Kvikmyndaumsögn

 - Titill:  Brüno

 - Handrit/leikstjórn/ađalhlutverk:  Sacha Baron Cohen

 - Einkunn: ***1/2 (af 5)

  Enski leikarinn Sacha Baron Cohen varđ fyrst ţekktur í hlutverki rapparans Ali G í samnefndum sjónvarpsţáttum.  Bráđfyndnum sjónvarpsţáttum.  Í ţeim tróđ Cohen einnig upp sem sjónvarpsstjarna frá Kazakstan,  Borat, og samkynhneigđ tískulögga,  Brüno,  frá Austurríki.

  Cohen gerđi kvikmynd um Ali G.  Ekki alveg nógu góđa.  Hann gerđi ađra kvikmynd um Borat.  Sú var og er virkilega fyndin.  Og nú er ţađ kvikmynd um Brüno.  Hún gefur Borat-myndinni ekkert eftir.

  Eins og í fyrri myndum er gert út á svipađa framsetningu og í myndum og sjónvarpsţáttum sem skilgreina má afbrigđi af "Falinni myndavél".  Brüno er tilbúinn "karakter".  Hann á samskiptum viđ fólk sem veit ekki ađ ţar er grínari á ferđ ađ rugla í ţeim.

  Ég hef séđ mörg skemmtileg myndbönd međ Brüno á youtube.com.  Ţau eru fćst í kvikmyndinni.  Sum eru "out takes",  ţađ er ađ segja urđu útundan viđ endanlega vinnslu á myndinni.  Sum eru kannski úr Ali G sjónvarpsţáttunum.

  Ţađ myndi skemma fyrir ţeim er eiga eftir ađ sjá myndina ađ segja frá fyndnu senunum sem ţar koma fyrir.  Brandararnir byggja á ţví ađ koma á óvart.  Vegna kynningarmyndbandsins sem fylgir ţessari bloggfćrslu er ţó óhćtt ađ nefna ţegar Brüno kemur fram í bandarískum sjónvarpsţćtti međ áhorfendum af afrískum uppruna.  Ţar er komiđ inn á ađ Brüno hefur ćttleitt blökkubarn.  Hann virđist leggja sig fram um ađ vera međ "pólitíska rétthugsun" en gengur fram af áhorfendum međ ţví ađ hafa ađra hugmynd um "pólitíska rétthugsun" en ţeir. 

  Brüno er ekkert heilagt.  Hann reynir ađ stilla til friđar í Miđ-Austurlöndum en ţekkir ekki mun á "hummus" (kjúklingabaunamauk) og Hamash-samtökum Palestínumanna.  Sjálfur er Cohen gyđingur en hlífir gyđingum ekki í gríninu.

  Frćga fólkiđ er dregiđ sundur og saman í háđi.  Líka tískubransinn,  bandaríski herinn og svo framvegis.  

  Kvikmyndin  Hangover  hefur veriđ auglýst sem fyndnasta mynd sumarsins.  Ég mćli međ henni sem góđri skemmtun.  Kvikmyndin um Brüno er ennţá fyndnari.  Kíkiđ á báđar myndirnar.     

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kvikmyndin  Hangover  hefur veriđ auglýst sem fyndnasta mynd sumarsins.  Ég mćli međ henni sem góđri skemmtun.  Kvikmyndin um Brüno er ennţá fyndnari.  Kíkiđ á báđar myndirnar.     

100% sammála

Ómar Ingi, 9.7.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Jens Guđ

  Ommi,  ţađ er gaman ađ ţú skulir loksins vera sammála mér.  Hehehe!  Ţess vegna undirstrika ég hvatningu frá okkur báđum um ađ fólk kíki á ţessar myndir og eigi góđa kvöldskemmtun.  Ţađ er gaman ađ hvíla sig í smá stund frá umrćđu um Icesave.  Kaupţingi,  Sjóvá og öllum ţeim pakka og njóta góđrar skemmtunar í kvikmyndahúsi.   

Jens Guđ, 9.7.2009 kl. 00:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband