Hann á afmæli á morgun

forsetinn

 

  Það er skammt stórra högga á milli.  Trommusnillingurinn Viðar Júlí Ingólfsson á Reyðarfirði átti afmæli í gær.  Til hamingju með það, öllsömul!  Á morgun er það forsetinn sem á afmæli.  Það er gott að vita fyrir þá sem eiga eftir að pósta til hans afmælispakka.

  Hvað gefur Dorrit kauða á morgun?  Ég grísa á að hún byrji morguninn á að gefa honum selbita og síðan læknagrímu fyrir vitin svo hann fái ekki svínaflensu.  Í sama pakka verður Immiflex af sömu ástæðu.  Það svínvirkar.  Sem aukagjöf fær kallinn kvikmyndina ömurlegu "Grease" á DVD,

  Síðdegis bakar Dorrit skúffuköku handa forsetanum og skreytir hana með Smarties.  Enginn veit hvað forsetinn er gamall.  Þess vegna verður bara eitt risastórt útikerti ofan á kökunni.  Hvers óskar forsetinn sér þegar hann blæs á kertið?  Mig grunar að hann óski þess að fá grísasamloku í kvöldmat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Grease er klassík Jensi minn og það eina sem væri ömurlegt er að svínið fengi hana í gjöf

Ómar Ingi, 13.5.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hvað eiga svo þessir tveir heiðursmenn sameiginlegt? Eru þeir báðir snillingar á sínum sviðum?

S. Lúther Gestsson, 13.5.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha ha

Óskar Þorkelsson, 13.5.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  Grease er viðbjóður.  En, já,  hefur náð þeirri stöðu að verða sívinsæl söngvamynd.  Því miður.  Nema fyrir Paul McCartney sem keypti höfundarrétt músíkunnar áður en myndin kom út.  Veðjaði þar á réttan hest eins og þegar hann keypti höfundarrétt söngva Buddys Hollys.

  Þegar ég lærði "semílógíu" (tákn skilaboð) í MHÍ var myndin krufin til mergjar.  Hún er nánast ofhlaðin erótískri semílógíu.  Hver einasta mínúta myndarinnar er uppfull af þannig skilaboðum.  Ég man ekki glöggt eftir myndinni.  Man þó atriði þar sem John Travolta dansar með samfarahreyfinggu og klippt er á stelpu fá sér bita af banana.  Annað eftir því.

  Á þessum árum var ég kvikmyndagagnrýnandi dagblaðs sem hét Tíminn.  Með einbeittum vilja til að láta öfgafullan músíksmekk minn ekki flækjast um of fyrir gaf ég myndinni 3 stjörnur af 5.  Það var rausnarlegt og mér ekki ljúft.

Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:26

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  Viðar er snillingur en ég hef aldrei kosið forsetann og er mjög andvígur embættinu sem slíku. En forsetinn er góður leikari.  Þannig lagað.  Hefur afgreitt þetta hlutverk með stæl.  Þannig lagað.  Þó ég hafi aldrei keypt pakkann hans.

Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:33

6 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 13.5.2009 kl. 22:35

7 Smámynd: Ómar Ingi

Algerlega óskiljanlegt að finnast Kvikmynd vera viðbjóður og gefa henni svo 3 stjörnur af 5 mögulegum en hey svona er fjölmiðlafólk hvergi nærri treystandi fyrir einu eða neinu.

Bannað að segja sannleikann eða frá sínu hjarta , líka hægt að segja að myndin væri frábær fyrir börn fjölskyldur kellingar og alla þá sem fýluðu slíka tónlist eða söngvamyndir og segja svso í restina en mér fannst hún viðbjóður.

Þér hlýtur að hafa liðið fyrir þetta Jens að byrgja þetta svona inni þér og gert þetta gegnt þinni eigin sannfæringu.

En myndin er klassísk formúlu söngvamynd sem á sér margar vifturnar , ég þoli illa sjálfur söngva og dansmyndir en þessa fýlaði ég í tætlur hugsanlega vegna þess að ég var bara krakkaskítur þegar ég sá hana og var rosalega hrifinn af henni Sandy

Mér aftur á móti ljúft að segja þér þetta

Ómar Ingi, 14.5.2009 kl. 00:20

8 Smámynd: Yngvi Högnason

Þegar birtar eru myndir eins og fylgir þessari færslu, mætti taka til athugunar að börn gætu villst hér inn og beðið af því óbætanlengan skaða.

Yngvi Högnason, 14.5.2009 kl. 08:02

9 identicon

Nú þekki ég ekki gamla en honum til hróss ól hann af sér Birki brútal sem hefur farið víðan völl í hörkunni.

Ari (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:59

10 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það er stundum þannig að ástæða er til að fella dóm út frá öðrum forsendum en mínum öfgafullu viðhorfum.  Það hef ég stundum gert hér á blogginu þegar ég hef sett inn plötudóma um plötur með annarri músík en pönki og þungarokki.

  Tíminn var fjölskyldublað.  Þar var ég með kvikmyndaumfjöllun í nokkur ár.  Það var mitt hlutverk að segja frá kvikmyndum bíóhúsanna á þann hátt að lesendur væru upplýstir um stöðu þessara mynda í samanburði við þann staðal sem gildir um það sem bíóhúsin bjóða almennt upp á.  Sá staðall er töluvert fyrir neðan minn öfgafulla smekk á kvikmyndum.  Ég ætla ekki að halda því fram að minn smekkur á kvikmyndum sé betri eða hafinn yfir smekk almennings.  Bara öðru vísi.  Mér þykir yfir 90% mynda í bíóhúsum ómerkileg og léttvæg klisjudæmi. 

Jens Guð, 14.5.2009 kl. 23:02

11 Smámynd: Jens Guð

  Ingvi,  ég sem reyndi að finna þá ljósmynd sem er minnst hrollvekjandi.

Jens Guð, 14.5.2009 kl. 23:05

12 Smámynd: Jens Guð

  Ari, það má hrósa Viðari fyrir margt.  Meðal annars fyrir að hafa trommað af snilld í "Sunshine of Your Love" og öðrum slíkum sem við krákuðum í hljómsveit okkar,  Frostmarki,  á hippaárunum.  Því miður er ég búinn að gleyma hvaða önnur lög voru á prógramminu.  Áreiðanlega einhver Kinks-,  CCR-, Rolling Stones- og Bítlalög.

  Ennþá stærra afrek Viðars var að geta af sér snillingana Birki Fjalar og Andra Frey.  Þeir eru frábærir náungar og frábærir tónlistarmenn.   Ég nota tækifærið og vek athygli á kvöldþætti Andra Freys og Dodda litla,  Hafmeyjunni,  á föstudögum á rás 2.  Þeir félagar fara á kostum - og rúmlega það.

Jens Guð, 14.5.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband