Aflið fær styrk

  Fréttinni hér fyrir neðan er hnuplað af heimasíðu Vikudags á Akureyri.  Heimasíða Aflsins,  systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi,  er www.aflidak.is.  Mín kæra systir,  Sæunn,  er formaður samtakanna.  Slóðin á fréttina í Vikudegi er http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=3817

Aflið nýtir peningastyrk til útgáfu kynningarbæklings

mánudagur 22.jún.09 13:11
 
  
  aflid-vikudagur
  Styrkurinn afhentur, Sæunn Guðmundsdóttir og Jóhanna G. Þorsteinsdóttir f.h. Aflsins og Hafdís Inga Haraldsdóttir f.h. Ladies circle nr. 1 á Akureyri.
  Á Kvennadaginn 19. júní hittust talskonur Aflsins á Akureyri, samtökum gegn heimilis-og kynferðisofbeldi og formaður Ladies Circle klúbbs númer 1 og var tilgangurinn að afhenda Aflinu peningastyrk. Aflið mun nýta styrkinn til útgáfu kynningarbæklings sem er í bígerð og verður á 10 tungumálum. 
  Með þessu móti getur Aflið lagt sitt af mörkum við að ná til sem flestra sem þurfa á aðstoð að halda.  Mjög mikil aukning hefur verið frá 2007 til 2008 eftir aðstoðs Aflsins eða 94% og enn meiri aukning er á árinu sem líður. Aflið sinnir forvörnum í grunn- og framhaldsskólum á Akureyri í fyrirlestraformi og er raunin sú að eftir hvern fyrirlestur bætist við einn þolandinn sem leitar eftir aðstoð hjá Aflinu. LC-1 klúbburinn er hluti af Ladies circle hreyfingunni, alþjóðlegum samtökum kvenna sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlegan skilning og vináttu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggvinur - drum 

yes siree!, Bob!!

DrumBoy (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hið besta og þarfasta mál, Sæunn er auðvitað alltaf sama baráttukonan með gullhjartað!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 19:45

3 Smámynd: Jens Guð

  DrumBoy,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  hún er snillingur.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 22:10

5 identicon

Frábært mál ;)

Tómas (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.