Spennandi framhaldssaga

pólskt hús

  Fátt lesefni er skemmtilegra en smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu.  Þar er jafnvel hægt að rekast á framhaldssögur sem taka fram skáldsögum Arnaldar Indriðasonar hvað spennandi framvindu varðar.  Ein slík hefur verið í gangi undanfarna mánuði undir liðnum "Húsnæði í boði".  Sagan hófst á því að nýuppgerð stúdíóíbúð með þvottavél,  þurrkara og interneti var auglýst til leigu á 59 þúsund kall.  Síðan hefur verðið trappast niður hægt og bítandi.  Lengi var það 54 þúsund.  Síðustu daga hefur íbúðin verið auglýst á 49 þúsund.  Fólk út um allt land og nokkrir Íslendingar búsettir erlendis fylgjast spenntir með framhaldinu.  Ég spái því að endirinn komi á óvart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.