Mikilvægt að leiðrétta

  Nýverið birtist í Morgunblaðinu opnugrein um bítilinn Paul McCartney.  Ljómandi skemmtileg grein.  Enda skrifuð af Ingólfi Margeirssyni;  oft titlaður réttilega Bítlafræðingur.  Í greininni segir að Paul McCartney hafi samið flest vinsælustu lög Bítlanna.  Áreiðanlega er hægt að færa rök fyrir því.  Bítlarnir áttu mörg fleiri vinsæl lög en þau sem skoruðu hæst á vinsældalistum sem smáskífur.  Það getur þó verið vandkvæðum bundið að kveða upp úrskurð um vinsældir einstakra Bítlalaga sem einungis komu út á stórum plötum. 

  Ef litið er til þeirra laga sem skoruðu hæst á vinsældalistum sem smáskífur verður ekki annað séð en jafnræði hafi ríkt á milli laga Johns Lennons og Pauls McCartneys.  Af 30 vinsælustu smáskífulögum Bítlanna á breska og bandaríska vinsældalistanum er um jafntefli að ræða.  Í fyrri sviganum er hlutur Johns í lögunum og í seinni sviganum er hlutur Pauls. 

  1. All You Need is Love  (100)  (0)
  2. Ballad of John and Yoko  (100)  (0)
  3. Can't Buy Me Love  (10)  (90)
  4. Come Together   (100)  (0)
  5. Day Tripper  (80)  (20)
  6. Do You want to know a Secret  (100)  (0)
  7. Eight Days a Week  (30)  (70)
  8. Eleanor Rigby  (20)  (80)
  9. Free as a Bird  (100) (0)
  10. From Me to You (50) (50)
  11. Get Back  (0)  (100)
  12. Hard Day´s Night  (100)  (0)
  13. Hello Goodbye  (0)  (100)
  14. Help!  (90)  (10)
  15. Hey Jude  (0)  (100)
  16. I Feel Fine  (100) (0)
  17. I Want to Hold Your Hand  (50)  (50)
  18. Lady Madonna  (0)  (100)
  19. Let It Be   (0)  (100)
  20. Long and Winding Road  (0)  (100)  
  21. Magical Mystery Tour  (10)  (90)
  22. Nowhere Man  (100)  (0) 
  23. Paperback Writer  (20)  (80)
  24. Penny Lane   (20)  (80)
  25. Please Please Me (100) (0)
  26. Real Love  (100)  (0)
  27. She Loves You  (50) (50)
  28. Strawberry Fields Forever  (100)  (0)
  29. Ticket to Ride  (100)  (0)
  30. We Can Work it Out  (30)  (70)

  Ég er svo sérvitur að gera ekki upp á milli Johns og Pauls.  Met þá báða jafn mikils.  Með kostum þeirra og göllum.  Mér er alltaf illa við þegar hallar á annan hvorn þeirra í umfjöllun um Bítlana.  Mitt uppáhalds Bítlalag er á meðfylgjandi myndbandi,  hinn lauflétti blús  Helter Skelter,  eftir Paul.  Til gamans má geta að í upptöku var lagið 25 mínútna langt en stytt í tæplega 5 mínútna bút á  Hvíta albúminu.  John og Paul skiptust á sólógítarleik og John blés einnig í saxófón.  John var á sólógítar í fyrri hlutanum en Paul þegar kom að ískrinu.  Allir vel dópaðir og hressir. 

john og paul


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nr.2,Ballad of John and Yoko,man ekki eftir þessu,kom Yoko eitthvað við sögu (sem rödd) meðan þeir voru ennþá saman,sem hljómsveit.

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  Yoko kom hvergi nærri.   Blessunarlega (nei,  ég segi svona).  Þetta er létt rokkabíllýpopp.  Spilað bara af John og Paul.  John söng og spilaði á gítar og söng.  Paul spilaði á bassa,  trommur og píanó.  Bassaleikurinn er virkilega flottur og leiðandi í laginu.  Það er til á teipi upptaka af því hvað lá svakalega vel á köppunum er þeir hljóðrituðu lagið.  Við fyrsta rennsli heyrist John kalla:  Ringó,  spilaðu aðeins hraðari takt!"  Paul svarar:  "Allt í lagi,  Georg!" og hraðar á taktinum.  Hér er þetta lag:  http://www.youtube.com/watch?v=q1pv2Bws2lQ

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 01:59

3 Smámynd: Jens Guð

  Til gamans má geta að Yoko kom aðeins einu sinni við sögu í Bítlalag: The Countinung Story of Bungalow Bill,  á  Hvíta albúminu.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 02:25

4 Smámynd: Jens Guð

  Bítlalagi átti það að vera. 

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 02:26

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 "Blessunarlega",gott þá upplýsi ég að ætlaði að spyrja "skrækti Yoko nokkuð með,fannst óþarfi að særa þig,værirðu hrifinn af henni,sko þannig!!   En mér finnst mikið til Lennon's laga koma,eftir að hann flutti til U.S.A.   Eitthvað svo hamingjulega einfalt,fallegar,notalegt að hlusta á.  Just think it over.

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2009 kl. 03:27

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já. þetta ,hvetja til friðar,  í rúminu, allir þjóðhöfðingjar heims í rúmið,veriði þar bara ,líka Jóhanna og Steingrímur.

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2009 kl. 03:38

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

!! يوم واحد يكفيك انك تذكره طول عمرك من اجمل فنادق العالم

Siggi Lee Lewis, 24.8.2009 kl. 04:22

8 identicon

Mer finnst samt vanta´´ I saw her standing there´´ a thennann lista.

Var thad  ekki a smaskifu ?

jonas Thor (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 04:40

9 identicon

Til að hafa þetta alveg á hreinu þá kom Yoko einnig við sögu í lagi Pauls Birthday, þar syngur hún mjög áberandi í millikaflanum. Það var ekki eingöngu í Bungalow Bill.

Eiríkur Einarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 08:11

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert nú meiri gullmolinn í músikkinni Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 11:23

11 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Hvad kemur aldur a hotelum tessu mali vid, Siggi Lee?

Hjalti Garðarsson, 24.8.2009 kl. 14:05

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já þetta er tvímælalaust ofmælt, þ.e "að Paul McCartney hafi samið flest vinsælustu lög Bítlanna"

Samt sko, að mínu áliti, þá er ekki hægt að horfa framhjá því að lög Lennons verða að teljast merkilegri smíðar.  Að meðaltali.  Það er meiri hugsun og skáldskapargáfa í þeim.  Og eftir því sem tíminn líður styrkist undanfarandi fullyrðing, held eg.

En það breytir því ekki að Paul var lykilhlekkur í hljómsveitinni sem varð símikilvægari er leið á líftíma hljómsveitarinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2009 kl. 15:40

13 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  ég kann vel við sum lög með Yoko.  Hinsvegar kann ég ekki að meta skræki hennar,  þegar hún er í þeim stílnum. 

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 15:55

14 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  ég á bágt með að trúa þessu.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 15:56

15 Smámynd: Jens Guð

  Jónas ThorI Saw Her Standing There  kom ekki út á smáskífu sem aðallag.   Það var á B-hlið smáskífunnar  I Want to Hold your Hand.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 16:02

16 Smámynd: Jens Guð

  Eiríkur,  bestu þakkir fyrir að leiðrétta þetta.  Ég var búinn að gleyma þessu.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 16:06

17 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur,  svona er að vera með músíkdelluna á háu stigi.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 16:07

18 Smámynd: Jens Guð

  Hjalti,  ég spyr líka að því sama.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 16:08

