Ég er drjúgur yfir ađ hafa í síđustu fćrslu spáđ rétt til um 3 efstu sćtin á listanum yfir bestu íslensku plöturnar sem var opinberađur á rás 2 í dag. Jafnframt var ég sjóđheitur í spánni um plötuna í 4. sćti. Hún lenti í 6. sćti. Ţađ er innan skekkjumarka.
2001 stóđ Dr. Gunni fyrir samskonar leit ađ bestu íslensku plötunum. Ţann lista birti hann í bókinni Eru ekki allir í stuđi?. Ég lék sama leik 1983 og birti í Poppbókinni. Ţađ er gaman ađ bera ţessa misgömlu lista saman. Sumar plötur halda svipađri stöđu. Ađrar verđa heitari međ hverju ári á međan stađa nokkurra fer kólnandi.
Stađa platnanna í bók Dr. Gunna er í fremri sviganum og stađan í Poppbókinni er í seinni sviganum. Í Poppbókinni náđi listinn ađeins yfir 25 bestu plöturnar. Ţađ skýrir ađ nokkru hvers vegna sumar plötur neđar á listanum komust ekki á blađ ţar. Margar ađrar plötur á listanum í dag voru ekki komnar út fyrir 26 árum.
Til frekari glöggvunar eru ţćr plötur auđkenndar međ rauđum lit sem halda sinni stöđu eđa hćkka á listanum. Plötur sem falla um meira en 10 sćti eru auđkenndar međ bláum lit.
Á rás 2 kom fram ađ Morgunblađiđ hafi stađiđ fyrir leit ađ bestu íslensku plötunni fyrir nokkrum árum. Ţví miđur hef ég ţann lista ekki undir höndum.
- (1) (-) Ágćtis byrjun - Sigur Rós 1999
- (5) (4) Lifun Trúbrot 1971
- (3) (1) Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk ţjóđanna 1977
- (12) (23) Hinn íslenzki Ţursaflokkur Ţursaflokkurinn 1978
- (4) (3) Sumar á Sýrlandi Stuđmenn 1975
- (2) (-) Debut Björk 1993
- (13) (-) Gling-Gló - Björk Guđmundsdóttir & Tríó Guđmundar Ingólfssonar 1990
- (7) (2) Ísbjarnarblús - Bubbi Morthens 1980
- (-) (-) Međ suđ í eyrum viđ spilum endalaust Sigur Rós 2008
- (11) (9) Sturla - Spilverk ţjóđanna 1977
- (-) (-) Me And Armini - Emilíana Torrini 2008
- (16) (-) Hana nú - Vilhjálmur Vilhjálmsson 1977
- (-) (-) Fisherman's Woman - Emilíana Torrini 2004
- (10) (-) Life's Too Good Sykurmolarnir 1988
- (8) (-) Međ allt á hreinu Stuđmenn og Grýlurnar 1982
- (30) (-) Einu sinni var Vísur úr Vísnabókinni - Björgvin Halldórsson og Gunnar Ţórđarson 1976
- (29) (-) Lög unga fólksins Hrekkjusvín 1977
- (9) (-) Kona - Bubbi Morthens 1985
- (-) (-) Mugimama is this monkeymusic Mugison 2004
- (-) (-) Takk - Sigur Rós 2005
- (7) (7) Geislavirkir Utangarđsmenn 1980
- (28) (-) Í gegnum tíđina - Mannakorn 1977
- (39) (-) Jet Black Joe - Jet Black Joe 1992
- (21) (-) Hljómar - Hljómar 1967
- (36) (-) Loftmynd - Megas 1987
- (-) (-) Mugiboogie Mugison 2007
- (-) (-) Bein leiđ - KK Band 2003
- (24) (-) Ţursabit - Ţursaflokkurinn 1979
- (17) (-) Megas - Megas 1972
- (23) (12) Breyttir tímar - Egó 1982
- (22) (-) Tívolí - Stuđmenn 1976
- (18) (13) Rokk í Reykjavík Ýmsir 1982
- (-) (-) Allt fyrir ástina - Páll Óskar 2007
- (25) (10) Mjötviđur mćr Ţeyr 1981
- (27) (-) Kafbátamúsík - Ensími 1998
- (20) (-) Post - Björk 1995
- (52) (-) Mannakorn Mannakorn 1975
- (-) (-) Hljóđlega af stađ Hjálmar 2004
- (14) (-) Lengi lifi - Ham 1996
- (41) (-) Í mynd - Egó 1982
- (-) (-) Hjálmar - Hjálmar 2005
- (-) (-) Spilverk ţjóđanna - Spilverk ţjóđanna 1975
- (-) (-) Systkinin syngja saman - Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson 1969
- (15) (-) Homogenic - Björk 1997
- (38) (-) Millilending - Megas 1975
- (40) (18) Ekki enn - Purrkur Pillnikk 1981
- (-) (-) Halldór Laxness - Mínus 2003
- (66) (-) Trúbrot - Trúbrot 1969
- (34) (-) Todmobile - Todmobile 1990
- (-) (-) Sleepdrunk Seasons - Hjaltalín 2008
Athygli vekur ađ plöturnar í 30 efstu sćtunum á lista Dr. Gunna eru allar á ţessum lista nema tvćr. 11 af 23 efstu plötunum í Poppbókinni eru sömuleiđis á listanum ţrátt fyrir allan ţann fjölda platna sem bćst hafa í hópinn á ţessum rösklega aldarfjórđungi. Af 7 plötum sem falla mest voru ađeins 2 í Poppbókinni.
Elsta platan er frá 1967, Hljómar. Ţćr eru bara 3 plöturnar frá ţeim áratug. Ég einkenni tímabiliđ '67 - '79 međ grćnu ártali (15 útgefnar ´71 - ´79). 1980 urđu afgerandi kaflaskipti og uppstokkun í íslenskri músík. Tímabiliđ ´80 - ´99 er einkennt međ bleikum ártölum (20 plötur). Ţađ eru engar plötur frá árunum 2000 - 2002 á listanum. Yngri plötur eru einkenndar međ blásvörtum ártölum (12 plötur). Ađ óreyndu hefđi mátt ćtla ađ mun fleiri plötur vćru frá síđustu árum. Ţćr eru fólki í ferskara minni, jafnframt ţví sem yngra fólk ţekkir eđlilega síđur til eldri platna.
Ţegar ártöl eru skođuđ betur kemur í ljós ađ gjöfulustu tímabil sem skila plötum á ţennan lista eru annarsvegar ´75 - ´77 (11 plötur) og hinsvegar ´80 - ´82 (8 plötur).
Gaman vćri ađ heyra skođun ykkar á niđurstöđu listans og ţeim plötum sem eru á upp- eđa niđurleiđ. Sjálfur er ég alsáttur viđ plöturnar í efstu sćtum listans og nokkuđ sáttur viđ listann í heild. Ţar undanskil ég ađ mér ţykir leiđinlegt ađ sjá lćkkandi stöđu flestra ţeirra platna sem síga mest.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Pepsi-deildin, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Athugasemdir
Sćll Jens
Til hamingju međ getspeki. Ég er rúmlega fimmtugur músikfíkill og auđvitađ mótast skođanir manna af ţeim tímabilum sem ţeir eiga sín ţroskatímabil etc. Ég er býsna sáttur viđ niđurstöđu ţessarar könnunar og fátt sem kemur á óvart. Ţegar litiđ er yfir ţróun ţessara lista ţá sér mađur t.d. ađ ţeir sem vinsćlastir eru hverju sinni skora hátt en síga síđan í sumum tilvikum eftir sem árin líđa. Ţannig mun söguskođun eflaust ţoka t.d. Sigurós og Emiliönu eitthvađ niđur á viđ eftir 5-10 ár líkt og viđ getum séđ ađ Björk hefur mátt sjá sumar sinna platna síga niđur (og jafnvel Bubbinn). Ekkert undarlegt viđ ţađ og ţó ađ ég telji t.d. fyrstu plötu Sigurósar tímamótaverk og eins 1-2 plötur Bjarkar, ţá get ég ekki taliđ öll verk ţessara listamanna til bestu platna Íslandssögunnar.
Skemmtileg dćgradvöl og eflaust munu menn slást um útkomuna um ókomna tíđ en ég tel sem sé ađ eftir ţví sem árin líđa sjáum viđ "hlutlausari" sýn á bestu plöturnar, sumar festi sig endanlega í sessi en ađrir minni spámenn ţokist burt (Páll Óskar, tímamót hvađ?). Sjáum hvađ nćsti áratugur fćrir okkur.
kveđja, Kristján Sverrisson
Kristján Sverrisson (IP-tala skráđ) 18.6.2009 kl. 08:56
Sćll Jens, skemmtilega fćrsla hjá ţér ađ vanda og frábćr samanburđur.
Ég er persónulega nokkuđ sáttur viđ niđurstöđuna. Sérstaklega er ég sáttur viđ ađ bestu plötur Bjarkar séu á topp 10 en ekki einhverjar "fígúruplötur" međ henni.
Ef ég á ađ setja út á eitthvađ (ađ Íslendingasiđ) ţá finnst mér ţađ ekki eiga viđ ađ ţarna séu fjórar eins árs plötur. Mér finnst ađ plötur verđi ađ vera orđnar nokkurra ára gamlar og búnar "ađ sanna sig". Eflaust ekki allir sammála ţví. Umrćddar plötur eru hins vegar allar frábćrar, en spurningin er hvort einhverjum muni finnast ţćr góđar eftir 10-15 ár. Svo getur allt eins veriđ ađ ţćr séu bara allar instant classic.
Hefđi viljađ sjá Sturlu, Ţursabit og Kafbátamúsík ofar og Deluxe međ Nýdönsk inni á listanum.
Annars góđur.
Ólafur Björnsson, 18.6.2009 kl. 10:47
Lifun - Á bleikum náttkjólum - Sumar á Sýrlandi eru ţrjú meistaraverk sem eru svo rótgróin í 5 efstu sćtunum, ađ ţeim verđur varla haggađ ţađan á nćstunni. Enda eru Trúbrot - Meistari Megas - Spilverk Ţjóđanna og Stuđmenn = Beatles - Bob Dylan - Rolling Stones og Beach Boys hvađ barđar gćđi bestu platna viđkomandi sem einoka efstu sćti svona lista erlendis.
Stefán (IP-tala skráđ) 18.6.2009 kl. 14:51
Ég segi nú bara hellvíti. Sigur Rós eyđilagđi allt fyrir mér. Ef sú hljómsveit hefđi ekki plantađ sér í efsta sćtiđ, međ sína hundleiđinlegu plötu, hefđi ég veriđ međ 5 efstu réttar. Reyndar hafđi ég Ţursaflokkin fyrir ofan Lifun í ţetta sinn. En sú röđun varíerar alltaf mikiđ hjá mér.
MIg minnir reyndar ađ röđin sem ég valdi sé nokkurn veginn sú sama og ég valdi bókinni ţinni góđu hér um áriđ. Hef hana ţví miđur ekki viđ hendina ţar sem hún er í kössum í geymslunni međ LP plötunum mínum. Hef bara ekki pláss fyrir allar mínar bćkur og plötur sem ţó eru farnar ađ týna tölunni.
Dunni, 18.6.2009 kl. 16:29
Kristján, viđ erum á líkum aldri. Ţađ er rétt hjá ţér ađ ţeir sem eru vinsćlastir og mest áberandi ţegar svona listi er unninn njóta ţess. Ţegar frá líđur fara menn ađ sortera plötur ţeirra meira.
Ţegar ég vann listann 1983 lentu flestar plötur sem Bubbi hafđi ţá gefiđ út á listanum. Á ţeim 26 árum sem liđin eru hefur sú breyting orđiđ á ađ Bubbi er búinn ađ senda frá sér um 100 plötur og tvćr af sólóplötunum, Ísbjarnarblús og Kona, eru farnar ađ standa upp úr. Á sama tíma eru plötur hans međ Utangarđsmönnum og Egói ađ síga. Engu ađ síđur er glćsilegur árangur hjá ţessum jafnaldra okkar ađ eiga 5 af 40 bestu plötunum og verulega hlutdeild í Rokk í Reykjavík ađ auki.
Ţeyr og Purrkurinn áttu 3 plötur hvor á listanum 1983. Núna röskum aldarfjórđungi síđar eiga ţćr 1 plötu hvor á listanum.
Jens Guđ, 18.6.2009 kl. 21:33
Já Flott fćrsla og er í raun ekki alveg búin ađ klára ađ fara yfir hana.En Okkur félögunum í hljómsveitinni Best Fyrir sárnađi svo ađ SigurRós hafi ekki getađ svarađ ţví hvađa band spilađi undir í hans síđasta útgefna lagi,ađ viđ erum ósámmala ţví ađ ţeir séu efstir,ţar á lifun... auđvitađ ađ vera.
Já alveg grínlaust ţá finnst okkur lifun... einfaldlega eiga toppsćtiđ skiliđ.
Kv. ađ norđan
Binni D
Brynjar Davíđsson, 18.6.2009 kl. 21:43
Ólafur, takk fyrir góđ orđ. Ţađ kemur mér á óvart ađ Ný dönsk sé ekki á listanum. Ég óttađist ađ Kafbátamúsík međ Enzími nćđi ekki inn á listann ađ ţessu sinni. En mér til gleđi heldur hún stöđu sinni nokkurn veginn.
Jens Guđ, 18.6.2009 kl. 21:43
Ţessi hann er auđvitađ Rúni Júl....
Brynjar Davíđsson, 18.6.2009 kl. 21:45
Stefán, ég er ekki minna heillađur af Ágćtis byrjun en Lifun og Á bleikum náttkjólum. Ég flutti pistil um Á bleikum náttkjólum á rás 2 ţegar veriđ var ađ kynna tilnefndar plötur. Á hinn bóginn hef ég aldrei dregist ađ Stuđmönnum. Engu ađ síđur átta ég mig á ţví hvađ margir söngvar ţeirra eru grípandi og margir textar hnyttnir. Sömuleiđis viđurkenni ég alveg ađ Stuđmenn séu kallađir "hljómsveit allra landsmanna". - Ţrátt fyrir ađ músíkin höfđi ekki til mín. Aftur á móti er ég hrifinn af mörgu sem liđsmenn Stuđmanna hafa gert á öđrum plötum.
Jens Guđ, 18.6.2009 kl. 21:58
Dunni, ég er međ listann ţinn frá ţví fyrir 26 árum. Hann var svona:
1. Sumar á Sýrlandi - Stuđmenn
2. Drög ađ sjálfsmorđi - Megas
3. Breyttir tímar - Egó
4. Lifun - Trúbrot
5. Nafnakall - Guđmundur Ingólfsson
6. Langspil - Jóhann G. Jóhannsson
7. Á bleikum náttkjólum - Megas og Spilverk ţjóđanna
8. Tívolí - Stuđmenn
9. Svif - Björn Thoroddsen
10. Lizt - Bara-flokkurinn
Jens Guđ, 18.6.2009 kl. 22:04
Brynjar, ţađ er eiginlega komin hefđ á ađ 2. sćtiđ sé ađal máliđ, samanber fáriđ í kringum boltaleik nokkurra Íslendinga í Kína og raul íslenskrar barnastjörnu í Evróvisjón. Krafa um ađ allir sem lenda í 2. sćti fái fálkaorđu hefur veriđ hávćr.
Jens Guđ, 18.6.2009 kl. 22:15
Ţađ er ljúft ađ skođa ţetta svona upp sett međ litaskiptingum, árgangi og alles.
Sveinn (IP-tala skráđ) 18.6.2009 kl. 22:43
Sveinn, til ţess er leikurinn gerđur. Mér ţykir svo óskaplega gaman ađ velta svona listum fyrir mér, spá og spekúlera, ađ ég taldi ekki eftir mér ađ eyđa löngum tíma í ađ dunda í ţessu dćmi, finna öll ártöl og svo framvegis. Ţađ er bónus á skemmtunina ađ fleiri hafi gaman af ađ skođa ţetta og pćla í ţessu.
Jens Guđ, 18.6.2009 kl. 23:21
Meiriháttar ţakkarvert ađ fá ţetta uppsett á ţennan máta. Heildarmyndin er meiriháttar skođunarverđ.
Davíđ (IP-tala skráđ) 19.6.2009 kl. 01:59
Davíđ, ţetta er sett upp eins og mér ţykir gaman ađ skođa dćmiđ.
Jens Guđ, 19.6.2009 kl. 02:06
hvar er Bísar í Banastuđi sem var algerlega fáránlega góđ plata
KALLI (IP-tala skráđ) 19.6.2009 kl. 20:49
Anna, sem öfga músíkdellukall hef ég komist ađ ţví ađ engar tvćr manneskjur hafi nákvćmlega sama músíksmekk. Ég hef kynnst mörgum manneskjum sem eru áhugasamar um flesta ţá tónlistarmenn er ég hlusta mest á. Viđ nánari kynni kemur alltaf - án undantekningar - í ljós ađ vikomandi hefur dálćti á einhverri plötu sem ég ţoli alls ekki.
Einn landsţekktur vinur minn hefur ađdáunarverđa afstöđu til músíkur. Hann er nokkru eldri en ég og hefur aldrei slakađ á ađ leita uppi nýja og spennandi músíkstrauma. Hann er miklu áhugasamari mér og duglegri ađ leita stöđugt ađ nýmúsík. Ekkert rokk er nógu hart, ţungt eđa hávćrt til ađ draga úr áhuga hans. Enginn djass er nógu tilraunakenndur og furđulegur til ađ stoppa hann. Ég dáist ađ ástríđu hans og óslökkvandi ţorsta í nýja músík. Í hvert sinn sem ég hitti hann er hann uppfullur af hljómsveitanöfnum sem ég ţekki ekki.
Lengi vel var ég nálćgt ţví ađ standa í trú um ađ ţessi mađur vćri međ hinn fullkomna músíksmekk. Ţá kom í ljós ađ hann er forfallinn ađdáandi Whitney Houston! Söngkonu sem ég hef óţol gagnvart og fć flogakast í hvert sinn sem ég heyri músík af hennar tagi.
Af orđum ţínum rćđ ég ađ ţú sért ekki inni á Sigur Rósar og Trúbrotslínunni. Á móti vegur ađ ţú skulir eiga Ísbjarnarblús, Lög unga fólksins, plötur međ Ţursum og kunnir ađ meta Spilverk og Megas.
Ég kveiki ekki á perunni varđandi söng um ósamkomulag ţjóđar og ţín.
Jens Guđ, 19.6.2009 kl. 23:38
Kalli, ţađ er margt flott á Bísar í banastuđi. Til ađ mynda lögin Samviskubit og Rokk er betra en full time djobb. Vandamáliđ er ađ platan hefur ekki komiđ út á disk. Fyrrnefnda lagiđ á ég samt á safndisk sem Andrea Jóns tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum.
Hin platan međ Kamarorgestunum er einnig ágćt en hefur heldur ekki veriđ gefin út á disk. Liđsmenn Kamarorghesta ćttu ađ henda ţessum plötum út á diskum. Ţađ er ekkert mál ađ endurútgefa svona plötur á diskum. Sáralítill kostnađur sem skilar sér til baka strax í fyrstu dreifingu.
Jens Guđ, 19.6.2009 kl. 23:45
já hvar eru bísar í banastuđi? ţeir voru bannađir á rúv međ "bíttírassgatiđáđér", hreint frábćrt band. manni hitnar í höndum ţegar lísapáls er í útvarpi. kv d
doddý, 27.6.2009 kl. 21:53
ég meinti sko ađ lagiđ hafi veriđ bannađ. en kamarorghestar voru hreint frábćrt band ;) kv d
doddý, 27.6.2009 kl. 21:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.