9.5.2009 | 01:26
Góður banki
Ég er ekki vanur að lofsyngja banka. Nema kannski gríska sæðisbankann fyrir að hafa verið með lógó (firmamerki) gamla Íslandsbankans löngu á undan Íslandsbanka. Í dag fór ég í útibú Íslandsbanka við Kirkjusand til að borga vel hrærða reikningasúpu. Að því loknu tók ég eftir að einn reikningurinn virtist vera ógreiddur þó af honum hafi verið tekið eintak bankans.
Ég snéri mér aftur til gjaldkera. Lenti reyndar á öðrum en þeim sem hafði afgreitt mig. Gjaldkerinn, ljúf kona, kannaði málið. Hún komst fljótlega að sömu niðurstöðu og ég. Og varð alveg miður sin. Svo niðurbrotin að ef gler hefði ekki skilið okkur að hefði ég faðmað hana, klappað og hughreyst. Ég benti henni á að enginn hefði slasast. Allir væru við góða heilsu nema fólk í útlöndum með svínaflensu.
Konan var óhuggandi þangað til hún sagðist hafa tekið eftir að ég væri aldrei með seðlaveski. Hún bauð mér að þiggja af bankanum glæsilegt seðlaveski sem afsökun fyrir mistökunum. Mér var ljúft að samþykkja það.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Pepsi-deildin, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Til hamingju með nýja seðlaveskið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:31
Áttu eitthvað eftir til að setja í veskið ?
þorvaldur hermannsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:54
Jóna, takk fyrir það. Þetta er nokkuð vandað brúnt leðurveski merkt Glitni, sem mér þykir reyndar flottara nafn en Íslandsbanki.
Jens Guð, 9.5.2009 kl. 01:59
Þorvaldur, ég er búinn að setja innsiglaðan smokk í - að ég held - þar til gert hólf í veskinu. Næst ætla ég að setja útklippta ljósmynd af Hönnu Birnu borgarstjóra á bak við glæran plastvasa í veskinu. En snúa myndinni öfugt þannig að það blasir við aðeins bútur úr auglýsingu frá Baugi eða FL-Group.
Jens Guð, 9.5.2009 kl. 02:06
Á endanum velur maður sér banka eftir starfsfólkinu í útibúunum en ekki auglýsingunum. Tilboðin eru til langs tíma öll nokkurn veginn eins.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.5.2009 kl. 10:25
Sigurður Viktor:Er enn til einhver Íslendingur sem trúir bankaauglýsingum?, ég held ekki. Allavega trúi ég ekki einu einasta sem frá svoleiðis stofnunum kemur í dag. Þá sjaldan ég þarf að fara í banka þá fer ég í þann banka sem hefur veitt mér góða þjónustu í mínum erindagjörðum og þá vel ég eftir fólkinu sem vinnur þar ekki eftir því hvað bankinn heitir eða hvert logo þeirra er. Svo einfalt er það nú.
Sverrir Einarsson, 9.5.2009 kl. 14:20
Já, enda held ég að það sé töluvert um það að fólk elti þjónustufulltrúann sinn milli banka ef hann skiptir um vinnu.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.5.2009 kl. 14:56
Hummmm
Ómar Ingi, 9.5.2009 kl. 19:01
Ég trúi ekki að þú hafir smellt af mynd inni hjá mér Jens! Eins og ég var búinn að biðja þig um að gera það ekki!
Siggi Lee Lewis, 9.5.2009 kl. 22:51
Af því þú nefnir lógóið hjá Íslandsbanka og uppruna þess. Það væri gaman ef þú gætir, af því þú ert nú grafískur hönnuður og ert vafalaust kunnugur þessum málum, nefnt nokkur fyrirtæki og stofnanir sem skarta rándýrt hönnuðum lógóum sem leyndust þó í erlendum bókum þegar að var gáð. Frægt dæmi er skjaldarmerki Grindvíkinga en einhvers staðar hef ég séð merki eins ríkisbankans hjá rússneskum, minnir mig, snjóbrettaframleiðanda. Sem sagt; seddu forvitni mína. Ef þú nennir. Kv Þ
Tobbi (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 23:18
Gaman af þessu, eflaust fullt af seðlum í veskinu núna. Menn eiga nú ekki að vera naprir út í bankana, Is./Glitnir t.d. búin að lækka vextina um rúmlega 11% eða 6 framyfir stýrivaxtalækkunina, lán sumra hjá bankanum því tekin að lækka og svo mun halda áfram að öllu forfallalausu, verðbólguþróunin líka mjög hagstæð sl. þrjá mánuði, eða aðeins um 2,5%.
En afsakaðu Jens, gleymdi að segja til lukku með 8. mai, en ksála bara núna fyrir þér í staðin!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 00:31
áttir þú afmæli í fyrradag jens? ef svo er þá óska ég þér til hamingju með daginn - og með nýja veskið. sjálf á ég ekki afmæli um þessar mundir og fékk aðgang að heimabanka í fyrsta skiptið á föstudag. hér heima finnst okkur að þar með sé síðasta anarkistavígið fallið. muniði eftir svarthærða tröllabauknum í röndóttu buxunum? var hann ekki úr búnaðarbankanum? kv d
doddý, 10.5.2009 kl. 11:35
Kallast þetta ekki mútur Jens minn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 09:10
Datt þig í hug þegar ég sá þetta
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/875572/
Ómar Ingi, 12.5.2009 kl. 13:29
Ari (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:42
Líklegast að Jensinn hafi villst inn í gríska sæðisbankann og fengið budduna út á það atriði.
Þorsteinn Briem, 12.5.2009 kl. 18:09
Gleðifréttir Jens ....spes fyrir þig..........Stjórnin er komin með nýtt lag........
Einar Bragi Bragason., 12.5.2009 kl. 22:25
Alltaf glúrin hann vinur minn Saxi, auglýsir alltaf á RÉTTU stöðunum! (og stöðvunum)
En Pönkgellan hér að ofan var að spá í hann Trölla og víst var að hann var snilldarfyrirbæri og örugglega í búnaðarbankanum. Ansi skemmtilegt lag var alltaf sungið og leiðkið í auglýsingunum, sem alveg örugglega var ættað frá mjög svo tónelskum drengjum innan veggja skólans á Bifröst!? Minnir að textin byrjaði svona:
Í kolli mínum geymi ég gullin,
sem gríp ég höndum tveim.
Svo fæ ég vexti og vaxtavexti
og vexti líka af þeim.
Skemmtilegt!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2009 kl. 15:12
Sigurður Viktor og Sverrir Einars, ég þekki ekki mun á bönkum. Hef skipt við þennan sama banka frá því ég var unglingur og hann hét eitthvað allt annað en Íslandsbanki. Ég hef aldrei haft rænu á að kanna hvort annar banki sé betri á einhvern hátt.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 20:41
Siggi Lee, ef ég ætti myndavél myndi ég smella af út um allt.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 20:45
Tobbi, ég á áreiðanlega eftir að fjalla oft um lógó. Vandamál grafískra hönnuða er að stöðugt er verið að útfæra sem lógó tilbrigði við sömu 30 stafina og eða sama fyrirbærið (flugþjónusta, tónlist, tölvuþjónusta...).
Þegar auglýsingastofa fær það verkefni að hanna lógó setjast 3 - 4 hönnuðir niður og hver um sig skissar á blað 10 - 20 hugmyndir að lógói. Því næst bera hönnuðirnir saman bækur sínar. Velta fyrir sér kostum og göllum hverrar hugmyndar. Oft eru nokkrar hugmyndir keimlíkar. Þær eru samræmdar í bestu útfærslu. Reyndar kemur líka iðulega upp sú staða að vel fer á að samræma 2 ólíkar hugmyndir í eina góða.
Síðan hefst niðurskurður með útilokunaraðferð. Ekki er látið staðar numið fyrr en 10 bestu hugmyndirnar að lógói standa eftir. Þá eru aðrir hönnuðir eða starfsmenn stofunnar kallaðir til. Eftir miklar vangaveltur standa 3 lógó eftir sem eru útfærð sem tillögur handa viðskiptavininum. Gjarnan þannig að viðskiptavinurinn sér merkið uppsett á bréfsefni, umslagi, nafnspjaldi og á teikningu af bíl.
Þegar viðskiptavinurinn hefur valið eitt merkið er það fínpússað í endanlega útfærslu. Þá tekur við örvæntingarfull leit að því hvort merkið sé örugglega ekki of líkt neinu öðru merki sem er í umferð.
Það er eins með lógó og dægurlög að ef vel er leitað má finna eitthvað sem svipar saman. Enginn metnaðarfgullur grafískur hönnuður - fremur en lagahöfundur - vill lenda í því að hafa "stolið" frá kollega sínum. En dæmin eru ótal um að sú staða kemur óviljandi upp.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 21:40
Ég vil til gamans bæta við að þegar ég lýsi starfi grafískra hönnuða er ég stundum spurður að því hvort teiknarar geti verið hlutlausir gagnvart samanburði á sínum tillögum og hinna teiknaranna. Hvort maður berjist ekki ómeðvitað fyrir sínum eigin tillögum. Metnaðurinn gangi út á að vera hönnuður merkis sem á eftir að verða frægt.
Að meðtöldum auglýsingastofum sem ég vann á með námi hef ég samtals unnið á 4 auglýsingastofum með samtals um það bil 20 grafískum hönnuðum. Ég hef aldrei kynnst öðru viðhorfi en að starfsfólk líti algjörlega á hópinn sem liðsheild. Metnaðurinn gengur út á að stofan skili sem bestum árangri algjörlega óháð því hver nákvæmlega er höfundur verksins.
Sumir - meðal annars samstarfsmenn Bítlanna - hafa undrast hvað liðsmenn Bítlanna voru samstíga í að viðurkenna án afbrýðisemi það sem hinir Bítlanna höfðu best fram að færa. Allir lögðust á eitt um að gera útkomuna sem besta óháð því hver var höfundur lagsins.
Þetta vinnulag kannast ég hinsvegar vel við frá auglýsingastofum.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:01
Maggi, ég er alveg úti að aka í bankavöxtum. Er hvorki í því hlutverki að skulda eða fjárfesta í sjóðum eða hlutabréfum.
Takk fyrir afmæliskveðjuna.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:40
Ásthildur mín, þetta lyktar af spillingu.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:42
Ómar, takk fyrir hlekkinn. Hehehe!
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:44
Ari, það er víst eitthvað vandræðaástand í fjármálum Kaliforníu.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:47
Steini, ég veit ekki hvað var í gangi. Er alveg ringlaður.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:49
Saxi, ertu ekki að meina að Bítlarnir séu að senda frá sér nýtt lag? Spes fyrir mig?
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:54
Maggi, lagið var samið og flutt af vini minum Guðbergi Auðunssyni. Ég veit ekki hvort hann orti líka textann. Guðbergur átti einhverja smelli með KK. "Lilla Jóns" held ég að hafi verið vinsælasta lagið hans. Hann var líka eitthvað að syngja með Mannakornum. Man ekki hvort það endaði á plötu. Guðbergur er frábær náungi. Hann er búsettur erlendis, Að mig minnir í New York.
Jens Guð, 13.5.2009 kl. 23:15
Til hamingju með nýja veskið Jens minn :) Ekki veitir af því að hughreysta þessa vesalings bankastarfsmenn eftir erfiðan vetur þannig að ég skora á þig að láta ekki glerið stöðva þig næst í að gefa þessum vesalingum stórt og mikið knús!
Hjördís (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:00
Hjördís, ég tel aldrei eftir mér að knúsa bankastarfsmenn. Ég lenti meira að segja eitt sinn í því að starfsmenn Íslandsbanka við Kirkjusand hlupu allir út úr bankanum í hádegi og fóru í hópknús. Ég taldi ekki eftir mér að knúsa liðið. Mátti þó varla vera að því.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 00:02
Þessi mynd er tekin af slóðinni http://www.shredordie.com/grantlikesplanb/photo/164608 og sýnir þá að það er satt sem fornkveðið er að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.
Tobbi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 10:27
Tobbi, takk fyrir hlekkinn. Tómas Guðmundsson hitti naglann á höfuðið.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:49
Mig rámar samt endilega í tengsl við SAmvinnuskólan á Bifröst og kanski var þetta bara sjálfur Samvinnubankin sem auglýsti, en það er nú aukaatriði.
Nema hvað, að sá ágæti Guðbergur Auðuns söng já sannarlega Lillu Jóns með Mannakornum, eitt af mínum uppáhalds með þeim. SVo söng hann náttlega til mikilla vinsælda "Við gefumst aldrei upp þó móti blási." o.s.frv. og fleiri ágæt lög svo ég man.
Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.