni.  Þegar úrslit lágu fyrir lýsti Magnús Þór því yfir að hann væri sáttur og ekki hvarflaði að honum að yfirgefa flokkinn.  Þar vísaði hann sennilega til þess að áður höfðu þeir sem urðu undir í framboði til varaformanns í FF yfirgefið flokkinn í fýlukasti:  Gunnar Örlygsson og Margrét Sverrisdóttir.

  Yfirlýsingu Magnúsar Þórs var tekið með langvarandi lófaklappi.  Þingheimur stóð upp til að skerpa á lófaklappinu.

  Ljósmyndinni efst hnuplaði ég af bloggi Ásthildar Cesil.  Það elska allir og dýrka þá frábæru manneskju.  Ég líka.  Lengst til vinstri á myndinni eru Kristmann og Guðmundur Hagalínssynir.  Því næst eru Magnús Reynir framkvæmdastjóri flokksins;  Kolbrún Stefánsdóttir sem leiðir framboðslistann í Kraganum;  gamli maðurinn;  Grétar Pétur Geirsson og Benedikt Heiðdal.  Við Benni unnum saman í álverinu í Straumsvík á áttunda áratug síðustu aldar,  ásamt bræðrum hans og föður.  Benni var ljúfur og þægilegur vinnufélagi.  Frábær náungi.

  Myndin hér fyrir neðan er af Sigga "ginseng" sem nú er að hjálpa okkur við að sniðganga kvef og smápestir með Immiflex,  www.immiflex.is:

  siggi ginseng

  Fleiri skemmtilegar myndir frá Landsþinginu má finna á  http://www.asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/829320/

 

 

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gott að allir voru í góðu skapi. Það er þörf á því miðað við skoðanakannanirnar! Mætti nýjasti þingmaðurinn ykkar?

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  ef þú átt við Kalla Matt þá mætti hann og var hrókur alls fagnaðar.  Hann var svo fyndinn og skemmtilegur að það jaðraði við að ég daðraði við að umskrá mig úr Ásatrúarfélaginu yfir í ríkiskirkjuna. En náði með naumindum að halda aftur af mér.

Jens Guð, 17.3.2009 kl. 01:03

3 identicon

Var þetta ekki jarðafarar- eða útfararþing? Kastaði presturinn ekki rekum?

Sveinn (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

"Á annað hundrað manns sótti þingið.  Nánar tiltekið 101." Alveg nógu fyndið.

Ingvar Valgeirsson, 17.3.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sveif góður andi þarna yfir vötnum og mikill hugur í Frjálslyndum.  Það er enginn uppgjöf í okkar röðum, þó sumir vilji endilega losna við okkur úr flórunni.  Slíkir menn hugsa kassalaga og vilja bara fjórflokkinn sinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2009 kl. 18:31

6 Smámynd: Hannes

Það hefur verið gaman að vera þarna og allir alveg örugglega ánægðir og ég er viss um að flokknum muni ganga mjög vel í kosningunum eða þannig.

Hannes, 17.3.2009 kl. 22:23

7 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  það var engum rekum kastað.  Þvert á móti var mikill baráttuhugur í fólki.

  Ingvar,  það hljómar svo vel að tala um á annað hundrað manns.  Þó vil ég ekki falsa töluna.  Á síðasta Landsþingi greiddu 841 atkvæði.  Þetta var dálítið öðruvísi núna. 

Jens Guð, 18.3.2009 kl. 00:02

8 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur,  bestu þakkir fyrir síðast.  Það var rosalega gaman á Landsþinginu.

  Hannes,  stemmningin var afskaplega góð.  Ég skemmti mér mjög vel.

Jens Guð, 18.3.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband