Myndbandið sem beðið var eftir

  Fyrir nokkrum dögum skúbbaði ég,  eins og oft vill verða.  Þar upplýsti ég að íslenska pönkhljómsveitin Q4U nyti óvænt nýtilkominna vinsælda í Þýskalandi.  Mér tókst ekki að finna neitt myndband með hljómsveitinni til að skerpa á fréttinni og gefa sýnishorn af því sem heillar Þjóðverjana.  Einar Loki vísaði síðar á samklippu úr kvikmyndinni  Rokk í Reykjavík.  Þar bregður Q4U fyrir.

  Nú hef ég fengið sendan hlekk á myndband með Q4U.  Myndbandið var sett inn á youtube.com í gær en er úr sjónvarpsþætti frá 1997.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er ekki hlustandi á þetta helvíti..

Siggi Lee Lewis, 29.8.2009 kl. 17:19

2 identicon

Flott bdsm drottning hún Ella

ludvik (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ella Er töff!

 Hvað er þetta gamalt myndband?

Sigurður Þórðarson, 30.8.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  það er vel hlustandi á þetta.  Enda eru Þjóðverjar alveg slefandi yfir þessu.

Jens Guð, 30.8.2009 kl. 22:51

5 Smámynd: Jens Guð

  Lúðvík,  þetta er eitthvað úr fataskáp Guðmundar í Byrginu.  Held ég.

Jens Guð, 30.8.2009 kl. 22:52

6 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Þórðar,  þetta er frá 1997.  Þarna má þekkja á gítar ljósmyndarann Ingólf Júlíusson,  félaga okkar úr Ásatrúarfélaginu.

Jens Guð, 30.8.2009 kl. 22:54

7 identicon

Ég þekki einn í bandinu en hef aldrei haft hjarta í mér að segja honum að þetta er ein ömurlegasta "hljómsveit" sem ég hef heyrt í og ég held að þjóðverjar séu búnir að missa vitið.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 12:19

8 Smámynd: Jens Guð

  Ragnar Örn,  það er ekki alveg eins í mínu tilfelli.  Gítarleikarinn Ingólfur Júlíusson og hljómborðsleikarinn Árni Daníel eru að vísu góðir vinir mínir.  Bassaleikarinn Gunnþór var líka kunningi minn en ég hef reyndar ekki hitt hann í mörg ár - nema á Facebook.  Þeim hinum hef ég aldrei eiginlega kynnst.  En mér hefur alltaf þótt einhver heillandi stíll og stemmning umleika Q4U.  Þau eru pönk en samt popp. 

  Ég átta mig alveg á hvað heillar Þjóðverja við Q4U.  Það er dálítið súrkál (kraut) og smá "goth" í músík þeirra.  Þjóðverjar elska syntha-sánd og vélræna stemmningu.     

Jens Guð, 7.9.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.