19 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  Paul gat og getur alveg hrist fram úr erminni djúp og skáldleg lög þegar sá gállinn er á honum.  Hann er mjög stjórnsamur og ofvirkur vinnualki að auki.  Eftir að Bítlarnir hættu að spila opinberlega og umboðsmaður Bítlanna,  Brian Epstein,  dó og John lenti hálfur út úr heiminum vegna mikillar eiturlyfjaneyslu fylltist Paul örvæntingu og ábyrgðartilfinning helltist yfir hann.  Hljóðverið varð heimili hans.  Ákafinn var svo mikill að iðulega mátti hann ekki vera að því að bíða eftir að hinir Bítlarnir mættu í hljóðverið.  Hann samdi og kláraði upptökur á sumum lögum aleinn.  Í öðrum tilfellum var hann langt kominn með að fullklára upptökur áður en einhver hinna mætti til leiks og lauk upptökum með honum. 

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 16:30

20 Smámynd: Jens Guð

  ÁSTHILDUR CESIL,  ég var að rekast á þetta: http://glamur.blog.is/blog/glamur/entry/936212/

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 16:41

21 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir þessa samantekt. Fyrst var ég hrikalega hissa á röð laganna þar til ég fattaði að þetta væri bara stafrófsröð. Ætlaði að segja að Ballad of JOhn and Yoko gæti ekki hafa verið annað vinsælasta lagið þeirra.

'Eg verð reyndar að segja að Real Love og Free as a bird ættu ekki að vera á þessum lista þar sem þú ert að bera saman hvor samdi fleiri vinsæl Bítlalög. Þessi lög eru ekki raunveruleg Bítlalög og hefðu aldrei verið gefin út sem slík ef John hefði ekki látist svo ungur. Ef þessi tvö lög eru tekin út þá er hlutfallið á milli þeirra hérumbil hnífjafnt. Hvaða tvö lög ætli kæmu þó inn í staðinn?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2009 kl. 18:32

22 identicon

Í sjálfu sér ekki rangt hjá Ingólfi Margeirs.  Niðurstaðan fer nú aðallega eftir forsendum við matið. Ef tekin eru lögin þeirra sem fóru í 1 sæti UK/USA skv safnplötu Bítlana "1" og notuð skipting hlutaskipting þín Jens hér að ofan þá hefur Paul vinningin. Í listan þinn vantar þá We can work it out og Eleanor Rigby sem eru að mestu smíð Pauls. Ef þú svo miðar við hversu lengi lögin dvöldu í 1 sæti þá verða yfirburðir Paul en meiri. Svo er eflaust hægt að finna aðferð sem gerir hlut Johns meiri.

Merkilegst er þó hvað framlag þeirra í smáskífum sem ná fyrsta sæti er misjafnt eftir tímabilum.  John með yfirburði fram að útgáfu Yesterday  65 síðan tekur við tímabil Pauls fram yfir útgáfu Hey Jude 68 . Í lokin er meira jafnræði milli þeirra og Harrisson.

Valgeir Kjartansson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 20:05

23 Smámynd: Jens Guð

  Kristín,  það myndi skekkja myndina og falsa söguna að líta framhjá þessum tveimur lögum sem þú nefnir.  Þessi lög voru gefin út undir nafni Bítlanna.  Enda flutt af öllum liðsmönnum Bítlanna.  Sem er meira en hægt er að segja um mörg önnur vinsæl Bítlalög - þar sem aðeins einn Bítill kom við sögu - eða tveir. 

  Free as a Bird  fór í 1.  sæti vinsældalista víða um heim og  Real Love  fór einnig ofarlega á vinsældalista.  Þessi lög eru eðlilega á öllum listum yfir smáskífur Bítlanna.  Nema hvað.

  Það Bítlalag sem náði hæst á vinsældalista næst á eftir þessum 30 vinsælustu var  And I Love Her.  Það fór í 12.  sæti bandaríska vinsældalistans.  John og Paul sömdu það saman í hlutföllunum  35/65.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 20:31

24 Smámynd: Ómar Ingi

Já þessi bjöllu band er ofmetnasta band allra tíma , en hef nú gaman af rólegu lögunum þeirra svona þegar þau heyrast í varpinu en gargið guð minn góður , þeir komu á réttum tíma þegar það var engin samkeppni um unga liðið sem villdi bara eitthvað annað bara eitthvað.

Þeir voru svona Oasis nútímans

Ómar Ingi, 24.8.2009 kl. 20:37

25 Smámynd: Jens Guð

  Valgeir,  ég hélt að  We can work it Out  hafi verið B-hlið á smáskífunni  Day Tripper.  Núna þegar þú nefnir þetta lag skoðaði ég dæmið betur og sé að bæði lögin voru skráð sem A-hlið.

  Í bókinni  The Great Rock Discography  er  Yellow Submarine  gefið upp sem A-hlið smáskífunnar með  Eleanor Rugby.  Í bókinni  Beatlesongs stendur hinsvegar að  Yellow Submarine  hafi verið B-hliðin.

  Ég ætla að laga þetta hvorutveggja í færslunni.

  Lennon samdi fleiri lög á Bítlaplötum fram að  Revolver.  Á þeirri plötu og fram að  Hvíta albúminu  voru afköst Pauls töluvert meiri.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 20:49

26 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  það er öfugt með mig.  Ég sæki fyrst og fremst í lögin þar sem Bítlarnir öskra dálítið en sniðgeng rólegu lögin.  Þannig er það reyndar með flesta dægurmúsík sem ég hlusta á.

  Bítlarnir komu fram á heppilegum tíma,  eins og ótal aðrar hljómsveitir hafa gert og slegið í gegn út á.  En þeir gerðu meira.  Þegar fram liðu tímar breyttu þeir hugsun fólks gagnvart poppmúsík.  Þeir tóku músíkina upp á annað svið,  framþróuðu hana og gengu langt í tilraunastarfsemi.  Urðu í fararbroddi framsækinnar músíkur,  sýru og hipparokks. 

  Fyrir utan það sem skiptir einna mestu máli:  Hljómsveitin hætti á réttum tíma.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 21:02

27 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég er búinn að hlusta á Bítlana frá byrjun og líkað það prýðilega. Hengdi upp myndir af þeim félögum á fermingaraldri og vissi margt um þá á þeim tíma. Síðan hefur þetta fylgt mér og hlusta ég á Bítlana í dag og mun um ókomin ár. En hvort eitthvað sé svona eða hinsegin skiptir í raun og veru engu máli því ekki verður þessu breytt héðan af. Svona vangaveltur eru mér að meinalausu en fyrir mér eru Bítlalögin aðalatriðið allt annað um þau er aukaatriði.

Yngvi Högnason, 24.8.2009 kl. 21:38

28 Smámynd: Ómar Ingi

Dó með Lenon og það var áður en að hann var skotinn, enda drap littla kvikindið hann og hefur síðan nærst á hans frægð síðan dapurt.

Já Jens þú ert Pönkari dauðans ættir að fara að hlusta á Electro House tónlist efa ekki að þú myndir fýla þann hávæða

En það væri ekkert gaman ef allir væru á sömu hillunni ekkert til að rífast um hehe fyrir utan auðvitað tíkina PÓLI

Ómar Ingi, 24.8.2009 kl. 21:41

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 ÁSTHILDUR CESIL,  ég var að rekast á þetta: http://glamur.blog.is/blog/glamur/entry/936212/

Takk fyrir þetta Jens hehehe... já ég man vel eftir þessu viðtali.  Stefán Jón byrjaði á því að reyna að vera yfirlætislegur við okkur sveitapíjurnar, því miður er ekki inn í viðtalinu niðurlagið þar sem ég svaraði honum þannig að hann varð kjaftstopp.  Hann hélt að hann hefði í fullu tré við gömlu nornina.  Takk fyrir þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 21:44

30 Smámynd: Jens Guð

  Yngvi,  mig minnir að ég hafi einnig um fermingaraldur haft myndir af Bítlunum uppi á vegg.  Mér þykir gaman að velta ýmsu fyrir mér varðandi bakgrunn sumra laga.  Stundum eru skemmtilegar sögur að baki tiltekinna laga,  skemmtilegar pælingar varðandi útsetningar eða annað sem veldur því að maður hlustar öðruvísi á lögin.  Það er eins og sum lög öðlist dýpt þegar maður kann söguna um tilurð þeirra.

  En það er líka gaman að hlusta á sum lög án þess að þekkja haus né sporð á flytjendum eða neitt varðandi lögin.

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 22:20

31 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ég hef gert tilraun til að hlusta á Electro House músík.  Á tímabili var annar sonur minn dáldið að hlusta á þetta og ýmis önnur afbrigði af House.  Þetta náði mér ekki.  Kannski vantaði gargið í það?

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 22:26

32 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur,  kannski setti Stefán Jón þetta myndband inn og klippti niðurlagið burt.  Hehehe!

Jens Guð, 24.8.2009 kl. 22:28

33 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHA Það var einmitt það sama og ég hugsaði en gleymdi að skrifa hehehe  Góður

Ómar Ingi, 25.8.2009 kl. 01:03

34 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það virðist líka sem gítarhávaði hljómi betur í mínum eyrum en tölvuhljómborð.

Jens Guð, 25.8.2009 kl. 14:05

35 Smámynd: Jens Guð

  Valgeir #22,  ég fór að velta fyrir mér í framhaldi af vangaveltum um allt rétt sem þú segir hvernig eða hvort sé hægt að skera úr um hvor Bítlanna,  John og Paul,  hafi vinning ef allt er vegið og metið sem gefið hefur verið út undir nafni Bítlanna.  Ég er trúr mínu viðhorfi að geta ekki gert upp á milli þessara turna.  Hvernig sem ég velti fyrir mér kostum þeirra og göllum.  Skor laga á vinsælalistum er eitt.  Skor laga sem hafa verið krákuð (cover songs) er annað.  Sívinsældir laga utan vinsældalista er enn eitt dæmið - því mörg vinsælustu laga Bítlanna komu aldrei út á smáskífum.  Ég held mig að gera ekki upp á milli Johns og Pauls. 

  Verra er að vinsældalistar mæla ekki hvað framlag Georges Harrisonar var merkilegt.  Hann var kannski ekki beinlínis jafningi turnanna tveggja.  En samt var framlag hans á Bítlaplötum verulega bitastætt.

Jens Guð, 25.8.2009 kl. 22:17

36 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ég fór að velta fyrir mér þessu að þú hafir dáið með Lennon áður en hann var myrtur.  Ég er dálítið inn á sömu línu.  Hann fór glæsilega af stað á sólóferli eftir að Bítlarnir hættu.  Síðan hallaði hratt undan fæti.  Hann fór á svakalegt fyllerí (sem hann kallaði "týndu helgina").  Í kjölfar tók hann sér langt hlé og kom aftur fram sem pjúra poppari.  Ekki minn pakki.

Jens Guð, 25.8.2009 kl. 23:16

37 identicon

Tek undir þér með framlag Harrissonar. Mér finnst að ég heyrir áhrif hans t.d. í sumum laga Travis og Starsailor. Það er eins og lögin Harrissson endist betur en lög John´s og Paul.

Valgeir Kjartansson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 23:17

38 Smámynd: Jens Guð

  Valgeir,  það er gaman að rekast á mann sem kann að meta vanmetna Bítilinn George Harrison.  Það var vitaskuld erfitt hlutskipti að starfa í skugga Lennons-McCartneys.  En Harrison var virkilega stórtækur í framsækinni músíkhlið Bítlanna.  Ég vísa í tónspilara www.aloevera.blog.is.  Þar er að finna margar glæsilegar perlur Harrisons.  En þó ekki allar.  Enda af nógu að taka.

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband