Skúbb! Íslenskur söngvari á útlendri safnplötu

geir ólafs

  Fyrir síðustu jól sýndi Geir Ólafs Færeyingum þakklæti sitt - og íslensku þjóðarinnar - fyrir höfðinglegt lán til Íslendinga í kjölfar bankahrunsins og færði þeim að gjöf jólalag.  Lagið söng Geir á færeysku og kallaði það  Jólamaðurinn  (sem er færeyska heitið á jólasveininum).  Uppátækinu var vel tekið og lagið var lengi á A-spilunarlista (hot play list) færeyska ríkisútvarpsins,  Kringvarpsins.

  Nú er í undirbúningi færeysk jólasafnplata sem kemur á markað í nóvember.  Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þar sé um að ræða fyrstu færeysku jólasafnplötuna.  Þar fyrir utan hafa Færeyingar ekki verið duglegir við að senda frá sér jólaplötur í gegnum tíðina.  Ég er að hjálpa til við að setja færeysku jólasafnplötuna saman og það er ekki um auðugan garð að grisja.  Það er að segja færeyskar jólaplötur til að velja lög af eru fáar.  En góðar.  Þannig að safnplatan verður góð.

  Meðal laga á safnplötunni verður  Jólamaðurinn  með Geir Ólafs.  Það verður í fyrsta skipti sem þetta lag kemur út á plötu.  Og ekki seinna vænna.  Jólamaðurinn  er best kynnta og mest spilaða jólalagið í Færeyjum til margra ára. 

  Geir er ákveðinn í að standa við að lagið sé gjöf til Færeyinga.  Hann hefur hafnað greiðslu fyrir lagið á safnplötunni.  Þess í stað ánafnar hann öllum ágóða af laginu til langveikra barna í Færeyjum.  Það er virkilega fallegt og til fyrirmyndar.

  Ekki er búið að ganga endanlega og formlega frá öllum öðrum lögum sem verða á færeysku safnplötunni.  Þess vegna er ótímabært að gefa þau upp.  Eitt lag verður þó með álfadrottningunni Eivöru.  Platan mun fást í verslunum Pier í glerturninum við Smáratorg og í Korputorgi.  Meira um þetta allt saman síðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki að spyrja af stórtíðindunum hjá þér Jens,Íslendingar umvörpum fagna þessu og munu væntanlega sækja í gripin ekki síður en gleðisamsöngur ykkar Geirs á frægri sáttastund, er hún nokkuð á leið á plast líka?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.8.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég man eftir því þegar þú sagðir þjóðinni frá þessu lagi hans og allt væri vitlaust í Færeyjum vegna vinsælda lagsins. Samt einhvernveginn komst allsherjar fréttaritari þeirra Færeyjinga Elís Poulsen þannig að orði að þetta lag heyrðist nær aldrei í  útvarpi, enginn í Færeyjum vissi af Geir og enginn hafði bara nokkurn áhuga á þessu framtaki hans.

Elís Poulsen stahæfði að þetta lag væri ekki nálægt því að vera eitt mest spilaða jólalagið og það væri alls ekki vinsælt.

Það virtust allir svo gjörsamlega  áhugalausir að mig var farið að gruna að þeir héldu bara ekki jól.

Svo Jens minn ég held þú ættir að senda eitthvað annað lag á þessa plötu, Ég mæli með jólasögu með þeim Glám og Skrám.

S. Lúther Gestsson, 15.8.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  við Geir höfum aldrei þurft á sáttastund að halda.  Það hefur alltaf verið allt í góðu á milli okkar.  Ja,  að vísu höfum við grallarast smá hvor í öðrum.  Það hefur bara verið á léttu nótunum.

  Platan kemur ekki á vinyl.  En ég skal til gamans senda þér diskinn þegar hann kemur út.  Til gamans get ég upplýst að diskurinn er mín hugmynd sem kviknaði á færeysku dögunum á Stokkseyri.  Þá var ég að selja færeyskar plötur og spurt var um  Jólamanninn.  Ég brá við skjótt og ákvað að setja saman færeyska jólasafnplötu sem innihéldi þetta lag.  Ég samdi undir eins við færeyska plötufyrirtækið Tutl að gefa plötuna út.  Erindinu var vel tekið og er nú komið í vinnslu.

Jens Guð, 15.8.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  þig misminnir atburðarrásina.  Íslenskir fjölmiðlar slógu upp að  Jólamaðurinn  væri vinsælasta lagið í Færeyjum.  Ég kannaðist ekki við það.  Hlustandi á færeyskt útvarp alla daga og fylgdist með færeyska vinsældalistanum.

  Útvarpsmaðurinn Elis Poulsen,  sem orti texta lagsins,  mótmælti mér.  Hann vildi meina að þetta væri vinsælasta lagið í Færeyjum.  Leikar fóru þannig að lagið varð vinsælt og mikið spilað í færeysku útvarpi.

  Ég hafði rétt fyrir mér á þeim tímapunkti sem ég hélt því fram að þetta væri ekki vinsælasta lagið í Færeyjum.  En í kjölfar umræðunnar,  sem m.a. bárust til Færeyja,  jukust vinsældir lagsins og útvarpsspilunar á því.  Þegar upp var staðið varð lagið mjög vinsælt í Færeyjum og mikið spilað í færeysku útvarpi. 

Jens Guð, 15.8.2009 kl. 23:16

5 identicon

Mér þykja þetta góðar fréttir og Geir Ólafss. er hinn mesti öðlingur og sómadrengur. Ég veit að þú kemst vel frá þessu dæmi eins og þín er von og vísa. Gangi þér sem allra best með þessa útgáfu.

viðar (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 03:33

6 identicon

Úr einu í annad:

 

Gjagg (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 08:58

7 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Mikið er ég öfugsnúinn að geta snúið þessu svona algerlega á hvolf. En ég tek undir með Viðar hér að ofan og óska þér alls hins besta við útgáfu þessarar plötu.

En hefði þetta ekki þótt frétt fyrir nokkrum árum, Jens Guð dauðarokkari gefur út jólaplötu á Færeysku?  He,he voðalega geta hörðustu rokkarar orðið mjúkir.

S. Lúther Gestsson, 16.8.2009 kl. 09:53

8 identicon

 

Gjagg (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 09:55

9 Smámynd: Ómar Ingi

Útlendri safnplötu er það nú rétt

Aumingja Geir Ólafs hvað eigum við að gera við kallinn.

Ómar Ingi, 16.8.2009 kl. 12:34

10 Smámynd: Dunni

Geir Ólafsson klikkar ekki.  Hann og Eva Joly halda uppi merki Íslendinga þessi misserin.

Dunni, 16.8.2009 kl. 13:45

11 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  takk fyrir það.

Jens Guð, 16.8.2009 kl. 14:00

12 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  takk fyrir þessar myndir.  Þær eru fyndnar

Jens Guð, 16.8.2009 kl. 14:02

13 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  ég er þaulvanur að koma að útgáfu platna með allskonar músík:  Vísnasöng,  klassík,  djassi,  kvæðasöng,  blús og svo framvegis.  Já,  og pönki.

Jens Guð, 16.8.2009 kl. 14:05

14 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  útlendari verður platan ekki:  Útgefandinn,  plötufyrirtækið Tutl,  er 100% útlenskt;  allir flytjendur (nema Geir) eru 100% útlendingar;  öll lögin eru útlend; allir söngtextarnir eru á útlensku;  allar upplýsingar á plötuumbúðum verða á útlensku...

Jens Guð, 16.8.2009 kl. 14:09

15 Smámynd: Jens Guð

  Dunni,  já,  og karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri sem einnig gaf Færeyingum lag,  Minni Færeyinga.  Það lag má heyra í tónspilaranum mínum hér efst til vinstri.

Jens Guð, 16.8.2009 kl. 14:11

16 Smámynd: Júlíus Valsson

Noh! Mynd eftir mig!
(60 ára afmæli Jóns Kr. ) http://www.vortex.is/hugvit/iceblue/jonkr.htm

Júlíus Valsson, 16.8.2009 kl. 20:05

17 Smámynd: Jens Guð

  Júlíus,  ég tók þessa mynd af www.siggileelewis.is.  Hafði ekki hugmynd um hvaðan hún var upprunin.  En skemmtileg er hún og gaman að komast að uppruna hennar.

Jens Guð, 16.8.2009 kl. 22:29

18 Smámynd: Júlíus Valsson

Nóttu vel Jens. Það er alltaf gaman að rekast á "afkvæmin" sín á Netinu (og Geir auðvitað líka) .

Júlíus Valsson, 16.8.2009 kl. 23:03

19 Smámynd: doddý

hæ jens

mér finnst ótrúlegt að færeyjingar séu fátækir af jólalögum, eru þeir ekki miklir jóla/gleði/hátíðarmenn?

spurt var um klemmarann - ég veit ekki um þann eldri en hinn lillimenninn er læknir við hið landsins besta og kvelst alla daga af íhaldsemi. kv d

doddý, 17.8.2009 kl. 00:37

20 Smámynd: Jens Guð

  Júlíus,  ef bloggari veit uppruna íslenskrar ljósmyndar sem hann notar er sjálfsögð kurteisi að geta höfundar.  Þessi regla virðist því miður oftast gleymast.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 00:51

21 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  Færeyingar eru mikil jólabörn.  Jól í Færeyjum er mun hátíðlegri en á Íslandi.  Færeysk jólalög eru sömuleiðis að öllu jöfnu hátíðleg.  Íslensk jólalög eru meira hopp og hí og galsafengnari.

  Færeyingar eiga mörg sálmalög sem eru mikið sungin og spiluð um jól.  Sennilega er eitthvað samhengi þarna á milli.  Það er að segja hvers vegna Færeyingar eru ekki jafn ákafir að dæla á markað jólaplötum og Íslendingar. 

  Það er dálítið ógnvekjandi að Hitler litli skuli vera svæfingalæknir. 

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 01:11

22 Smámynd: doddý

 hitleri gekk mjög vel að svæfa -  það stendur skjalfest í mörgum bókum og sagan segir að hann hafi verið afar barngóður líka, þar er bara engin sem getur staðfest þetta - vegna einhvers.  kv d 

doddý, 18.8.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband