Einkennilegt símtal

  Í júníhefti breska poppblaðsins Uncut er skemmtileg myndasyrpa af ferli bandaríska gítarleikarans Rogers McGuinns,  forsprakka The Byrds.  The Byrds var fyrsta bandaríska "bítlahljómsveitin" og frumherji margra músíksstíla,  svo sem þjóðlagarokks (folk rock),  geimrokks (space),  sýrurokks (acid),  framsækins sveitapopps (alt-country),  raga rokks (rokk með indverskum áhrifum) og svo framvegis.

  Brimbrettarokkssveitin (surf) The Beach Boys varð önnur helsta bandaríska "bítlahljómsveitin".  Með liðsmönnum The Byrds og The Beach Boys tóks varanlegur vinskapur.  Hópurinn dópaði hressilega saman.  Aðalsprauta The Beach Boys,  Brian Wilson,  og Roger McGuinn sömdu saman músík.

  Brian "brann yfir".  Missti vitið og hefur verið snar geðveikur áratugum saman.  Til eru margar sögur af einkennilegum uppátækjum hans.  Í myndasyrpunni í Uncut er mynd af þeim Brian og Roger saman.  Með myndinni fylgir stuttur texti þar sem Roger segir frá síðustu samskiptum þeirra Brians.  Þau voru þannig að Roger hringdi í Brian og kynnti sig.  Brian svaraði:  "Er það?" og skellti á.

---------------------

  Á myndbandinu hér fyrir ofan spilar Roger lagið magnaða  Eight Miles High.  Þarna er hópurinn búinn að "sniffa" eitthvað meira en maura eða ösku látinna feðra sinna.  Á myndbandinu fyrir neðan kráka The Beach Boys gamla Leadbelly slagarann  Í kartöflugörðunum heima.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Athyglivert

Ómar Ingi, 28.7.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  og bráðskemmtilegt.

Jens Guð, 28.7.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Að ekki sé nú talað um Hressandi!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2009 kl. 21:33

4 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  já,  verulega hressandi.

Jens Guð, 30.7.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband