25.8.2009 | 00:34
(Ó)heppinn innbrotsþjófur
Í Færeyjum er ekki til siðs að læsa húsum. Ekki einu sinni þegar heimilisfólk er fjarri til lengri tíma. Tónlistarmaðurinn og plötuútgefandinn Kristian Blak læsti þó húsi sínu þegar hann fór ásamt fjölskyldu sinni til útlanda í nokkrar vikur. Ástæðan var sú að geðveikur náungi hafði hótað og ofsótt Kristian um hríð. Meðal annars hafði sá geðveiki gengið í skrokk á bíl mannsins í næsta húsi við Kristian. Bílnum var lagt fyrir framan hús Kristians og ofbeldismaðurinn hélt að þetta væri bíll Kristians.
Kristian óttaðist að sá geðveiki kæmi inn í húsið, myndi jafnvel setjast þar að og/eða skemma tölvur og fleira. Húsinu, sem er í miðbæ Þórshafnar, var því kyrfilega læst. Samt var brotist þar inn. Sem er mjög einkennilegt. Brotist inn í eina læsta húsið í Þórshöfn. Innbrotsþjófurinn virðist hafa einungis farið inn í eitt lítið herbergi. Þaðan stal hann glæsilegum ferðageislaspilara, svokölluðum "gettó-blaster", og bunka af geisladiskum sem þar stóðu hjá, samtals 50 diskum.
Þegar Kristian og fjölskylda komu aftur heim frá útlöndum og uppgötvuðu innbrotið og þjófnaðinn gátu þau ekki varist brosi. Diskana hafði Kristian komið með frá Noregi og átti eftir að fara með þá í Norræna húsið í Færeyjum. Diskarnir innihéldu allir fornan söng Sama, svokallað joik, án undirleiks. Það eru ekki margir utan Sama sem hlusta á svoleiðis sér til gamans. Á myndbandinu hér fyrir neðan má heyra sýnishorn af því sem innbrotsþjófurinn hefur haft í eyrunum þegar hann fór að spila geisladiskana.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 22
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1176
- Frá upphafi: 4136316
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 986
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Tónlistin hljómaði ágætlega í mínum eyrum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2009 kl. 00:38
Jóna, ég á margar joik-plötur og setti fjögur joik-lög á plötuna Rock from the Cold Seas sem ég tók saman fyrir nokkrum árum. Það er gaman að hlusta á joik í nútímalegum flutningi. Margir joikarar eru heimsfrægir, svo sem Wimme og Mari Boine Person. Ég hef þó ekki þol fyrir heilli plötu með joiki án undirleiks. Hvað þá 50 slíkum plötum.
Jens Guð, 25.8.2009 kl. 01:08
Gaman að þessu
SeeingRed, 25.8.2009 kl. 13:49
SeeingRed, takk fyrir innlitið. Ég kíki stundum á fræbæru Killing Joke myndböndin á blogginu þínu en hef ekki haft rænu á að kvitta fyrir innlit.
Jens Guð, 25.8.2009 kl. 20:28
Aumingja þjófurinn að hlusta á þennan viðbjóð. Ef ég væri þjófurinn þá færi ég í mál við mannin sem ég rændi diskunum af og heimtaði eitthvað allmennilegt í staðinn.
Hannes, 25.8.2009 kl. 20:45
Úffff
Ómar Ingi, 25.8.2009 kl. 20:58
Hannes, það broslega við þetta er að á heimili Kristians Blaks var í öðrum herbergjum gott úrval af hinum fjölbreyttu diskum. Kristian er aðal plötuútgefandi Færeyja og rekur að auki plötubúð. Fyrir mig, músíkdellukall, er meiriháttar ævintýri að gramsa þar í þúsundum geisladiska. Ég dvaldi á þessu heimili í 10 daga um páskana í fyrravor og var eins og krakki í sælgætisbúð. Ég komst yfir að hlusta á aðeins örlítið brot af öllum þeim áhugaverðu diskum sem þar er að finna. Fjölskylda Kristians var erlendis og við bara tveir í kotinu að gramsa í diskabunkunum. Ég tímdi varla að eyða miklum tíma í svefn því það voru svo margir spennandi diskar þarna til að hlusta á.
Blessaður innbrotsþjófurnn vissi greinilega ekki af þeirri gullnámu. Hann liggur undir grun um að hafa verið fullur Íslendingur sem hafði ekki hugmynd um hver átti heima í þessu húsi. Og sat fyrir bragðið uppi með 50 diska af joiki án undirleiks.
Jens Guð, 25.8.2009 kl. 21:34
Ómar Ingi, þetta var ekki einu sinni el-house!
Jens Guð, 25.8.2009 kl. 21:35
Jens. hehe fyndið að ræna bara þessu drasli. Ég gæti vel trúað því enda Íslendingar margir hverjir þjófar og fyllibyttur.
Hannes, 26.8.2009 kl. 00:02
Hannes, ég tel mig muna rétt. Fyrir nokkrum árum voru 27 innbrot/þjófnaðir skráðir í Þórshöfn. Aðallega þjófnaður á áfengi úr bílum. Af öllum þeim þjófnuðum sem upplýstust voru einungis Íslendingar og Grænlendingar gerendur. Svo merkilegt sem það var þekkti ég í tveimur tilfella íslensku drullusokkana. Sem hreyktu sér af hvað það var að stela áfengi úr ólæstum bílum.
Jens Guð, 26.8.2009 kl. 00:24
...hér vantaði orðið auðvelt...
Jens Guð, 26.8.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.