Einkennilegt sķmtal

  Ķ jśnķhefti breska poppblašsins Uncut er skemmtileg myndasyrpa af ferli bandarķska gķtarleikarans Rogers McGuinns,  forsprakka The Byrds.  The Byrds var fyrsta bandarķska "bķtlahljómsveitin" og frumherji margra mśsķksstķla,  svo sem žjóšlagarokks (folk rock),  geimrokks (space),  sżrurokks (acid),  framsękins sveitapopps (alt-country),  raga rokks (rokk meš indverskum įhrifum) og svo framvegis.

  Brimbrettarokkssveitin (surf) The Beach Boys varš önnur helsta bandarķska "bķtlahljómsveitin".  Meš lišsmönnum The Byrds og The Beach Boys tóks varanlegur vinskapur.  Hópurinn dópaši hressilega saman.  Ašalsprauta The Beach Boys,  Brian Wilson,  og Roger McGuinn sömdu saman mśsķk.

  Brian "brann yfir".  Missti vitiš og hefur veriš snar gešveikur įratugum saman.  Til eru margar sögur af einkennilegum uppįtękjum hans.  Ķ myndasyrpunni ķ Uncut er mynd af žeim Brian og Roger saman.  Meš myndinni fylgir stuttur texti žar sem Roger segir frį sķšustu samskiptum žeirra Brians.  Žau voru žannig aš Roger hringdi ķ Brian og kynnti sig.  Brian svaraši:  "Er žaš?" og skellti į.

---------------------

  Į myndbandinu hér fyrir ofan spilar Roger lagiš magnaša  Eight Miles High.  Žarna er hópurinn bśinn aš "sniffa" eitthvaš meira en maura eša ösku lįtinna fešra sinna.  Į myndbandinu fyrir nešan krįka The Beach Boys gamla Leadbelly slagarann  Ķ kartöflugöršunum heima.    


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Ómar Ingi

Athyglivert

Ómar Ingi, 28.7.2009 kl. 22:27

2 Smįmynd: Jens Guš

  Ómar Ingi,  og brįšskemmtilegt.

Jens Guš, 28.7.2009 kl. 23:35

3 Smįmynd: Magnśs Geir Gušmundsson

Aš ekki sé nś talaš um Hressandi!

Magnśs Geir Gušmundsson, 30.7.2009 kl. 21:33

4 Smįmynd: Jens Guš

  Magnśs Geir,  jį,  verulega hressandi.

Jens Guš, 30.7.2009 kl. 22:04

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband