Meira af Færeyjareisu

gávubúðReyði krossurinnfæreyjar4

  Eitt af mörgu sem gerir ferð til Færeyja ánægjulega er að færeyskt ritmál er auðlesið fyrir Íslendinga.  Kunnugleg orð þýða þó ekki alltaf það sama á íslensku og færeysku.  Á efstu myndinni er verslun merkt sem gávubúð.  Slagorð hennar er "Góð gáva gleður".  Færeyska orðið gáva þýðir gjöf.  Þetta er gjafavöruverslun. 

  Á næstu mynd er aðstaða Rauða krossins í Færeyjum.  Hann kallast Reyði krossur.  Færeyingar tala um reyðan penna og reyðan jakka þegar þeir eiga við rauðan penna og rauðan jakka.

  Þriðju myndina hef ég stóra til að í baksýn sjáist klettabeltin sem út um allt setja skemmtilegan svip á Þórshöfn.  Ef vel er að gáð sést einnig færeyskur hrútur,  eða "veðrur" eins og hrútur er kallaður á færeysku og framborið "vegrur".

  Það var sama hvort kíkt var á skemmtistað,  matsölustað eða í búð:  Allstaðar voru Íslendingar.  Þeir áttu það sameiginlegt að hafa flúið frá atvinnuleysi á Íslandi til Færeyja í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi síðasta haust.  Undanfarna áratugi hefur færeysk króna kostað 10 íslenskar krónur.  Í dag kostar færeysk króna 24,5 íslenskar.  Laun í Færeyjum hafa verið heldur hærri en á Íslandi og þegar þau eru reiknuð á núverandi gengi í dag geta vinnandi Íslendingar í Færeyjum sent dágóða upphæð til framfærslu sinna fjölskyldna á Íslandi.  Íslendingar í Færeyjum eru í sömu stöðu hvað það varðar og Pólverjar sem hafa verið í vinnu á Íslandi undanfarin ár.

  Hinsvegar er nokkuð dýrt fyrir Íslending að ferðast til Færeyja um Þessar mundir.  Bjór sem áður kostaði á bar 500 íslenskar krónur kostar núna 1225 kall (50 færeyskar krónur).  Það er reisn yfir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilega færslu.  Bara einu sinni komið til Færeyja og þá í mjög stuttu stoppi (var með fragtskipi sem landaði í Runavík þ.s. Olafsvaka í Tórshavn  og því ekki landað þar í þetta sinn).  En þessir nokkru klukkutímar voru ógleymanlegir því eldri herramaður tók tvö okkar í ókeypis sýningartúr um bæinn.  Eftir þetta hefur mig alltaf langað að heimsækja Færeyjar almennilegar og eftir vinhót þeirra í kjölfar hrunsins síðasta haust hét ég sjálfri mér að láta verða af því fyrr en seinna.  Veit að ekki ein um þessa skoðun svo endilega skilaðu kveðju frá okkur Íslendingum.

Eitt vakti sérstaka athygli mína í pistli þínum, þ.e. "Íslendingar í Færeyjum eru í sömu stöðu hvað það varðar og Pólverjar sem hafa verið í vinnu á Íslandi undanfarin ár".  Mig langar að forvitnast hvort Íslendingum séu boðin sömu kjör og aðstæður og við buðum erlendu vinnuafli á Íslandi á "okkar góðæristímum"?

ASE (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Jens Guð

  ASE,  Færeyingar drekkja manni alltaf í gestrisni og höfðingsskap.  Við höfum mörg dæmi um svívirðilega framkomu íslenskra fyrirtækja gagnvart Pólverjum í vinnu á Íslandi.  Ég kannast ekki við annað en Íslendingar í Færeyjum séu vel haldnir.  Mér skilst að algengt sé að Íslendingar í vinnu í Færeyjum séu að senda um hálfa milljón á mánuði til fjölskyldu sinnar á Íslandi.

Jens Guð, 13.6.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

tær hava gagnast tær væl hesu ferð oyggjarnar kæru, góði Jens

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.6.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Jens Guð

  Góða Hulda,  tær gagnast alla tíð sera væl ferðir til oyggjarnar kæru.

Jens Guð, 13.6.2009 kl. 22:26

5 identicon

50 kall???!!!   VÁ!!! ....feginn er ég ad thurfa ekki á mjödnum ad halda.  Geri rád fyrir thví ad menn thurfi ad vera hálf raenulausir af drykkju ádru en their panti bjórglas á barnum.

Nei....thá er nú betra ad hafa kastad burt ósidum theim ad reykja og drekka fyrir meira en áratug.

Ad vera timbradur á sunnudögum var aldrei mjög ánaegjulegt ásigkomulag. 

Hrolli (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:45

6 identicon

Vertu ævinlega velkominn heim Jens!!Vonandi var þetta gott frí hjá þér Jens minn!.

Víðir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Jens Guð

  Hrolli,  50 færeyskar krónur eru vissulega alltof mikill peningur fyrir bjór.  Reyndar ætti bjór að vera ókeypis,  því þetta er heilsudrykkur.  B-vítamín pakki.

Jens Guð, 13.6.2009 kl. 23:34

8 Smámynd: Jens Guð

  Víðir,  takk fyrir það.  Þetta var virkilega hressandi frí.

Jens Guð, 13.6.2009 kl. 23:35

9 identicon

Yes yes yes (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:49

10 Smámynd: Jens Guð

  Yes yes yes,  takk fyrir þessa ábendingu.  Ég kannast mæta vel við The Residents.  Á nokkrar plötur með þessari hljómsveit.  Til viðbótar hafa tveir kunningjar mínir spilað með henni sem gestaspilarar,  gítarleikarinn Fred Frith og trommarinn Chris Cutler.

  Þó Chris hafi unnið með The Residents í hljóðveri og verið einskonar umboðsmaður hljómsveitarinnar í Bretlandi þá veit hann ekki hverjir eru liðsmenn hljómsveitarinnar.  Þeir létu aldrei sjá sig nema með grímur.  Chris telur það hafa verið húmor til að laða fram tiltekna stemmningu fremur en að liðsmenn The Residents séu þekktir úr öðrum hljómsveitum (eins og sumir halda fram).

Jens Guð, 14.6.2009 kl. 00:22

11 identicon

Jens, tek hattinn af!  Kemur mjög á óvart! 

Yes yes yes (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 01:36

12 identicon

Mikið er þetta nú krúttlegt alltsaman, sérstaklega þessi svarti sauður á klettabrúninni, mig hreinlega dauðlangar til Færeyja núna og fá mér eins og eina væna kollu :)

Ragga (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 01:46

13 Smámynd: Jens Guð

  Yes, yes, yes,  þetta þarf ekki að koma á óvart.  Í upphafi níunda áratugarins setti ég upp pönkplötubúð ásamt Sævari Sverrissyn frænda mínum,  söngvara Spilafífla.  Plötubúðin hét Stuð.  Þar voru bara seldar pönkplötur og smá af því sem á þeim tíma kallaðist nýbylgja.  Meðal annars katalógur frá ensku fyrirtæki sem hét Re Records.  Þar var æðsti prestur trommuleikarinn Chris Cutler, sem við fengum síðar til hljómleikahalds á Íslandi með hljómsveitinni Pere Ubu.  Þá var reyndar Stuð-búðin ekki til lengur en ég genginn til liðs við Gramm. 

  Re Records var umboðsfyrirtæki The Residents í Bretlandi.  Þannig kynntist ég Chris og spilafélaga hans í Art Bears,  Henry Cow og News from Bable,  gítarleikaranum Freth Frith.  Síðar fengum við Fred Frith til að halda hér hljómleika með hljómsveitinni Skeliton Crew.  Hörpuleikari Skeliton Crew,  Zeena Parkins,  hefur síðar starfað mikið með Björk.

  Chris og Fred höfðu áður spilað með Mike Oldfield.  Bróðir Freds,  Simon Frith,  var - og er kannski ennþá - blaðamaður hjá Rolling Stone.  Hann hefur skrifað nokkrar áhugaverðar rokkmúsíkbækur.   

Jens Guð, 14.6.2009 kl. 01:58

14 Smámynd: Jens Guð

  Ragga,  það er gaman að skála við hrútinn fyrir utan Glitni.

Jens Guð, 14.6.2009 kl. 01:59

15 Smámynd: Jens Guð

  Yes, yes, yes,  rokkheimur alþjóðapoppsins er svo lítill að maður er stöðugt að undrast.  Dæmi:  Á rokkhátíðinni Uxa sló í gegn þýsk teknópönksveit sem heitir Atari Teenage Riot.  Sonur minn kynntist liðsmönnum ATR og síðar kynntist ég hljómborðsleikaranum Alec Empire.

  Um svipað leyti kynntist ég gítarleikara Rage Against the Machine,  Tom Morello.  Eftir smá spjall varð að samkomulagi að ATR og RATM færi í sameiginlega hljómleikaferð um Bandaríkin ásamt hljómsveitinni Wu Tang Clan.  Þar var íslensk kona umbi (man því miður ekki hvað hún heitir).  Síðar fór Alec Empire að vinna með Björk (og Ice Cube).  Þannig að allt krossar þetta út og suður í okkar fámenna alþjóðarokkheimi.

Jens Guð, 14.6.2009 kl. 02:11

16 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég er alltaf ári of sein með alla hluti.  Gekk í kór ári eftir að hann fór söngferð til Færeyja.  Gekk í hjólaklúbb ári eftir að hann fór til Danmerkur í hjólaferð.  Ég reyni kannski að plata kellurnar í gönguklúbbnum til að fara í göngu- og menningarferð til Færeyja.  Eða fer bara ein með hjólið.  Hvernig er hjólamenningin í Færeyjum?  Þetta er á "listanum", að heimsækja nágrannana áður en ævin er öll.

Hjóla-Hrönn, 14.6.2009 kl. 10:53

17 identicon

Gaman að heyra það, enda átti ekki von á öðru.  Litlu frændur okkar virðast nefnilega standa okkur framar að flestu leyti :-o

Endilega vertu duglegur að skrifa frá Færeyjum og leyfa okkur að fylgjast með Færeysku mannlífi, við vitum alltof lítið um þessa nágranna okkar.

ASE (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:00

18 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  ef þú ert að tala um mótorhjól þá er töluvert um þau í Færeyjum og að minnsta kosti tveir mótorhjólaklúbbar.  Hinsvegar er lítið um reiðhjól.  Eyjarnar eru of brattar fyrir hjólreiðar.

Jens Guð, 14.6.2009 kl. 23:17

19 Smámynd: Jens Guð

  ASE,  ég verð duglegur að blogga um færeyskt mannlíf.

Jens Guð, 14.6.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband