Samískt ţjóđlagarokk um páskana - ókeypis ađgangur

  Johan Piribauer1Johan Piribauer2

  Alţýđu- og ţjóđlagarokkarinn og lagahöfundurinn Johan Piribauer frá Samalandi í Svíţjóđ er vćntanlegur til Íslands nú um páskana.  Hann heldur ţrenna tónleika hérlendis:  10. apríl í Reykjavík, 11. apríl á  Aldrei fór ég suđur  á Ísafirđi og á Akureyri 13. apríl.  Í för međ Johani verđa fiđluleikarinn Gabriel Liljenström og bakraddasöngkonan Maude Rombe.

  Johan syngur á sćnsku en tónlist hans og textar sćkja innblástur í menningu og náttúru Samalands.  Hann hefur gefiđ út 5 breiđskífur og hefur spilađ út um allan heim, m.a. á Nýja Sjálandi, Ástralíu og Singapore.

  Johani hefur veriđ hampađ fyrir ađ koma međ nýja og ferska vinda inn í sćnska prog-tónlist og útnefndi sćnskt tímarit hann sem mesta frumkvöđulinn í ţeim efnum, ţar sem hann var tekinn framyfir marga frćga sćnska tónlistarmenn.

  Ađaltilefni heimsóknar Piribauer er ađ koma fram á  Aldrei fór ég suđur. Hann nýtir heimsóknina til ađ keyra hringinn og spila í  Kaffi hljómalind  í Reykjavík föstudaginn 10. apríl, kl 20:00 og svo mánudaginn 13. apríl í  Populus Tremula  á Akureyri kl 20:30.

Frítt er inn á alla tónleikana!

Frekari upplýsingar:

www.johanpiribauer.com


www.myspace.com/johanpiribauer


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Athyglivert Jens

Ómar Ingi, 9.4.2009 kl. 14:53

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mikiđ vćri gaman ađ sjá ţetta! Er ţađ löglegt á föstudaginn langa?

Ef svo ,...verđa ekki vođa margir?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.4.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar,  samíska yókiđ er alveg meiriháttar.  Ţegar ég tók saman plötuna  Rock from the Cold Seas  fyrir nokkrum árum hafđi ég ţar 4 samísk rokklög.  Hún seldist í 20.000 eintökum og opnađi margar dyr fyrir v-norrćnni músík.  Ţar var međal annars fyrsta lag Mínusar á plötu.  Núna er ég búinn ađ ganga frá plötu sem kemur út á ţessu ári og heitir   World Music from the Cold Seas.  Á henni eru einnig 4 frábćr samísk lög. 

Jens Guđ, 9.4.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Jens Guđ

  Anna,  mér varđ einmitt hugsađ til ţess hvort föstudagurinn langi sé ennţá af hálfu ríkiskirkjunnar banndagur skemmtanahalds.

  Fyrir mörgum árum tók ég ţátt í ađ setja upp hljómleika međ sćnsku rokksveitinni Imperiet á laugardegi fyrir hvítasunnu.  Hljómsveitin var komin til landsins og öll leyfi afgreidd.  En ríkiskirkjan lagđi blátt bann viđ skemmtanahaldi og allt fór í klessu.

Jens Guđ, 9.4.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.vantru.is/2009/04/08/09.00/

ég mćti samt...takk Jens!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:58

6 Smámynd: Jens Guđ

  Anna,  takk fyrir ţessar upplýsingar.  Samar eru ţaulvanir ţví ađ yoikiđ ţeirra sé bannađ af hálfu kristnu kirkjunnar.  Ţeir eru jafn vanir ađ hunsa banniđ.

Jens Guđ, 10.4.2009 kl. 16:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.