30.4.2009 | 16:55
Tvífarar dagsins - bráðfyndið dæmi
Þetta fékk ég sent og sprakk úr hlátri. Mér er ljúft að deila þessu með ykkur. Þau eru glettilega lík þessi tvö þegar vel er að gáð: Sama hár, sömu augabrýr, sama haka, sömu kinnar, líkt nef og svo framvegis. Fyrir þau ykkar sem vita ekki hver hún er, konan á myndinni til hægri, þá varð hún heimsfræg á dögunum er hún keppti í breskum sjónvarpsþætti. Ég er ekki klár á hvaða þáttur þetta var eða hvort keppt var í söng eða almennum hæfileikum.
Konan þótti svo ljót að áhorfendur og dómarar hlógu er hún birtist á sviði. Jafnframt sagðist konan vera jómfrú og hafa aldrei verið svo mikið sem kysst af karlmanni. Síðan söng hún og heillaði dómara og áhorfendur. Ég hef ekki heyrt söng hennar en hef heyrt tvennar sögur af honum.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Ljóð, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111579
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 883
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:41
Ómar Ingi, 30.4.2009 kl. 18:21
Davíð ku hafa sungið í beinni úts um árið og mun þá hafa sungið um hús á bergþórugötunni og hlotið einróma lof fyrir:)
Víðir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:35
Hvor finnst ykkur fríðari?
Sigurður Þórðarson, 30.4.2009 kl. 21:53
Augabrúnir, Jens minn, ekki augabrýr.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.4.2009 kl. 21:55
Hægt er að segja bæði augabrýr og augabrúnir, Tinna litla tindilfætt.
Þorsteinn Briem, 30.4.2009 kl. 22:35
ég er ánægður með þig núna.....ekkert að reyna að fjalla um músik...fer þér best :)
Einar Bragi Bragason., 30.4.2009 kl. 23:23
Að sönnu er það rétt hjá Brímaranum að hægt er að segja bæði augabrýr og augabrúnir. Það breytir ekki því að hvorugt er í samræmi við málhefð. Brún er í fleirtölu brúnir eða brýn. Af því leiðir að unnt er að segja „Hann hnyklaði brúnirnar eða brýnnar.“ Má í því sambandi minnast þess að þegar Egill forfaðir minn hafði þegið gullhringinn góða hjá Aðalsteini Englakóngi fóru brýn hans í lag. Og brýnnar er borið eins fram og brýrnar hjá þorra Íslendinga og af því stafar misskilningurinn. Daví er sem sagt með sömu augnabrýn og konan góða, sem söng eins og engill. Þar sem Davíð er með tvö augu og eignarfall þess orðs er í fleirtölunni augna er eðlilegast að tala um augnabrúnir eða augnabrýn. Augabrún-augnabrúnir/brýn.
Og þessu má fletta svo oft sem verkast vill upp í Birni Guðfinnssyni.
Tobbi (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:28
Æri-Tobbi er ær samkvæmt hefð.
Þorsteinn Briem, 1.5.2009 kl. 00:35
Jóna Kolbrún, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:22
Ómar Ingi, ég veit ekki hvernig þú ferð að því að vera alltaf svona snöggur að kvitta fyrir innlit um leið og ég sendi frá mér bloggfærslu. En bestu þakkir fyrir.
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:24
Víðir, ég missti af þeim söng. En kallinn orti textann við þetta lag Gunnars Þórðarsonar vinstri-grænan. Davíð og þessi breska söngkona eiga þá fleira sameignlegt en útlitið: Taka lagið þegar þannig liggur á þeim.
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:28
Siggi, þau eru bæði glæsileg. Ég vil þó frekar kyssa þessa bresku. Það væri annars gaman ef einhver veit hvað konan heitir svo hægt sé að hlusta á hana á youtube.
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:30
Tinna, það er alveg jafn rétt að tala um augabrýr. Sjá: http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=augabr%C3%BAnirºyndir=on
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:34
Steini, takk fyrir að staðfesta það. Sem blaðamaður á Mogganum til margra ára veistu allt um þetta.
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:37
Einar Bragi, Adam verður ekki lengi í Paradís. Ein af hverjum 6 síðustu færslum mínum fjalla um músík. Og stutt er í að þar verði bætt í. Þú hefur gott af því að fá af og til önnur sjónarmið um músík en þau sem lofsyngja skallapopp, Stjórnina, Von og Svíaflensuna Abba.
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:44
Tobbi, ég veit ekki hver Björn Guðfinnsson er. Er hægt að fletta honum upp á netinu? Ég kannast líka við úr Skagfirði orðatiltækið að menn hleyptu í brýr (eða brýnnar?) þegar þeim mislíkaði eitthvað.
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:48
Steini, þú ert milljón!
Jens Guð, 1.5.2009 kl. 01:49
Ekki ætla ég mér þá dul að munnhöggvast við Steina Briem, enda veit hann allt betur en aðrir menn sérstaklega þar sem hann skrifaði um sinn í Moggann, sem ég hefi reyndar líka gert og byrjaði töluvert á undan honum. En það sýnir auðvitað að Mogginn hefur notið aukins þroska þegar hann hætti að njóta starfskrafta minna en hóf að versla við Steina.
En Björn Guðfinnsson skrifaði málfræðibókina sem við Jens áttum að læra í gamla daga og er ég ekki í vafa um að Jens hefur gert það þar sem hann á verulegt hrós skilið fyrir prýðilegt málfar og ágæta stafsetningu. Kemur það raunar ekki á óvart um mann úr Hjaltadalnum.
En hvað augnaumgerðina snertir er ekki samasemmerki milli þess að menn af misskilningi fari skakkt með og að misskilningurinn sé viðurkenndur. Þannig segir Guðrún Kvaran á Vísindavefnum um þetta orð og vitnar þar m.a. í þann mann sem ég vissi færastan í íslenskri beygingafræði á minni háskólagöngu, Halldór Halldórsson: „Ekki eru allir sáttir við fleirtöluna augabrýr. Í Stafsetningarorðabók Halldór Halldórssonar (1994:15) er mælt með augabrúnir og augabrýn(n) og bætt er við: "Röng er talin flt. augabrýr." Aðeins tvö dæmi fundust í ritmálssafninu um fleirtölumyndina augabrýn. Annað var frá síðari hluta 16. aldar en hitt var úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness (bls. 193).
Gamla fleirtalan brýn kemur fram í orðasamböndunum hnykla brýnnar og setja í brýnnar. ......
Mælt er með stafsetningunni brýnnar í samböndunum hnykla brýnnar og setja í brýnnar en af dæmasafni Orðabókarinnar má sjá að rithátturinn hefur verið á reiki. Af málfræði Valtýs Guðmundssonar má ráða að hann hafi líklega þekkt myndirnar hnykla og setja í brýrnar.
En hvað um það. Einhverju sinni sagði sá mæti maður Árni Magnússon: „Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja." Ég vil heldur skipa mér í sveit með þeim sem erroribus útryðja en þeim sem þeim koma á flot og læt mér í léttu rúmi liggja þótt það verði til þess að ég sé uppnefndur.
Lifðu heill ágæti Hrafnhælingur!
Tobbi (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 07:38
Svínaflensan er greinilega komin til landsins og hefur lagst þungt á Æra-Tobba.
Bæði augabrýr og augabrúnir er að finna í Íslenskri orðabók Menningarsjóðs sem íslensk orð. Ritstjóri bókarinnar var íslenskukennari minn í MH, Árni Böðvarsson, en hjá honum fékk undirritaður hæstu einkunn í íslensku.
Árni Böðvarsson var einnig málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins og eftir að hafa farið í próf hjá honum uppi í Efstaleiti, meðal annars í framburði á nokkrum erlendum tungumálum, var ég ráðinn þar sem þulur.
Sama dag var ég hins vegar einnig ráðinn sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir að hafa farið í próf í íslensku, ensku og dönsku ásamt um eitt hundrað öðrum umsækjendum. Og ég valdi það starf. Prófdómari í þessu prófi var einnig áðurnefndur Árni Böðvarsson.
Ég fékk einnig hæstu einkunn í íslensku hjá íslenskukennurum mínum í MA, Böðvari Guðmundssyni rithöfundi og Gísla Jónssyni, sveitunga mínum úr Svarfaðardal, sem var með þætti um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu. Í dönsku og ensku fékk ég 9 í MA og í MH fékk ég 9 í þýsku en 10 í frönsku hjá Gérard Lemarquis frönskukennara.
Hins vegar lærði ég enga frönsku í MA hjá „frönskukennara mínum“ þar, Tómasi Inga Olrich konrektor, fyrrverandi menntamálaráðherra og nú sendiherra Íslands í París, enda var ég mest utanskóla í MA. Var með leyfi Tryggva Gíslasonar skólameistara á línu og netum á bátum sem gerðir voru út frá Grindavík og hafði ekki tíma til að læra frönsku þar.
Ég mætti þó í frönskupróf hjá Tómasi Inga að gamni mínu til að stríða honum og fékk 1 fyrir viðleitni. Kunni þó ekkert í frönsku og prófdómarinn heilsaði mér alltaf með miklum virktum eftir þetta atriði.
Ég lærði einnig spænsku og ítölsku í MH en sænsku, eistnesku og rússnesku þegar ég bjó í Svíþjóð, Eistlandi og Rússlandi.
Vænst þykir mér hins vegar um tíuna í frönsku hjá Gérard Lemarquis en hann hefur einnig kennt frönsku í Háskóla Íslands.
Og ég tek mun meira mark á öllum ofangreindum kennurum en Æra-Tobba.
„Ef litið er í ritmálssafn Orðabókar Háskólans og leitað að fleirtölu orðanna augabrún og augnabrún eru elstu myndirnar bæði augabrýr og augnabrýr og eru dæmi um þær til allt frá 16. öld. Dæmi um augabrúnir og augnabrúnir í söfnunum eru mun yngri eða frá miðri 19. öld.
Eintölumyndirnar augabrún og augnabrún koma báðar til greina og þróun málsins hefur orðið sú að í fleirtölu er hægt að nota augabrúnir og augabrýr, augnabrúnir og augnabrýr eins og sjá má í málfarsbanka Íslenskrar málstöðvar. Þar er fremur mælt með fyrri liðnum auga-.“
Þorsteinn Briem, 1.5.2009 kl. 10:48
Sem ég vissi. Uppnefni halda áfram.
Nú má geta þess að í Háskóla Íslands kenndi Árni Böðvarsson mér almenna málfræði. Við Menntaskólann á Akureyri kenndu þeir Bárður Halldórsson, Gísli Jónsson, Úlfar Bragason og Böðvar Guðmundsson mér íslensku. Þar af þótti mér vænst um Gísla Jónsson og Böðvar Guðmundsson. Af þeirra kennslu leiddi það að ég fór í íslenskunám við Hásskóla Íslands og lauk þaðan cand. mag. námi í þeim fræðum. Og það þori ég að fullyrða að hvorugur þeirra Gísla né Böðvars hefði tekið sér í munn orðið augabrýr. Að vísu er erfitt að fá úr því skorið héðan af með Gísla en þar sem sonur hans, Hjörtur fyrrum blaðamaður á Mogganum, er gamall góðvinur minn mætti bera það undir hann. Og enn er ég vel málkunnugur Böðvari og gæti þess vegna heyrt um þetta frá honum enda er ekki óyfirstíganlegt að hafa samband símleiðis til Danmerkur.
En ég nenni ekki að deila um þetta frekar við mann sem notar uppnefni í rökræðu en það lýsir honum betur en mér. En; það verður auðvitað hver að fljúga eins og hann er fjaðraður.
Tobbi (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 11:42
Skál í boðinu kamerat!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.5.2009 kl. 11:45
Æri-Tobbi, ég held að þú ættir þá að nota þitt fulla nafn hér, ef þú vilt ekki vera uppnefndur, elsku kallinn minn.
Og berðu augabrýrnar endilega undir bæði lifandi og dauða.
En passaðu þig á að drepa ekki þá lifandi og vekja ekki upp þá dauðu með þínum víðfrægu leiðindum, litla leiðindaskjóðan mín.
Þorsteinn Briem, 1.5.2009 kl. 12:52
Sæl öll
Konan heitir Susan boyle.
Hérna er Susan Boyle í ofangreindum þætti.
http://www.youtube.com/watch?v=KVRDXf7QWtA&feature=related
Birgir Ólafs (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 13:04
Skemmtilegt - ég var nú eitt sinn svo frægur að spila undir söng Davíðs. Held að þá hafi hápunkti tónlistarferils míns verið náð. Sem er svolítið sorglegt reyndar...
Ingvar Valgeirsson, 1.5.2009 kl. 14:00
Hver veit hver Steini Briem er? Honum til upplýsingar get ég þess að ég heiti Þorvaldur Sigurðsson og er gamall leikfélagi Jens frá Hrafnhóli og honum er fullkunnugt um hver ég er. Og þótt hann telji það persónu sinni til framdráttar og upphefðar að uppnefna fólk er næsta víst að um þá skoðun eru færri en hinir. Þetta setur leiðinlegan svip á mann sem hefur vafalaust margt til brunns að bera en af máli má manninn þekkja.
Tobbi (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 15:37
Þorvaldur Sigurðsson. Fjöldi fólks um allan heim veit hver Steini Briem er, þar á meðal Jens Guðmundsson, þinn „old playboy“.
Útlendingar eiga mjög erfitt með að bera fram mitt rétta nafn og þar af leiðandi nota ég Steini. Enginn annar í heiminum heitir mínu fulla nafni en það skiptir svo sem engu máli, enda er ég spurður hér um kennitölu en ekki nafn.
Og nú sérðu að þú ert ekki uppnefndur þegar þú notar þitt fulla nafn, talar af einhverri skynsemi og þokkalegu viti.
Því er sjálfsagt að bjóða hér sættir og samdrykkju (symposium) við hæfilegt tækifæri og þokkalegar aðstæður, enda var Ólafur Briem, langafi minn, fyrsti formaður Framsóknarflokksins og formaður SÍS, frá Álfgeirsvöllum í Skagafirði en ég heiti í höfuðið á syni hans.
Megi allar góðar vættir fylgja þér, hampa, hossa og dilla á alla lund, í leik og starfi, Þorvaldur minn.
Þinn einlægur,
Þorsteinn Briem, 1.5.2009 kl. 16:53
Pylsa eða pulsa? Ekki held ég að Jensinn hafi verið að sækjast eftir afrekssögum úr skóla og atvinnu viðtölum þegar þessi færsla var sett inn.
Og ekki skil ég í Þorvaldi að setja ofan í Steina hinn lítilláta,sem heimurinn beið eftir að fæddist, okkur fáfróðum til hvatningar með "gulllimrum" og "djúphugsuðum meitluðum setningum". Þú veist greinilega ekki hvað til þíns friðar heyrir, Þorvaldur. En ég, aumur,horfi á stallinn þar sem níur og tíur ásamt vitnisburði meistaranna torveldar mér og öðrum að standa jafnfætis Brjánslækjar Steina og meðtek hans boðskap af þakklæti.
Yngvi Högnason, 1.5.2009 kl. 22:00
Yngvi litli Kisason. Það sem er hér á síðunni hans Jens kemur þér ekki vitund við og hann hefur aldrei kvartað undan því sem ég hef skrifað hér. Hins vegar hefur honum oft fundist það skemmtilegt og jafnvel fyndið.
Hins vegar ert þú aldrei skemmtilegur og því síður fyndinn en ert ætíð með leiðindi á öllum síðum hér á Moggablogginu, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 1.5.2009 kl. 22:42
Ég hlustadi á vidtal Bubba vid Jóhannes í Bónus á heimasídu RÚV. Thetta var í fyrsta skipti sem ég hef hlustad á tháttarstjórn Bubba. Thar kom fram ad Jóhannes telur ad Davíd sé veikur og ad thad thori ekki nokkur madur ad segja honum thad. Íslenskukunnáttu Bubba er vaegast sagt slaem og var hann hrokafullur gagnvart hlustendum sem hringdu í tháttinn og taladi nidur til theirra og notadi ordid "vinur" öllum samtölum sínum vid innhringjandi hlustendur (allir karlmenn).
Einnig notadi Bubbi ord sem ég hef aldrei heyrt ádur og er thad Bubbanýyrdi: VÓMIR "Thad vómir yfir"
Ég held ad Bubbi hafi alls ekki efni á thví ad vera hrokafullur gagnvart innhringjandi hlustendum og thad er kraftaverk ad Bubbi haldi starfi sem tháttarstjóri. Ég held ad 99% landsmanna med barnaskólapróf vaeru betri tháttarstjórar og miklu haefari á allan hátt en Bubbi er.
Samtímis sem ég át kartöfluflögur slökkti ég ljósid (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 23:30
Það er aldeilis ádrepa núna frá Steina,steig ég á sjálfið? Auðvitað þykir enginn skemmtilegur sem hæðir goðið. Víst á ég bara að gleypa hráan leirburðinn sem aðrir og þykja hann góður. Um leiðindi mín á öllum síðum get ég alveg verið sammála, því ekki er ég viðhlæjandi og sleikja. Og viss er ég um að Jens finnst fyndið að ég skuli vera kallaður kisason,hann,ég og fleiri hafa eflaust ekki áttað sig á þessari merkingu á föðurnafni mínu. En hvort sem ég er kisason eða Högnason, þá hafa hvorki ég né mínir forfeður skammast sín fyrir að vera synir feðra sinna og látið vera fleðuskap og snobb við útlendinga,nú sem fyrrum, og nefnt sig við dali,firði eða lækjarsprænur. Manstu hvað pabbi þinn heitir, undrabarn?
Yngvi Högnason, 2.5.2009 kl. 08:54
Með þínar hæstu einkunnir í íslensku, steini, hefðir þú þá ekki átt að hafa sæmileg tök á bragfræði? Ég man ekki eftir að hafa séð eina einustu rétt kveðna vísu hjá þér. Hvorki bragfræði- né hrynjandalega séð. En þú kemur eflaust með eina hérna til að afsanna það?
kk (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:14
Býsna drýldinn, búlduleitur,
búrinn Yngvi einnig feitur,
alveg mér það eiður sær,
á einu bloggi las í gær.
Þorsteinn Briem, 2.5.2009 kl. 10:28
Las aðeins betur # 20 og sá að við Steini erum kollegar. Ég var blaðamaður,ég seldi dagblaðið Mynd árið 1962 í Kópavogi. Hvaða hverfi ert þú að bera út í núna,Steini?
Yngvi Högnason, 2.5.2009 kl. 11:37
Þú hefur greinilega verið borinn út af móður þinni, Yngvi minn.
Þorsteinn Briem, 2.5.2009 kl. 11:52
Ég vissi að þú værir undrabarn og gáfaður Steini minn.Enn að þú værir séní grunaði mig aldrei.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:15
Ég hef nú meiri áhuga á kvenfólkinu en þessum körlum hér, Ragna mín Eyjapía.
Enginn karlmaður er séní og flestir karlmenn eru bæði heimskir og hundleiðinlegir. Jensinn er hins vegar skemmtilegur og sæmilega gáfaður. Ekkert þó til að hrópa húrra fyrir.
Allir kvenmenn eru hins vegar séní.
Ég er bara undrabarn.
Þorsteinn Briem, 2.5.2009 kl. 18:54
Þið eruð alveg ágætir greyin mín.Alveg ljómandi takk.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 19:38
Tobbi, takk fyrir fróðleikinn. Hrafnhælingur er skemmtilegt nýyrði. Hehehe!
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 20:24
#20: Steini, þetta var fróðlegur lestur. Ég vissi að þú værir fjölfróður og sprenglærður. En það var gaman að fá þessa heildarmynd af tungumálanámi þínu.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 20:28
#21: Tobbi, ég vissi að þú værir mikill íslenskumaður. En vissi ekki að þú værir cand. mag. í fræðunum.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 20:34
Einar Loki, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 20:35
Birgir, bestu þakkir fyrir þetta. Ég var snöggur að smella á þetta sýnishorn á youtube.com. Það er ansi gaman að sjá þetta atriði. Kella syngur betur en ætla má af næstum fimmtugri konu sem er að stíga fyrstu skref í að koma sér á framfæri sem söngkonu.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 20:39
Ingvar, hver veit nema þú eigir eftir að spila undir hjá Susan Boyle líka?
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 20:43
#28: Ingvi, "kommentin" frá Steina eru jafnan hin besta skemmtun. Einhverntímann sagði Rannveig Höskulds að þau væru það skemmtilegasta við bloggið mitt.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 20:50
#29: Steini, ég votta að það er mikill fengur af "kommentum" þínum, stökum og limrum. Stundum þegar hlé verður á "kommentum" frá þér dettur stemmningin hér niður. En lifnar jafnóðum við og þú kíkir aftur í heimsókn.
Ingvi er fínn náungi. Ég snæddi svið og rófur með honum heima hjá Rannveigu Höskulds fyrir nokkrum dögum. Þau eru í einhverju mótorhjólagengi. Man ekki hvort það heitir Vítisenglar eða Drullusokkar eða hvað.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 21:00
Steini er skemmtilegasti bloggari landsins þegar hann bloggar.En hann er eitthvað latur við það drengurinn. Hann skellir lika fram hinum dásamlegustu limrum svona við og við,enda limrukonungur moggabloggsins. Ekki skemmir það að hann er séní,tekur sjálfan sig mátulega alvarlega og er hinn mesti húmoristi.Svoleiðis fólk gefur lífinu lit. Líka þú Jens.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:03
#30: Samtímis..., ég kann vel við útvarpsþáttastjórnandann Bubba Morthens. Hann nær góðu sambandi við viðmælandann, fær hann til að opna sig og segja frá.
Ég hef ekki orðið var við að Bubbi tali niður til þeirra sem hringja inn. Að kalla viðmælanda vin er ekki dæmi um hroka. Viðmælanda er sýnd virðing með því að kalla hann vin.
Hinsvegar tek ég eftir að Bubbi er snöggur að slökkva á ölvuðum innhringjendur og fólki sem er orðljótt. Sömuleiðis er hann snöggur að enda símtöl sem eru að verða óþarflega löng.
Miðað við setninguna sem þú vitnar til er líklegra að Bubbi hafi sagt: "Það vomir yfir."
Annars var Bubbi alinn upp af danskri móður og þau eyddu sumrum í Danmörku. Það hefur veikt máltilfinningu Bubba sem barns og unglings. Málfar Bubba hefur tekið miklum framförum síðustu áratugi. Enda hefur hann vilja til að bæta sig. Les einnig mikið af góðum vel skrifuðum bókum.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 21:20
#31: Yngvi, ég veit að hin upprunalega fornnorræna merking nafnsins Högni er landvarnarmaður. Ég man líka að á mínum unglingsárum var Cat Stevens iðulega í ríkisútvarpinu kallaður Högni Stefáns.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 21:29
KK, það sem mestu máli skiptir er að vísurnar hans eru oftast bráðfyndnar.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 21:33
Ragna, "kommentin" hans Steina gefa svo sannarlega blogginu mínu lit. Sumir byrja á því að fletta upp á "kommentunum" hans þegar þeir kíkja á bloggið mitt - til að komast í gott skap og rétta gírinn.
Steini er undrabarn.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 21:37
Sómafólk allt það fólk, Jensinn minn.
Mitt líf og yndi í grænum dal að stríða þessum gangsterum og magisterum.
Þeir eru náttúrlega allir á sterum.
Tobbi er sviðsstjóri tungumálasviðs í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Eyjapíur eru gáfaðastar og fallegastar. Það gerir ýsan. Þú ert það sem þú étur.
Eitt sinn var ég á Saga Class en þar var bara hundleiðinlegt fólk, þannig að ég var í þrjá klukkutíma aftast í vélinni hjá flugfreyjunum og skemmti mér konunglega, enda voru tvær þeirra Eyjapíur.
Þorsteinn Briem, 2.5.2009 kl. 21:42
Steini, þú ert undrabarn í stríðni. Ég vissi ekki að minn gamli leikfélagi úr Skagafirði væri sviðsstjóri tungumálasviðs í FS. Við erum jafnaldrar og lékum okkur saman í fótbolta á sumrin.
Það er gamalt orðatiltæki að Eyjapíur svíki ekki. Kunningi minn giftist Eyjapíu. Hún sveik hann. Hélt framhjá og stakk síðan óvænt af. Þá varð kunningjanum að orði að taka þurfi fram að Eyjapíur svíki ekki undir sæng.
Jens Guð, 2.5.2009 kl. 22:06
Ég er allavega ekki FREÐÝSA þótt Eyjapía sé.En gaman er vafra um og lesa komment frá skemmtilegu fólki.Nóg er að nöldurseggjunum og þeim sem geta ekki litið glaðan dag. Annars er dskóstuð hjá Eyjafreðýsum þessa helgina,enda Páll Óskar Íslandsmeistari í gleðidreifingu staddur á skerinu.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:29
Susan Boyle ætti að vera í diskóstuðinu í Eyjum núna.
Hún gengi þá væntanlega út.
Þorsteinn Briem, 2.5.2009 kl. 22:41
.........................þú ert séní.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:49
P.S. Davíð Oddsson gekk út Susan Boyle gerir það örugglega líka, flekklaus að utan sem innan
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:34
Davíð er svo ljótur að það mætti halda að móðir hans hafi gefið honum að borða með túttubyssu
Eiríkur (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 03:48
Steini B. og Tobbi!
Þegar ég upphef lýsingar á 'afrekum' í skóla, bendir yngsta afkvæmið yfirleitt á að raup sé merki um minnimáttarkennd. Allt í lagi með það, - svo sem
Hef átt orðabók Árna Bö. frá 1963 og finnst hún duga vel.
Hlédís, 3.5.2009 kl. 15:05
Jamm, við þjáumst öll af minnimáttarkennd en læknastelpurnar eru sjúkar í að hjúkra mér, Hlédís mín.
Þorsteinn Briem, 3.5.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.