Furðulegur bíltúr

 leigubíllleigubílar

  Ég kom utan af landi með flugi.  Hlaðinn pinklum.  Fyrir utan flugstöðina fann ég leigubíl.  Mér fannst ég kannast við andlitið.  Gott ef hann var ekki til umfjöllunar í blöðum fyrir nokkrum árum ákærður og dæmdur fyrir að plata konur til að skrifa upp á víxla og skuldabréf sem hann lét síðan falla á þær.

  Jæja,  ég bið bílstjórann um að skutla mér á tiltekið gistiheimili.  Leiðin þangað frá flugvellinum er stutt og afskaplega einföld.  Ég var ekkert að fylgjast með akstrinum til að byrja með heldur hélt áfram að lesa músíkblað sem ég tók með mér í flugið.  Skyndilega tók ég eftir því að leigubíllinn var kominn langt af leið og þræddi einstefnuakstursgötur í miðbænum.  Ég kallaði til bílstjórans:

  - Hvað er í gangi?  Veistu ekki hvar gistiheimilið er?

  - Jú,  jú.  Ég er á leiðinni þangað,  svaraði bílstjórinn ofurhægt.

  - Ég pantaði ekki útsýnisferð um miðbæinn.  Ég borga ekki fyrir þennan aukakrók.

  - Nei, nei.  Ég slekk á mælinum.  Þú borgar ekkert meira en það sem stendur núna á mælinum,  útskýrði bílstjórinn skilningsríkur.  Hann hætti þegar að aka krókaleiðir og keyrði stystu leið að gistiheimilinu.  Um leið og ég yfirgaf leigubílinn sagði leigubílstjórinn:

  - Ég ætla að biðja þig um að hringja ekki á stöðina og segja frá þessum aukakrók.  Það kostar alltaf leiðindi og vesen.  Málið er að ég er með athyglisbrest.  Þess vegna bar mig örlítið af leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gott í kreppunni að taka smá aukarúnt, kannski ég ætti að skenkja þrefaldan, þegar beðið er um tvöfaldan. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Hlédís

Þú gerir það þegar Jens Guð heimsækir barinn þinn :) - annars bannað!

Hlédís, 13.4.2009 kl. 00:53

3 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  mér flaug í hug eitt augnablik að bílstjórinn hafi haldið að ég væri utanbæjarmaður og myndi ekki fatta aukarúntinn.  En vel má vera að skýring hans sé réttmædd. 

Jens Guð, 13.4.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Jens Guð

  Hlédís,  ég er svo rosalega fattlaus að ég átta mig ekki á hvað þú ert að fara.

Jens Guð, 13.4.2009 kl. 01:02

5 Smámynd: Hlédís

Sæll Jens!

Jóna Kolbrún lék sér að þeirri hugmynd að skenkja þrefalda drykki á barnum er beðið væri um tvöfaldan. Ég "gaf henni leyfi" til að skenkja þér þannig - annars væri slíkt bannað!     Held að bílstjórinn hafi einmitt haldið þig sveitamann

Hlédís, 13.4.2009 kl. 01:10

6 Smámynd: Jens Guð

  Hlédís,  nú kveiki ég loks á perunni.  Fyrirgefðu hvað ég er rosalega fattlaus.  Reyndar drekk ég aldrei sterkara en bjór.  En þeim mun meira af bjórnum.

Jens Guð, 13.4.2009 kl. 01:28

7 Smámynd: Hlédís

Hú skenkir þér þá bara þrefaldan bjór - með mínu leyfi!

Hlédís, 13.4.2009 kl. 01:33

8 Smámynd: Ómar Ingi

En Jens þú ert sveitamaður

Ómar Ingi, 13.4.2009 kl. 11:04

9 Smámynd: Jens Guð

  Hlédís,  takk fyrir það.  Þetta er vel boðið!

Jens Guð, 13.4.2009 kl. 13:21

10 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  það er rétt að ég er fæddur í sveit,  útjaðri Hóla í Hjaltadal.  Þar ólst ég upp til 16 ára aldurs.  Síðustu fjóra áratugina hef ég aftur á móti búið í Reykjavík.  En er samt sveitamaður.

Jens Guð, 13.4.2009 kl. 13:23

11 Smámynd: Páll Höskuldsson

Sæl Jens. Það sem mér finnst vera kjarni sögu þinnar er það að þú varðst ekki við ósk mannsins. Þ.E. að vera með einhvern eftirmála og leiðindi vesen. Mér finnst ég merkja það í orðum hans af þér sögðum að maðurinn hafi verið fullur iðrunnar. Þú lýsir manninum nokkuð vel þannig og við búum í litlu landi þar sem allir þekkja alla og það eru margir sem lesa bloggið þitt.

Ég á marga góða vini sem eru leigubílstjórar og eftir að hafa heyrt lýsingu þeirra á starfinu þá tel ég að erftitt sé finna meira vanþakklátara starf og að aka leigubíl.

Njóttu dagsins Jens.

Páll Höskuldsson, 13.4.2009 kl. 13:38

12 Smámynd: Páll Höskuldsson

Vanþakklátara á að standa þarna að ofansögðu.

Páll Höskuldsson, 13.4.2009 kl. 13:39

13 Smámynd: ThoR-E

Svona menn eiga ekki að fá að keyra leigubíl. sbr. málinu með víxlasvikin sem þú talar um.

Pabbi minn og frændi eru báðir leigubílstjórar.. og hef ég heyrt frá þeim að það eru svo sannarlega svartir sauðir innan stéttarinnar.

En eins og Páll segir að þetta er vanþakklátt starf, það fer ekki á milli mála.

ThoR-E, 13.4.2009 kl. 16:56

14 Smámynd: Jens Guð

  Páll,  það er einkennilegt hvað mikil ásókn er í leigubílstjórastarfið.  Það er togast á um hvert leyfi.  Bara út af því að það er erfitt að finna vanþakklátara starf. 

Jens Guð, 13.4.2009 kl. 20:56

15 Smámynd: Jens Guð

  AceR,  ætli leigubílstjórar séu ekki eins misjafnir og þeir eru margir.  Ég þekki helling af bráðskemmtilegum leigubílstjórum,  ljúfum og þægilegum. 

Jens Guð, 13.4.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband